mánudagur, nóvember 28, 2005

'Asa i London

Eg finn ekki ut hvernig a ad komast a messanger a thessari tolvu tannig ad eg akvad at skrifa bara. Dagurinn i dag var frekar threittur. Var einhver eldur a nedanjardarlestarstodinni sem eg atti ad fara a til ad komast a hostelid. Eftir ferdir fram og tilbaka i 1 og 1/2 klst komst eg loksins a leidarenda. Var samt ofbodslega threytt baedi vegna thess ad eg svaf litid sem ekkert i nott og lika af thvi ad draga thessi 29 kg min a eftir mer. Sem betur fer var fullt af mjog vingjarnlegu folki i undergroundinu sem hjalpadi mer ad fara med toskurnar upp og nidur troppurnar. Eg aetla aldrei ad ferdast med svona mikid aftur. Hefdi att ad senda megnid af thessu heim i posti. Gott ad vera vitur eftir'a. Hostelid er svo sem ekkert til ad hropa hurra yfir. Er soldid skitugt.. en eg aetla svo sem ekki ad vera ad borda mikid af golfinu thannig ad eg laet mer thetta duga. Tad er alla vega hreint a rummunum. Eg er alveg ad drepast ur threytu og buin ad leggja mig tvisvar i dag. Verd bara ofbodslega active a morgun. Eg er nuna ordin klst. a undan. Faerdi mig aftur um 2 klst vid komu til englands.

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Það eru allir að verða vitlausir...

... eða erum við bara rétt að fatta þetta núna?


You Are 60% Weird

You're so weird, you think you're *totally* normal. Right?
But you wig out even the biggest of circus freaks!

laugardagur, nóvember 26, 2005

Helvítis hríslan..

Jæja, fórum ekki að sjá þegar kveikt var í hríslunni. Vorum búnar að versla frá okkur allt vit. Löbbuðum reyndar upp að kirkjunni, en vorum frekar snemma í því og nenntum ekki að bíða í klukkutíma eftir eftir kyndlagöngunni og íkveikjunni.
Ætlun að fara á morgun og sjá tréið upplýst. Nú er ég að komast á seinasta séns hérna í Kongsberg enda ætla ég að fara héðan á mánudag. Þarf að taka lestina héðan kl. 5 á mánudagsmorgun. Hlakka til að takast á við næsta áfanga ferðarinnar, enda þýðir það að ég er einu skrefi nær heimkomunni. Er samt voða ánægð með þessar seinustu 6 vikur og hefði ekki viljað hafa þetta öðruvísi... svona eftir á að hyggja.
En að jólagjöfum.. er s.s. búin að kaupa jólagjafir handa uppáhalds frænkum mínum tveimur þeim Mörtu og Ísabellu og uppáhaldsfrænda mínum honum Kormáki. Svo var líka búið að kaupa afmælis- og jólagjöf handa nýjustu uppáhaldsfrænku minni Snædísi Evu í Englandi en hún á einmitt afmæli núna 9. desember og verður þá eins árs.

Verð aðeins að minnast á Junior Grand Prix sem er söngvakeppni barna og unglinga í evrópu sem er verið að sýna í Norska rískissjónvarpinu akkurat núna. Hún Malin litla er að taka þátt fyrir hönd Noregs. Var verið að sýna þátt 'Malins sang' núna rétt fyrir útsendingu af því hvað hún Malin (9 ára) er búin að gera frá því að hún sigraði undankeppnina hérna í Noregi í júní eða júlí. Hún s.s. samdi lagið 'Sommer og skolafri' alveg ein (líklegt) og er þvílíkt númer núna. Nema snúum okkur að 'Malins sang'. Hún er s.s. búin að koma við á hverju einast elliheimili og krummaskurði í Noregi á síðustu mánuðum. Verð að viðurkenna eftir þessa stuttu viðkynningu þá er ég alveg búin að fá nóg af þessu blessaða lagi.
En keppnin er s.s. byrjuð og nú er Grikkland búið að flytja sitt framlag, Nicolai (ca 11 ára) frá Danmörku rappaði sig í gegnum sitt framlag og blikkað svo í lokin alger sjarmör. Og nú er það Slóvenía. Held við ætlum ekki að horfa á mikið meira. lol Magnað samt að Ísland taki ekki þátt... Ohh, jæja kannski næst.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Allt að verða klárt

Jæja,
Þá er allt að verða klárt fyrir ferðina til Englands. Er búin að panta mér gistingu og er búin að vera að leita uppi allt það sem ég gæti farið, skoðað og gert í london. Ég ætla að gista hérna fyrstu 6 næturnar og svo hérna seinni 5 dagana þegar hún Ösp kemur. Verður örugglega fjör. Er búin að vera að finna ýmislegt að gera og fyrir þá sem eru að spá í London þá finnst mér þessi síða visitlondon.com vera ein sú besta sem ég hef fundið. Eins ef fólk er að leita að ódýru gistirými í London þá eru síður eins og studystay.com og eurocheapo.com/london mjög góðar og líta út fyrir að vera nokkuð traustar.

Það er náttulega ýmislegt hægt að bralla í London, og ekki síst núna þegar jólin nálgast þá eru náttulega jólaljósin út um allt og alltaf gaman að skoða þau, síðan eru líka jólamarkaðir og alls konar jólatónleikar og margir þeirra fríir. Ég held því að ég verði ekki í neinum vandræðum með að fylla daga mína af einhverju áhugaverðu.
Það er nóg að gera hjá Friðriki og Vigdísi, nóg að gera í vinnunni hjá þeim báðum, nýja au-pairin mætt á svæðið og gæti verið að amma væri að kíkja í heimsókn líka þannig að þau eru voða vinsæl þessa dagana. Ég ætla nú samt að sníkja eins og einn kvöldverð út hjá þeim, þó viðdvölin verði ekki lengri. Verður gott að sjá þau engu að síður.

Allt í einu þegar ég vaknaði áðan fór ég í geðveikt jólaskap. Fór að syngja í jólalög í huganum og þvílík gleði. Hlaut að koma að því, ákveðinn aðili sem búinn er að telja niður í jólin frá því það voru 80ogeitthvað dagar í þau, er búin að vera að tala um jólin í svipað langann tíma og það hlaut að koma að því að jólaandinn kæmi yfir mig. Það er líka verið að fara að kveikja í jólatrénu hérna í Kongsberg á laugardag og við ætlum að fara og horfa á það. Verður örugglega gaman. Á sama tíma er mig farið að hlakka til að koma heim og taka þátt í jólastuðinu þar. Verður samt tilbreyting frá því sem hefur verið þegar ég var að vinna dag og nótt nánast og kom rétt út til að anda þann 24.

Það er verið að skera og steikja laufabrauð á Hjarðarslóðinni á Dalvík í dag. Leiðinlegt að missa af því en það er alltaf næsta ár ;)

mánudagur, nóvember 21, 2005

Kom að því

.. að ég myndi gera upp hug minn hvenær ég ætla að koma heim. Hef ákveðið að ég kem ekki aftur heim! lol Nei, eiginlega ekki. Er alveg að kaupa hugmyndina um að koma heim sko og er að fara að breyta miðanum mínum á eftir. Ég ætla s.s. að koma heim 9. des. Hún Ösp frænka ætlar að koma út til að ná í mig til London og við ætlum að eyða nokkrum dögum þar saman. Verður örugglega geggjað. Fórum einmitt í svona London-fyrir-jólin ferð í fyrra og það var mjög gaman. Verður örugglega ekki verra núna þegar við vitum nokkurn vegin hvað við þurfum að gera aftur, og svo náttulega að finna fullt af spennandi nýjum hlutum.

Ég og Bryndís erum að fara í spa á eftir. Það er s.s. spa hérna á einu (eina?) hótelinu í Kongsberg og þangað ætlum við. Hún ætlar í svona aromatherepy og ég ætla í eitthvað ayurvedanudd sem á að losa um allar orkubrautir í líkamanum og læti. Vona bara að ég komi betri út úr þessu en ég fór inn. Við vorum einmitt að tala um hvað okkur fyndist svolítið ógnvekjandi að fara í eitthvað svona sem á að breyta eða bæta einhverar orkustöðvar eða brautir, ég meina hvað ég er ógeðslega stífluð og kem svo út og kemst að því að allt lífið hefur verið keyrt hingað til á 70% í stað 100%? lol Ekki að ég haldi að það verði niðurstaðan. En það er svona ýmislegt sem maður veltir fyrir sér. Eða ætti ég að segja veltir sér upp úr?!

Þessi tími hérna í Kongsberg hefur verið mjög góður. Rólegur með svona intense sálgreiningu inn á mili. Það er ótrúlegt að segja það eftir 26 ár og 11 mánuði að ég held að ég hafi ekki þekkt systur mína. Það er að segja ég held að við höfum kannski þekkst þegar við vorum litlar, en í svo mörg ár höfum við ekki átt í skap saman þannig að flest okkar samskipti hafa verið svona yfirborðs að mestu. Ekki að það hafi eitthvað verið slæmt. En allt í einu núna virðumst við báðar vera á stað í lífinu þar sem við finnum einhvern samhljóm hver með annarri. Við erum nefnilega ótrúlega ólíkar systur og höfum alltaf verið. En ég held að ákvörðun mín um að koma hingað núna hafi ekki verið byggð á neinni dillu. Ég átti að koma hingað núna, því núna erum við báðar tilbúnar til að heyra hvað hin hefur að segja, sem við vægast sagt höfum ekki hingað til. Það er gott að eiga systur, og hefur alltaf verið, en það er enn betra að eiga systur sem maður þekkir.
Það er nefnilega svo satt sem sagt er að maður velur sér vini en ekki fjölskyldu, og ég held að við Bryndís höfum báðar hingað til verið sammála um að ef við værum ekki systur þá hefðum við aldrei orðið vinkonur, við erum bara alltof ólíkar og við erum alltof líkar. Það er erfitt að umgangast fólk sem hefur að bera sömu ókosti og maður sjálfur.

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Dýrt er það drottins orðið...

.. eða í þessu tilfelli klippingin sem ég fór í í dag. En fyrir hana borgaði ég sléttar 450 NOK. Soldið dýrt. Ég setti líka myndir inn á síðuna mína af mér nýklipptri. Vinsamlegast segið ykkar skoðun, ég er enn að gera upp hug minn. Þetta var samt mögnuð reynsla að fara í klippingu í 'útlöndum'. Gaman að bera saman mismunandi klippistíla. Hérna gengur þetta s.s. út á, af reynslu minni að dæma, að mæla allt eftir auganu, og mikið gert fríhendis og er þá skærunum skellt inní hárið með óreglulegu millibili og úlnliðurinn hreyfður fram og aftur. En ég ætla nú að gefa þessu sjens þar til eftir fyrsta þvott. Verður yfirleitt allt öðruvísi eftir fyrsta þvott.

Ég gerði nú annað í dag líka, við fórum í búðina. Elduðum chili con carne (eftir minni), Þorri bróðir hans Styrmis kom í heimsókn og mat. Ég og Bryndís fórum á kaffihús, ég drakk cider og hún kaffi. Komum heim og horfðum svo á eina mynd. Nú sit ég hérna og blogga og tala við sveppinn minn á msn.

Ég er búin að panta mér far til London 28. nóv. Nú þarf ég að fara að hafa upp á fólkinu sem ég þekki í UK og panta mér tíma til að hitta það. Svo að sjá til eftir það hvenær ég ætla að koma heim. En það styttist í það með hverjum degi.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Fannst þetta fyndið!



Viðskiptajöfur


Þú ert nýjungagjörn, yfirveguð félagsvera.

Það fyrsta sem viðskiptajöfurinn hugsaði þegar Ólafur og Dorrit trúlofuðust var hvaða áhrif það myndi hafa á gengi íslensku krónunnar. Honum finnst Donald Trump vera svalur... líka peningaklemmur. Hann ætlar, er, var eða vildi að hann hefði verið í Versló - en ekki söngleiknum.



Viðskiptajöfurinn tekur ákvarðanir með heilanum en ekki hjartanu og þarf að hugsa sig um þegar einhver spyr hann: "Peningana eða lífið!?" Hann hefur stáltaugar og getur lagt allt undir og í framtíðinni verður viðskiptajöfurinn annað hvort moldríkur - eða staurblankur.



Það er toppurinn að vera í teinóttu.


Hvaða tröll ert þú?

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Jamm

Lífið er ljúft, ég sef til kl. 11 á morgnanna. Fer í sturtu, klæði mig, fæ mér að borða og les.

Í dag fór ég síðan og hitti Bryndísi þegar hún var búin að vinna og við löbbuðum í asíubúðina. Þar keyptum við svartar baunir, nýrnabaunir og sveppi.
Fórum síðan heim og Styrmir eldaði kjúkling og grænmeti, með geðveikri sveppasósu. Og svo í eftirrétt var smoothie. Síðan var kveikt upp í arninum og nú snarkar viðurinn og huggó.

Við systurnar erum að plana spa dag á föstudag eða laugadag. Ég ætla að fara í Ayurveda nudd og hún í aromatherpie. Svo ætlum við báðar í andlitshreinsun. Verðum flottar-i eftir þetta.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Kongsberg

Jæja,
Hér á undan (fyrir neðan) er bloggið sem ég skrifaði þegar ég var búin að ákveða að fara frá Cannes, fyrir þá sem hafa áhuga.

Ég er að njóta lífsins hérna í Kongsberg. Vaknaði kl. 11 í gær, dundaði mér við að setja í þvottavél, eldaði mér omelettu (þvílík sæla), fór í sturtu og á netið. Fór síðan í göngutúr um bæinn. Fann miðbæinn og kringlunna. Labbaði síðan niður með ánni, kom við í búðinni og síðan heim. Bryndís og Styrmir komu síðan heim og elduðu svínakótelettur og sætar kartöflur og það var bragð af matnum. Ég var hæstánægð.

Í morgun vaknaði ég kl. 10:45, fór í sturtu og eldaði mér omelettu, vaskaði upp. Hleypti Rán út, tvisvar, og sit nú við tölvuna og hamra og bíð eftir að kl. verði 2 en þá ætla ég að labba í vinnuna hennar Bryndísar og 'sækja' hana. Tekur ca. hálftíma að labba þangað. Það er fallegt veðrið hérna, en soldið kalt og örlítið rok. Ætti að vera hressandi að fara í göngutúr. Ég er enn að ákvðea hvenær ég ætla að fara til englands og hvað ég ætla að gera þar, en ég veit alla vega að ég fer til þeirra Frikka, Vigdísar og Snædísar. Ætla líka að hitta hana Völu annað hvort í Cardiff eða London. Svo býst ég við að ég komi heim. Nema einhver ætli að hitta mig í London!?

Blogg frá 10.10 ÁKVÖRÐUNIN

10.10

Jæja góðir hálsar, það er ýmislegt búið að gerast frá því ég skrifaði síðast. Skólinn hefur gengið vel og veðrið hefur verið gott. Ég hef verið að hugleiða lífið, tilveruna og allt það undanfarna daga. Ég er búin að komast að eftirfarandi niðurstöðu. Ég ætla að yfirgefa Cannes.
Ok, ok, ok. Ég heyri ykkur úr hinum og þessum landshornum hvá yfir þessu. Leyfið mér því að útskýra. Ég lá uppi í rúminu mínu á þriðjudaginn að hugleiða [sjá byrjun texta!] og allt í einu skaut einni hugsun í kollinn á mér. Af hverju er ég hérna? Ég varð vægast sagt undrandi yfir að hafa hugsað þetta en leyfði mér að halda þessari hugleiðingu áfram. Ég gerði mér allt í einu grein fyrir því að ég hef ekki hugmynd um afhverju ég er hér. Ég veit afhverju ég fór frá Íslandi, en afhverju er ég enn HÉRNA? Ég er ekki með heimþrá og kysi helst að koma ekki heim alveg strax, en hvað er ég að gera í Cannes. Skólinn er ágætur og ég kann vel við mig, en ég gæti verið hvar sem er annars staðar. Ég fór því að hugsa hvað ég vildi gera ef ég væri ekki hérna.
Ýmsar hugmyndir komu upp í huga minn. Ein af þeim, og mín uppáhalds, var að ég gæti farið og heimsótt Bryndísi í Noregi. Ég gæti líka farið til Englands og heimsótt Friðrik og Vigdísi, mér datt meirað segja í hug að kíkja til Völu í Cardiff. Og allt í einu fattaði ég að ég gæti gert þetta. Allt þetta eða eitthvað allt annað. Það eina sem hindrar mig er mitt eigið ímyndunarafl. Ég hef því tekið þá ákvörðun að ég mun ekki vera hérna í Cannes í mánuð í viðbót. Og reyndar ætla ég að reyna að finna flug héðan um helgina. Þá ætla ég til Noregs til Bryndísar, sem mér hefur ekki tekist að heimsækja í þau 2 ár sem hún hefur búið þar, og þar sem hún kemur ekki heim um jólin þetta árið þá verður þetta eins og litlu jólin hjá okkur.
Ég veit að einhverjum ykkar gæti fundist þetta vitleysa í mér, en þið verðið bara að eiga það við ykkur sjálf. Ég held ég sé búin að skoða þetta mál frá þeim hliðum sem skipta mig máli og þetta er niðurstaðan. Það er ótrúlegt hvað maður hefur alltaf áhyggjur af því hvað öðrum finnst og hvað aðrir halda. Ég geri það alla vega. Ég var meirað segja að íhuga að vera hérna 2 vikur í viðbót bara svo enginn myndi segja neitt við mig. Svo ákvað ég að gera það ekki. Lífð er of stutt til að lifa eftir því sem maður heldur að aðrir séu að hugsa um eða fyrir mann. Ég veit ekki hvort einhver á eftir að líta á þessa ákvörðun mína sem auðvelda undankomuleið. Ég held hins vegar ekki. Auðveldast væri fyrir mig að vera hérna.
Ég held ég sé bara búin að fá út úr þessari dvöl minni hérna það sem ég þurfti að fá, eða eins mikið og ég get fengið hérna. Nú er mál að komast að því hvort ég er tilbúin að takast á við lífið eftir 'limbó' því lífið hérna í Cannes er ekki beinlínis í tengslum við raunveruleikann. Ég ætla því að leggja land undir fót og ætla að byrja í Noregi. Síðan fer ég til englands í lengri eða skemmri tíma. Ég ætla bara að spá í það eftir helgina. Mér liggur ekkert á. Ég geri hins vegar ráð fyrir að koma heim í desember, hugsanlega aðeins fyrr en ég ætlaði upphaflega.
Auðvitað er fullt af ástæðum fyrir því að ég er að fara héðan, en engin þeirra ef meiðandi eða sár. Ég held bara að ég sé tilbúin að takast á við hvað sem kemur næst.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Heja Norge

Jæja, þá er maður mættur til frænda okkar norðmanna. Lenti í Oslo kl. 23:50. Á flugvellinum beið systir mín og mágur, þau komu á bíl. Nú er búið að búa um IKEA-beddann og Rán (kisa) er búin að hnusa af öllum töskunum mínum og prufa beddann, ég fékk ok á þetta allt.

En ætla að fara í háttinn. Skrifa meira síðar, nú þegar ég get farið á netið hvenær sem ég vil.

Ása

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Flugvöllurinn í Nice er Harlem

Ég ráðlegg öllum sem ferðast um flugvöllinn á Nice að vera við það búin. Þið getið lítið keypt hérna nema þið séuð milljónerar. 4 rándýrar búðir, 1 sjoppa sem selur samlokur á uppsprengdu verði 5€ fyrir 1 skitna samloku. Phuff. Er frekar sloppy. Ég myndi skammast mín ef þessi flugvöllur væri á Íslandi. Ég ætla ekki að tala um klósettin!

Skrifa meira þegar ég kem til Bryndísar.

Kveðja,
Ása Björg

föstudagur, nóvember 11, 2005

Farvel France

Jaeja bornin min blid og sma,

Nu eru tad storar frettir. Eg aetla ad yfirgefa france.

Veit ad margir verda hissa en eg er buin ad akveda mig og var ad panta mer mida til Oslo rett adan. Eg er nefnilega ekki alveg tilbuin ad koma heim. Eg er buin ad skrifa blogg tar sem eg utskyri tetta en tad er a tolvunni heima og eg er nidri i bae a netkaffi. Tad er ekkert serstakt sem kom upp a, mer lidur ekkert illa og tetta er ekkert storslys. Mig bara langar ekki ad vera herna lengur.

Eg mun reyna ad koma herna og utskyra betur tegar eg kemst til bryndisar, en vitid bara ad mer lidur vel go hlakka til ad hitta systur mina. Er svo med eina eda tvaer hugmyndir um hvad eg aetla ad gera tegar eg fer fra Bryndisi. En meira um tad sidar!

Kvedja,
Asa

mánudagur, nóvember 07, 2005

1 til 7. nóv

7.11

Hér sit ég úti í garði og pikka á tölvuna mína, enn einu sinni þegar ég ætla að fara í Cyberdromið eru 'báðar' fartölvutengingarnar uppteknar!! Alveg magnað fyrirbæri þetta Cyberdrome. Dagurinn í dag er ekki svo góður. Ég horfði á bíómynd til kl. 1 í gærkvöldi og ætlaði síðan að fara að sofa. Ég veit ekki hvað klukkan var nákvæmlega þegar ég sofnaði loksins en mig grunar að hún hafi verið um hálf fjögur. Er alla vega illa sofin og úrill og búin að vera í allann dag. Það er samt búið að vera gott veður hérna í dag og hitinn fór sjálfsagt upp í 25°C ( bara svona til að spæla ykkur heima!) Ég fékk þá rellu í hausinn í tímanum mínum eftir hádegi að mig langaði ekkert að læra frönsku. Veit ekki alveg hvert sú hugsun mun leiða mig en við sjáum til hvort þetta líður ekki hjá! Er eitthvað aum og lítil í mér og langar bara heim. Ætla að sjá til hvort ég get ekki fengið almennilegan svefn í nótt og hvort viðhorf mitt verði ekki betra á morgun. Er að hlusta á Sælgætisgerðina ef einhver man eftir henni, sælla minninga. Er að gera mitt best til að fá liðið hérna til að fíla íslenskt. Lét spila Mugison á barnum í gær og fólk fílaði það alveg. Er jafnvel að spá í hvort ég gæti ekki fengið mér vinnu við að fara á milli svona skóla og kynna íslenska tónlist. Væri sjálfsagt ekki mikill peningur í því en ég gæti kannski fengið frítt húsnæði og mat út á það. Annars veit ég ekki afhverju mér datt þetta í hug, enda langar mig bara heim núna. Hefur kannski eitthvað með það að gera að eitt af því sem hélt fyrir mér vöku í gær var tilhugsunin um að ég ætti ekkert heimili. Ekki það ég veit að ég er ekki á götunni. En... ÉG á ekkert heimili! Sama hvert ég fer þá verð ég ekki heima hjá mér! Þið skiljið, eða alla vega ekki til að byrja með. Tekur tíma að koma sér fyrir á nýjum stað og gera hann að sínum eigin. Myndin af Laufvanginum sat föst í huga mér, allt tómt og ekkert sem bar þess vitni að ég hefði nokkurn tíma verið þar. Ótrúlegt hvað skilgreinir mann.

6.11
Jæja, ekki búin að skrifa í nokkra dag. Lífið hérna í Cannes er komið í fastann farveg og dagarnir líða einn af öðrum. Mér líður vel og er sátt. Er búin að eyða tíma mínum í lestur og hangs og líkar það vel. Í dag fórum við, Jeanna, Alexandra, Christopher og ég, til Nice og fórum á Nýlistasafnið. Þar er núna sýning með verkum eftir Robert Rauchenberg. Áhugaverð sýning en ég hef því miður lítinn smekk fyrir ýmsum formum nýlistar. Mér likaði best við ljósmyndirnar hans. Einnig voru á ýmis verk eftir nútíma listamenn, mikið af amerískri list. Það voru mjög áhugverð verk eftir Niki De Saint Phalle, Yves Klein, Roberto Malaval auk hóps sem var starfræktur á árunum 1965-1980 undir nafninu Ecole de Nice [Skólinn í Nice]. Var ýmislegt áhugavert frá þeim hóp. Á heimleiðinni fann ég líka skó!!! Loksins, kostuðu aðeins 15€. Ég er búin að taka myndir og ætla að setja inn. Allt er orðið mér myndefni, er að reyna að gera frekar of mikið en of lítið af því að taka myndir. En ég hins vegar gleymdi að taka myndavélina með mér á listasafnið! Týpískt ég. Annars er eitthvað lítið að frétta. Ég keypti og las Harry Potter and the half-blood prince. Mjög sorglegt. Er líka búin að finna mér nýjan höfund, Christopher Rice (sonur Anne Rice sem skrifaði Vampire Chronicles). Var að klára The Snow Garden, mjög góð bók og spennandi.
Á morgun 7. nóvember verður komið 1 ár frá því ég og sveppurinn minn hittumst fyrst. Ótrúlegt hvað getur margt breyst á einu ári.

1.11

Þá er nóvember hafinn. Einungis rúmar 6 vikur eftir. Lol, fyndið að tala svona enda hef ég bara verið hérna í rúmar 2. En það er ótrúlegt hvernig tíminn líður hérna. Það var ótrúlega rólegt hérna á heimavistinni í dag, enda flestir að sofa af sér syndir gærdagsins. Ég hins vegar fór á fætur rétt fyrir 11, fór í sturtu, klæddi mig og fór í brunch. Tók mig síðan til rétt eftir 12 og labbaði í bæinn. Það var ýmislegt opið, þrátt fyrir að í dag sé almennur frídagur. Alla vega nóg af búðum sem ég gat eytt peningum í. Keypti mér 2 nærfatasett og 2 æfingabuxur. Skemmtilegast við þetta var þó að ég verslaði mér æfingarbuxurnar í Zöru, sem er í fyrsta skipti sem mér tekst að finna eitthvað sem passar á mig þar. Þær voru reyndar alltof síðar en Ása útsjónasama var að sjálfsögðu með ferðasaumasettið sitt með sér og ég sat því hér og föndraðist við að klippa neðan af báðum buxunum sem littlu samfallanlegu skærunum mínum. Mig vantar reyndar tvinna til að ég geti faldað þær en ég get alveg notað þær svona þangað til ég verð mér út um tvinna.
Það var gott veður hérna, enn einn daginn. Það var nú reyndar eitthvað að þykjast ætla að rigna þegar ég labbaði heim rétt eftir 3 en það varð ekkert úr því.

Enn einn furðulegur kvöldmaturinn leit ljós í kvöld. Í kvöld var boðið upp á Toulouse Cassarole. Mitt ráð til þín ef þú sérð þetta einhvers staðar á matseðli: Ekki panta þetta! Pottrétturinn samanstóð af eftirfarandi: bökuðum baunum, pylsum (ekki svona rauðar eins og við þekkjum heldur eitthvað líkara bratwurst), nokkrar sneiðar af einhverri medisterpylsu og 2 lamba(held ég frekar en nauta-)skankar. Það sló þögn á salinn þegar þessu var skellt á borðin, og undrunar og hryllingssvipurinn á fólki sagði allt sem segja þurfti. Baunirnar voru ágætar. En þessi seinasta kvöldmáltíð hefur sannfært mig algerlega að ég þarf að sækja um 1/2 pension hérna á vistinni, s.s. bara morgunmat og hádegismat, ekki kvöldmat. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér og ég hef ekkert með það að gera að borða 2 heitar máltíðir, sérstaklega þegar hvorug þeirra er að mínu skapi. Ég get þá frekar bara keypt mér eitthvað grænmeti og etið eða farið út einhver kvöld. Ég get bara ekki meira af þessum mat.
Ég er að reyna að æsa fólk í að fara með mér eitthvert í næstu viku þegar enn einn frídagurinn er á föstudag 11. nóvember. Það væri svo tilvalið að leggja af stað á fimmtudagseftirmiðdegi eftir tíma og taka lest eitthvert annað hvort innan Frakklands eða til Ítalíu. Ég væri meir en til í að kíkja til Parísar, Flórens, Rómar eða Feneyja. Væri samt ekki eins skemmtilegt að þurfa að fara ein, en ég geri það ef enginn vill fara með mér. Enda ætla ég ekki að eyða 3ja daga helgi hérna á heimavistinni.
Ég er orðin uppiskroppa með lesefni og ætla að fara af alvöru að leita uppi bókabúðir. Hingað til hef ég fundið 1 bókabúð og hún seldi einungis bækur á frönsku! Mig vantar eitthvað á ensku. Ætla samt að snuðra hérna hvort einhver er ekki með eitthvað með sér enda er hér slatti af ameríkönum... spurningin er hins vegar hvort eitthvað af þeim lesi sér til dægrastyttingar.