mánudagur, maí 31, 2004

Dagur...2!?

Ok, ok.

Þið getið hætt að skamma mig fyrir að skrifa ekki neitt. Ég hef bara ekki verið í stuði. Einhvern vegin hægðist bara á öllum ákafanum og ég hef ekki nennt að koma nálægt tölvunni eftir að heim er komið á kvöldin.
Ég hef hins vegar verið á fullu í magadansinum 2 kvöld í viku og ég verð að segja að þetta er da bom. Ekkert smá gaman, enda ætla ég að halda áfram á framhaldsnámskeiðið núna í júní. Ég fíla mig reyndar enn eins og fíll í postulínsbúð en ég er að ná hreyfingunum þó að tæknin og liðleikinn leave something to be desired. Aðallega er þetta samt bara alveg æðislega skemmtilegt, enda hef ég ekki átt mér alvöru áhugmál frá því að ég hætti í kórnum. Hef saknað þess alveg ógulega svo að maður tali ekki um hvað það gerir manni gott að fara eitthvert annað en beint heim nokkur kvöld í viku.

Því miður hefur ekki gerst mikið í íbúðinni. Við erum öll búin að vera svo uppteking af vinnu og áhugamálum. En stefnan hefur verið sett á mánaðarmótin ágúst-september með að setja á sölu þannig að við þurfum að fara að drífa okkur að taka til hendinni.

Ég fer norður um næstu helgi, en þá verður verslunarstjórafundur. Sem er reyndar helv... gaman. Var alla vega seinast. Gistum á gistiheimili í miðbænum og höfðum það bara gaman. Við vorum líka búin að tala um að hafa grillveislu núna heima hjá Siggu (sp?) og það verður öruggt partý ársins. Ég á von á að sjá samtarfsmenn mína fara hamförum, enda allt of sjaldan sem að við getum skemmt okkur saman.

Ég og pabbi fórum í gær í góða veðrinu og villtumst um Öskjuhlíðina í 1 og 1/2 tíma í 20° hita, var alveg geðveikt. Vona bara að við fáum fleiri svona æðislega daga í sumar.

Þetta eru svona helstu high lights af lífi mínu síðasta mánuðinn, ég þakka þeim sem lásu.

peace out,
ása

miðvikudagur, maí 05, 2004

Dagur 1

Kæra dagbók,

Í dag er dagur númer 1.

Afhverju?
Jú, af því að í gær seldi ég bílinn minn. Þar með var tekið fyrsta skrefið í áætluninni 'Voyager à la France deux mille et cinq' eða 'Ferðast til Frakklands 2005' eins og ég kýs að kalla það.

Næsta skref í áætluninni er að selja íbúðina en við þurfum ýmislegt að gera í henni áður en við setjum á sölu. En við stefnum á að setja á sölu í haust.

Ég skal, ég skal, ég skal, ég skal, ég skal, ég skal búa svo um hnútana að ég komist út á næsta ári. Ég er búin að segja nánast öllum sem ég þekki frá þessu í þeirri von að ef ég virðist vera að guggna á þessu fái ég ekki bara eitt spark í rassinn heldur svona tuttugu. Ég veit að fólk mun ekki bregðast mér jafnvel þó ég sé ekki alveg viss um sjálfa mig.

Ég var samt að gera mér grein fyrir því að ég hef aldrei virkilega staðið á eigin fótum. Ég skal viðurkenna að ég fékk smá kvíðahnút í magann þegar ég fattaði það, en hann entist í svona 2 mínútur. Ég meina það er ekki eins og ég geti ekki séð um mig sjálfa!?
Ég er nú þegar að ala upp ungling, reka heimili, reka verslun og svo er ég að fá kvíðahnút í magann yfir því að þurfa að sjá um sjálfa mig, come on. Það er bara brenglun.

Ég hlakka núna bara til að sjá um sjálfa mig. Þurfa ekki að bera ábyrgð neinu eða neinum nema sjálfri mér... hmm... leyfðu mér að hugsa... ó mæ god... það gæti jafnvel verið einfaldara en það líf sem ég lifi í dag.

Ég fór í mat til Sverris á fimmtudaginn, ofsalega góður matur hjá honum. Hann vígði eldavélina sína og svona fyrir mig. Við settum líka upp bloggsíðu ÁDÍ Bindindi er böl en við áttum eftir að senda út póst til að geta skráð fólk inn svo að við getum hafist handa. En þetta er allt að koma.

Í kvöld ætla ég að kíkja í magadans með Dísu, verður örugglega æðislega gaman. Svo liggur helgin vel fyrir manni, er með nóg af útistandandi tilboðum, t.d. vídeókvöld, bíó, afmæli svo eitthvað sé nefnt. Auk þess sem ég þarf nauðsynlega að fara að komast í klippingu.

Svo næstu helgi eftir það er það þrítugsafmæli hjá henni Erlu og svo auðvitað Eurovision á laugardeginum. Það verður örugglega dúndur.

En held að ég ætli að láta hér staðar numið, enda í vinnunni og þarf víst að þykjast vinna eitthvað svo ekki komist upp um mig! lol eða þannig.

Ása

E.s. fékk komment undirskrifað s p hver er það? Svar óskast!