fimmtudagur, mars 30, 2006

Þvílíki munaðurinn!

Ég hefði átt að gera meira grín af því að ég var veik í síðustu viku. Ég er nefnilega veik heima. Er búin að vera heima frá því á þriðjudag og geri ekki endilega ráð fyrir að mæta í vinnu á morgun. Er s.s. komin með flensu. Þetta er svona 5 stjörnu flensa, allt innifalið. Byrjaði með hálsbólgu, sleni og örlitlum beinverkjum og hefur síðan þróast undanfarna daga yfir í gríðarlega spennandi kvefpest sem ég er sem betur fer aðeins farin að sjá framm úr enda er farið að ganga upp úr mér. Geðveikt!

Fór um síðustu helgi til Rvíkur. Lonni kom og sótti mig á völlinn og við rúntuðum aðeins, fórum að hitta pabba hennar og fórum síðan í búð og elduðum hjá henni og Baldri. Örn Aron bróðir hennar var líka hjá henni og við horfðum á Idolið, að sjálfsögðu. Svo keyrði Lonni mér til Dísu og Hilmars, þar sem ég gisti eins og vanalega. Þar var partý í gangi og endaði með því að öll hersingin fór á pöbbarölt, líka Ása. Daginn eftir fór brúðkaup Jönu og Skúla fram. Ég tók Dísu með og við sungum fyrir brúðhjónin. Var mjög gaman.
Kl. 11 á sunnudaginn komu svo pabbi og Salvör og sóttu mig og við fórum og fengum okkur súpu í brauði á Svarta kaffi. Yndisleg súpa eins og alltaf. Þau skutluðu mér síðan á flugvöllin þar sem ég tók 14 flugið til akureyrar. Var mjög gott að koma heim eins og vanalega.

Ég er náttulega með geðveikt samviskubit yfir að mæta ekki í vinnuna, enda af þeim 12 virku dögum sem ég hef verið í vinnu þá er ég búin að vera veik í 5 eða 6 daga. Ekki beint mest spennandi byrjun á starfsferlinum. En það er víst lítið við því að gera.

Ása Björg pestagemlingur

þriðjudagur, mars 21, 2006

Munaður sem aðeins veitist vinnandi fólki!

Sælt veri fólkið,

Fannst kominn tími á smá update frá mér enda hefur ekki heyrst frá mér frá því að ég sagði frá vinnunni minni.
Well í dag er dagur sem ég er að upplifa einn þann munað sem fylgir að vera vinnandi kona, ég er veik heima. Ef ég væri ekki í vinnu, þá væri ég bara veik punktur. En nei, ég er veik heima og reyndar ekki í fyrsta skipti frá því ég byrjaði að vinna heldur í annað sinn. Ég varð nefnilega veik á þriðja degi og varða að fara heim enda í svitakófi og svimakasti og óglatt og læti. Mætti síðan á laugardaginn og var alveg ágæt. Fór síðan í vinnuna í gær og var alveg ágæt en fór síðan að fá ýmis einkenni kvefs auk mikils hausverks. Í morgun þegar ég vaknaði var ég með hálsbólgu og hálfgert kvef og hausverk. Hálsbólgan hefur hins vegar með ótrúlegum hætti látið sig hverfa núna þegar klukkan er 14:26 árdegis meðan hausverkurinn situr sem fastast.

En nóg af veikindum mínum. Vinnan er ágæt, en vinnutíminn er í lengra lagi. Vinn frá kl. 8 til 18 með klst. í mat. Verð nú líka að viðurkenna að ég upplifði mig í einhverju 3ja heims ríki þegar ég gerði mér grein fyrir uppsetningu á vörunúmerum auk ýmiss annars sem tíðkast hjá Húsasmiðjunni. Þetta er vægast sagt sjokk eftir hreinræktarstefnu þá sem rekin er í Pennannum. Ég er held ég enn í sjokki. En kallarnir 3 sem ég vinn með eru yndælismenn og engu um þá að kvarta. Veit samt ekki alveg með þessa vinnu. Verð að gefa þessu aðeins meiri tíma áður en ég fer að lýsa yfir einhverjum æsingi á annan hvorn veginn. En það kannski segir ýmislegt líka.

Ása

mánudagur, mars 13, 2006

Jamm


IMG_0483, originally uploaded by Ása Björg.

Jæja börnin mín blíð og smá. Ég er búin að þekkja vinnuna í Húsasmiðjunni á Dalvík. Ég gat ekki beðið eftir svari frá Miðlun, enda eru þeir að auglýsa starfið sem ég sóttu um og verð ég því að álykta að ég hafi ekki heillað þá upp úr skónum. Að því sögðu þá er ég ekki búin að fá neitun frá þeim, en eins og svo oft kemur fyrir mig þá var ég sett í pressu með að svara í húsó og ég gat ekki sagt nei, með það í huga að ég fengi ekki hina vinnuna. Þá væri ég enn og aftur komin á byrjunarreit. Ég verð þá bara að taka á því ef þeir hafa samband frá Miðlun.

Svo að atvinnulausir dagar mínir eru að verða taldir í bili. Ég er svona bæði kvíðin og spennt. Það er ótrúlega þægilegt að vera engum háður og geta farið og komið eins og maður vill. Það er verra með peningahliðina samt! lol

Fékk alveg frábæra emila í dag, báðir frá ÁDÍ-ingum, annar þar sem var spurt hvað væri að gera fyrstu helgina í apríl og hvort væri stemming til að fara til Parísar. Síðan kom annar póstur frá Lullu ÁDÍ-ingi í Noregi hvort væri stemming fyrir ÁDÍ ferð til oslo aðra helgina í júní en hún er einmitt að fara að verja doktorsritgerð sína í Lyfjafræði. Ekki leiðinlegir kostir en ég veit ekki hvort maður er í aðstöðu til að fara, enda á ég ekkert sumarfrí! lol Kemur allt í ljós, væri svo sem ekki leiðinlegt að fara til Noregs enda er stutt frá Oslo til Kongsberg ;)

En alla vega hef ég störf mín fyrir Húsasmiðjuna á miðvikudag.

Ása Björg, vinnandi kona (alveg rétt bráðum)!

þriðjudagur, mars 07, 2006

La La Napoule


IMG_0219, originally uploaded by Ása Björg.

Jæja,

Kannski kominn tími til að blogga smá. Ætla að reyna að gera það í gegnum blogger.com en ef það gengur ekki þá fylgir einhver mynd með, þið vitið bara af því.

Ég hef einhvern vegin ekki haft neitt að segja undanfarið og því ekki nennt að hafa fyrir því að blogga. En nú loksins er kannski eitthvað að gerast.

Ég var s.s. í viðtali í dag fyrir ótrúlega spennandi starf. Það er inni á Akureyri. Þetta er starf sem myndi þjóna metnaði mínum, sem ég er búin að komast að að er harður húsbóndi. Ótrúlegt hvað hann getur stjórnað manni. Ýmsir kostir við þetta starf og jafnvel kostur að þetta myndi krefjast 6-8 vikna starfsþjálfunar í Reykjavík. Þannig að ef þið hafið 1-2 mínútur aukreitis þá megiði endilega senda jákvæða strauma til mín því mig langar virkilega í þetta starf.

Það er líka í farvatninu annað starf hérna á Dalvík. Ég er ekki búin að fá formlegt boð og ekki er alveg víst hvort þarf að auglýsa starfið eða ekki. Þetta starf stendur undir mörgum kröfum mínum sem ég fór af stað með. Þarna kæmist ég í tengsl við samfélagið og kynnist fólki. Ágætur vinnutími og sanngjörn laun. En... shit hvað ég væri til í hitt starfið.

Lífið á Karlsrauðatorgi gengur sinn vanagang. Það sem hefur kannski brotið þessa viku aðeins upp, fyrir utan viðtalið í dag, er að tengdamóðir mín er búin að vera veik frá því á föstudag. Hún er með skólagæsluna fyrir Dalvíkurskóla og einhver verður víst að hugsa um börnin, þannig að við skötuhjúin höfum staðið vaktina í Kofanum í gær og í dag. Það er gaman af þessum skinnum sem koma og þau eru ljúf og auðveld svona að mestu. Þetta er líka ágætis tilbreyting.

Ég var að gera mér grein fyrir því fyrir nokkrum dögum síðan að ég hef ekki unnið núna í að verða hálft ár! VÁÁÁÁ! Ég hætti s.s. hjá Pennannum í lok ágúst í fyrra. Og nú er kominn mars! En þetta er búinn að vera góður tími. Ég fór náttlega út í 2 mánuði og svona þannig að það er ekki eins og ég hafi verið bara að slæpast í allann þennann tíma en þetta er lengsti tími sem ég hef verið án atvinnu frá því ég lauk stúdentsprófi. Ég hef lengst hingað til verið atvinnulaus í 2 mánuði þegar ég hætti hjá John Lindsay og byrjaði hjá Pennannum.

Jæja, þá læt ég þetta duga í bili, kem með uppfærslu um leið og eitthvað bitastætt gerist, eða fyrr ef þetta dregst eitthvað. En ég á nú von á því að heyra af þessu fyrir helgi.

Ása vongóð