mánudagur, mars 13, 2006

Jamm


IMG_0483, originally uploaded by Ása Björg.

Jæja börnin mín blíð og smá. Ég er búin að þekkja vinnuna í Húsasmiðjunni á Dalvík. Ég gat ekki beðið eftir svari frá Miðlun, enda eru þeir að auglýsa starfið sem ég sóttu um og verð ég því að álykta að ég hafi ekki heillað þá upp úr skónum. Að því sögðu þá er ég ekki búin að fá neitun frá þeim, en eins og svo oft kemur fyrir mig þá var ég sett í pressu með að svara í húsó og ég gat ekki sagt nei, með það í huga að ég fengi ekki hina vinnuna. Þá væri ég enn og aftur komin á byrjunarreit. Ég verð þá bara að taka á því ef þeir hafa samband frá Miðlun.

Svo að atvinnulausir dagar mínir eru að verða taldir í bili. Ég er svona bæði kvíðin og spennt. Það er ótrúlega þægilegt að vera engum háður og geta farið og komið eins og maður vill. Það er verra með peningahliðina samt! lol

Fékk alveg frábæra emila í dag, báðir frá ÁDÍ-ingum, annar þar sem var spurt hvað væri að gera fyrstu helgina í apríl og hvort væri stemming til að fara til Parísar. Síðan kom annar póstur frá Lullu ÁDÍ-ingi í Noregi hvort væri stemming fyrir ÁDÍ ferð til oslo aðra helgina í júní en hún er einmitt að fara að verja doktorsritgerð sína í Lyfjafræði. Ekki leiðinlegir kostir en ég veit ekki hvort maður er í aðstöðu til að fara, enda á ég ekkert sumarfrí! lol Kemur allt í ljós, væri svo sem ekki leiðinlegt að fara til Noregs enda er stutt frá Oslo til Kongsberg ;)

En alla vega hef ég störf mín fyrir Húsasmiðjuna á miðvikudag.

Ása Björg, vinnandi kona (alveg rétt bráðum)!