Þvílíki munaðurinn!
Ég hefði átt að gera meira grín af því að ég var veik í síðustu viku. Ég er nefnilega veik heima. Er búin að vera heima frá því á þriðjudag og geri ekki endilega ráð fyrir að mæta í vinnu á morgun. Er s.s. komin með flensu. Þetta er svona 5 stjörnu flensa, allt innifalið. Byrjaði með hálsbólgu, sleni og örlitlum beinverkjum og hefur síðan þróast undanfarna daga yfir í gríðarlega spennandi kvefpest sem ég er sem betur fer aðeins farin að sjá framm úr enda er farið að ganga upp úr mér. Geðveikt!
Fór um síðustu helgi til Rvíkur. Lonni kom og sótti mig á völlinn og við rúntuðum aðeins, fórum að hitta pabba hennar og fórum síðan í búð og elduðum hjá henni og Baldri. Örn Aron bróðir hennar var líka hjá henni og við horfðum á Idolið, að sjálfsögðu. Svo keyrði Lonni mér til Dísu og Hilmars, þar sem ég gisti eins og vanalega. Þar var partý í gangi og endaði með því að öll hersingin fór á pöbbarölt, líka Ása. Daginn eftir fór brúðkaup Jönu og Skúla fram. Ég tók Dísu með og við sungum fyrir brúðhjónin. Var mjög gaman.
Kl. 11 á sunnudaginn komu svo pabbi og Salvör og sóttu mig og við fórum og fengum okkur súpu í brauði á Svarta kaffi. Yndisleg súpa eins og alltaf. Þau skutluðu mér síðan á flugvöllin þar sem ég tók 14 flugið til akureyrar. Var mjög gott að koma heim eins og vanalega.
Ég er náttulega með geðveikt samviskubit yfir að mæta ekki í vinnuna, enda af þeim 12 virku dögum sem ég hef verið í vinnu þá er ég búin að vera veik í 5 eða 6 daga. Ekki beint mest spennandi byrjun á starfsferlinum. En það er víst lítið við því að gera.
Ása Björg pestagemlingur
Fór um síðustu helgi til Rvíkur. Lonni kom og sótti mig á völlinn og við rúntuðum aðeins, fórum að hitta pabba hennar og fórum síðan í búð og elduðum hjá henni og Baldri. Örn Aron bróðir hennar var líka hjá henni og við horfðum á Idolið, að sjálfsögðu. Svo keyrði Lonni mér til Dísu og Hilmars, þar sem ég gisti eins og vanalega. Þar var partý í gangi og endaði með því að öll hersingin fór á pöbbarölt, líka Ása. Daginn eftir fór brúðkaup Jönu og Skúla fram. Ég tók Dísu með og við sungum fyrir brúðhjónin. Var mjög gaman.
Kl. 11 á sunnudaginn komu svo pabbi og Salvör og sóttu mig og við fórum og fengum okkur súpu í brauði á Svarta kaffi. Yndisleg súpa eins og alltaf. Þau skutluðu mér síðan á flugvöllin þar sem ég tók 14 flugið til akureyrar. Var mjög gott að koma heim eins og vanalega.
Ég er náttulega með geðveikt samviskubit yfir að mæta ekki í vinnuna, enda af þeim 12 virku dögum sem ég hef verið í vinnu þá er ég búin að vera veik í 5 eða 6 daga. Ekki beint mest spennandi byrjun á starfsferlinum. En það er víst lítið við því að gera.
Ása Björg pestagemlingur