laugardagur, nóvember 02, 2002
Jæja, þá er maður vaknaður. Tilbúin að takast á við daginn. Búin að henda ektamanninum í vinnuna og er að fara að byrja að taka til!
Verð með svolítið matarboð í kvöld, var búin að bjóða hæstvirtum félögum mínum í ÁDÍ [Áfengis- og drykkjuvinafélag Íslands] að snæða með mér. Er þó reyndar búin að elda, stóð sveitt yfir pottunum til kl. að verða 12 í gærkveldi (eins gott að einhver fái samviskubit!) þannig að allt og sumt sem þarf að gera fyrir mat er að setja pottinn á helluna og leyfa því að sjóða í 1-2 tíma, ó já og að hita brauðið. Ég sé fram á góðar stundir framundan.
Það er náttulega týpískt að meira en eitt sé í gangi í einu. Dísa vinkona var líka að bjóða mér á Halloween partý í kvöld. Það fyndnasta er nú að þær ætla að fara sem blómálfar og það vill svo skemmtilega til að ég á einmitt minn eigin blómálfabúning sem einmitt ÁDÍ félagar ættu að muna eftir, sælla minninga. Það er aldrei að vita nema maður skelli sér í múnderinguna og fari að heilla fólk um allann bæ!
Ætla nú að fara að drífa mig í þrifin,
vona að þið eigið góðann dag og helgi,
Agurione,
Ace of the space
Verð með svolítið matarboð í kvöld, var búin að bjóða hæstvirtum félögum mínum í ÁDÍ [Áfengis- og drykkjuvinafélag Íslands] að snæða með mér. Er þó reyndar búin að elda, stóð sveitt yfir pottunum til kl. að verða 12 í gærkveldi (eins gott að einhver fái samviskubit!) þannig að allt og sumt sem þarf að gera fyrir mat er að setja pottinn á helluna og leyfa því að sjóða í 1-2 tíma, ó já og að hita brauðið. Ég sé fram á góðar stundir framundan.
Það er náttulega týpískt að meira en eitt sé í gangi í einu. Dísa vinkona var líka að bjóða mér á Halloween partý í kvöld. Það fyndnasta er nú að þær ætla að fara sem blómálfar og það vill svo skemmtilega til að ég á einmitt minn eigin blómálfabúning sem einmitt ÁDÍ félagar ættu að muna eftir, sælla minninga. Það er aldrei að vita nema maður skelli sér í múnderinguna og fari að heilla fólk um allann bæ!
Ætla nú að fara að drífa mig í þrifin,
vona að þið eigið góðann dag og helgi,
Agurione,
Ace of the space