þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Hlaut að koma að því

Jæja dýrin mín stór og smá.

Það hlaut að koma að því að hún sneri til baka, lélegasti bloggari íslands mættur til starfa.

Er búin að vera að drepast úr sjálfhverfu og smá skammdegisþunglyndi og hef ekki haft neitt sérstaklega uppörvandi eða skemmtilegt að segja.
Ekki að ég ætli að vera eitthvað sérstaklega skemmtileg og uppörvandi núna en samt...

Er svo sem allt og ekkert búið að vera í gangi. Fyrir þá sem ekki vita þá hef ég verið að deita dreifbýlissvepp sem er reyndar að fara að flýja þéttbýlið um næstu helgi. Ómögulegt að vita hvað tekur við, veit ekki hvernig svona long-distance sambönd ganga en eins og sakir standa held ég að við ætlum alla vega að reyna það. Ég er alla vega frekar skotin, þó að ég viðurkenni að hann sé frekar tregur í taumi. Ótrúlegt að nokkur skuli geta staðist mig en að sama skapi þá var það nefnilega nákvæmlega það sem ég var að leita að.

Vinnan er við það sama, samt komin örlítil þreyta og mig langar ofboðslega að fara að gera eitthvað annað. Það eina sem heldur mér gangandi þessa dagana er vissan um að utanlandsferð bíður mín í haust. Er alveg að klepra ef satt skal segja.

Er byrjuð í heilsuátaki, gengur nokkuð vel. Mætti 5 sinnum í síðustu viku og mætti síðan í gærkvöldi og aftur í morgun. Gengur nokkuð vel og er loks að gera þetta af réttum ástæðum.

nóg í bili,

ása