fimmtudagur, október 16, 2003

The Matrix

Horfði á Matrix reloaded í gær ekkert smá góð,

held samt að ég hafi steikst eitthvað við þetta því mig dreymdi svo skrítinn draum núna í morgunsárið.

Ég er ekki vön að draumar mínir fylgji ákveðinni tímaröð, þ.e. ég er ekki vön á fá samhengi í hlutina, en í morgun var ég í opnunarteiti á nýju skrifstofunni minni. Þetta var ótrúlegt ég var s.s. að taka við nýju starfi hjá sama fyrirtæki og ég vinn hjá í dag (í alvöru). Þarna var allt þetta fólk sem ég þekki héðan og þaðan úr fyrirtækinu auk annars fólks sem ég þekki ekki, en þegar ég hugsa um það var enginn úr fjölskyldu minni eða nánustu vinum sem var þar. En þetta var mjög grand partý og þetta húsnæði sem nýja skrifstofan mín var í var leigt sérstaklega fyrir mig og 2 aðstoðarmenn/ritara mína, ný húsgögn og mjög hátt til lofts. Ég átti í starfinu að herja á nýja markaði en fyrirtækið hafði áður farið. Á meðan teitinu fór fram var ég að stofna sambönd og spjalla við fólk, m.a. man ég eftir að hafa spurt hvort staðsetningin væri góð á skrifstofunni í ljósi þess að ég væri svona nálægt keppinautnum auk 2 útibúa fyrirtækisins. Þá birtist allt í einu fyrrverandi yfirmaður minn, sem vinnur nú hjá keppinautnum, og sagði að nei þetta væri einmitt kjörin staðsetning í ljósi þess að ég væri að uppfylla einhverja þörf sem aðrir gætu ekki. Ég man líka að ég sat með 2 "vinum" mínum og við kveiktum í fína litla filofaxinu mínu því að ég vissi að ég þyrfti að fá mér miklu stærra filofax til að koma fyrir öllu sem ég þurfti að nóta hjá mér í dagatalið. Veislan hélt áfram lengi og allir voru mjög ánægðir með þetta og sáu þvílík tækifæri í þessu.

Ég veit ekki hvað þetta þýðir en ég er ekki viss um að þetta þýði vinnubreytingu, ef það þýðir það þá er það allavega einhver meiri breyting en ég hef gert undanfarið því þeir draumar sem vissu fyrir því voru allir "sannir" þ.e. mig dreymdi það eins og það gerðist, andrúmsloftið var allt öðruvísi og það var aldrei "talað" í þeim draumum, ég vissi bara.

Alla vega er að fara í vinnuna núna, aldrei að vita hvað hvað dagurinn ber í skauti sér,

en allavega fínt að byrja daginn á góðu partýi!

leiter,

sunnudagur, október 05, 2003

hmmm

well sælt veri fólkið,

var fín helgi, sérlega í ljós þess hvernig vikan var með talningu og allt. Svo ég afgreiði talninguna þá skiluðu þessar löngu nætur og streð sér í þokkalegri talningu. Fæ samt ekki loka niðurstöðu fyrr en í næstu viku, en allt bendir til að þetta hafi verið svona skólabókadæmi. Hefði samt mátt ganga aðeins fyrr fyrir sig. En svo lengi lærir, sem lifir. og ég veit að næst þá rúlla ég þessu upp! lol

Fór í æðislegt partý til dý og zpinnu systur hennar, þemað var rautt og það var svo djammað fram á rauðann morgun, bolla í boði hússins og nóg af henni. Alveg brilliant.

Missti reyndar af ÁDÍ djammi á föstudag vegna undirbúnings fyrir rauða djammið og fattaði núna í dag að ég lét ekki svo lítið sem að láta vita af mér. Vona að fólk haldi ekki að ég sé í fýlu. Er samt svolítið sár yfir að fá ekki að vera með þeim í vetur. En það er bara kórsins loss að hafa mig ekki, eins stórskemmtileg og ég er annars.

ætla núna að fara og stofna reikning í einhverju forriti svo ég geti talað við hana bibbu í norge, það verður frekar fínt að geta talað svona án takmarkana, þó ég viðurkenni reyndar að ég hef ekki verið dugleg að hafa samband, en ég er líka bara búin að vera svona soldið eitthvað fúl á móti núna (lesist: það sem af er ári!) og ég finn hvernig myrkrið dregur úr mér þessa litlu orku sem ég þó hafði. Ætla samt að reyna að telja í mig kjark.

Fer á þriðjudag í rannsókn hjá ÍE ætla leggja þyngd mína í vogarskál þeirra sem leita að fitugeninu. Mæget spennende.

spas senere,