þriðjudagur, mars 21, 2006

Munaður sem aðeins veitist vinnandi fólki!

Sælt veri fólkið,

Fannst kominn tími á smá update frá mér enda hefur ekki heyrst frá mér frá því að ég sagði frá vinnunni minni.
Well í dag er dagur sem ég er að upplifa einn þann munað sem fylgir að vera vinnandi kona, ég er veik heima. Ef ég væri ekki í vinnu, þá væri ég bara veik punktur. En nei, ég er veik heima og reyndar ekki í fyrsta skipti frá því ég byrjaði að vinna heldur í annað sinn. Ég varð nefnilega veik á þriðja degi og varða að fara heim enda í svitakófi og svimakasti og óglatt og læti. Mætti síðan á laugardaginn og var alveg ágæt. Fór síðan í vinnuna í gær og var alveg ágæt en fór síðan að fá ýmis einkenni kvefs auk mikils hausverks. Í morgun þegar ég vaknaði var ég með hálsbólgu og hálfgert kvef og hausverk. Hálsbólgan hefur hins vegar með ótrúlegum hætti látið sig hverfa núna þegar klukkan er 14:26 árdegis meðan hausverkurinn situr sem fastast.

En nóg af veikindum mínum. Vinnan er ágæt, en vinnutíminn er í lengra lagi. Vinn frá kl. 8 til 18 með klst. í mat. Verð nú líka að viðurkenna að ég upplifði mig í einhverju 3ja heims ríki þegar ég gerði mér grein fyrir uppsetningu á vörunúmerum auk ýmiss annars sem tíðkast hjá Húsasmiðjunni. Þetta er vægast sagt sjokk eftir hreinræktarstefnu þá sem rekin er í Pennannum. Ég er held ég enn í sjokki. En kallarnir 3 sem ég vinn með eru yndælismenn og engu um þá að kvarta. Veit samt ekki alveg með þessa vinnu. Verð að gefa þessu aðeins meiri tíma áður en ég fer að lýsa yfir einhverjum æsingi á annan hvorn veginn. En það kannski segir ýmislegt líka.

Ása