mánudagur, nóvember 01, 2004

another day, another... day

jæja...
enn ein helgin liðin og ása aðeins að djamma.
Fór aðeins að djamma á föstudag (komin heim kl. 5) og aðeins að djamma á laugardaginn (heim kl. 6:30).

Aðeins föndrað á sunnudagsmorgun, ætla ekki að segja meira af því hér... þið verðið bara að panta viðtal.

Fór út bæði kvöldin með frænku. Var ekkert smá gaman á laugardag því þá hittum við nokkrar vinkonur frænku og vorum að dansa á Viktor og eins og þið kannski vitið þá þoli ég frekar illa þegar fólk þarf að dansa með alla skanka úti lemjandi mann og annann.
Þið hafið held ég flest séð skíðadansinn minn....!
Ef ekki þá vitið þið ekki af hverju þið eruð að missa. Bjóðið mér bara einhvern tíman út að dansa og ég skal með glöðu deila honum með ykkur.
En alla vega já við vorum s.s. 6 stelpur saman að dansa og það var verið að hrinda hinum svona til og frá þannig að ég skipti við þær um stað af og til og tók til við að skíða í gríð og erg. Og ótrúlegt nokk, eftir smá stund þá gerðist það alltaf þegar ég skipti um stað við einhvern að ég fékk engin olnbogaskot. lol Var samt svolítið svekkt því ég var komin í þvílíkt skíðastuð. En fékk ekki útrás.

Seinasta vika var ekkert spes, nema að því leyti að hún leið afskaplega fljótt.

Nú eru 6 vikur í lundúnarferð mín og frænku, vorum að skoða á netinu um helgina hvað við þurfum að skoða og gera. Ákváðum eftirfarandi: Fara á Darwin Center, Madam Tussaud's, skoðunarferð á Thames og svo á tónleika í Wembley Arena á The Darkness verður örugglega hevý gaman.

jæja, held að það sé ekki meira í bili.

hasta la vista, baby

ása