laugardagur, febrúar 22, 2003

Sit hérna alveg grútþreytt fyrir framan tölvuna, datt í hug að slengja inn smá slurk.
Hef ekki verið að fá neina hvíld alla vikuna þrátt fyrir að fara að sofa á skikkanlegum tíma, segir mér bara það eitt að eitthvað er í vændum, vona að það sé eitthvað gott.
Allt gott annars, góð vika sem slík og ekki allt búið enn! Það er þorrablót á morgun verður örugglega gaman, verst samt að það er á sama tíma og partýið hjá hrefnunni, en góðir hlutir gerast alltaf á sama tímanum. Ætla nú ekki að hafa þetta mikið lengra en...
Er búin að vera ógeðslega dugleg að lesa þessa vikuna, datt ofaná snilldarrithöfund Kay Hooper sem skrifar alveg gríðalega góðar spennusögur, fíla hana í botn. Ætla samt held ég að fara að sofa núna ekki lesa,

later,
ace

mánudagur, febrúar 17, 2003

Góðan mánudag öll sömul,

Þetta er alveg ágætur mánudagur skal ég segja ykkur. Er reyndar dálítið þreytt eftir helgina, fórum til Akureyrar skötuhjúin að kíkja á tengdó. Alveg ágætisferð. Fórum af stað á föstudagskvöldi og náðum að vera á milli lægða alla leið. Var reyndar dálítið hvasst. Áttum síðan góðan stundir með vinum og fjölskyldunni og lögðum síðan í hann í gærkveldi um 8 leytið, þá átti versta veðrið að vera afstaðið. Það stóðst líka, var allhvasst en ekkert að færðinni þ.e. þar til við komum í Borgarfjörð þá fór að rigna, élja, snjóa og svo kom slydda bara svona til að toppa þetta. Færðin var frekar slæm þegar komið var út úr borgarnesi og munaði minnstu að við færum út af á einu tímabili en þar komu Mamas and the Papas til hjálpar, var nefnilega að syngja til að róa mig niður og get ég sagt með stolti að þó að ýmislegt gengi á þá söng ég þarna Monday, Mondey alveg skammarlaust, þó að hjartað hafi reyndar tekið góða dýfu þarna á tímabili.
En allt er gott sem endar vel og við vorum komin heim rétt um 2 leytið. Þá fórum við bara beint í bólið og ég skal segja ykkur það að ég hefði alveg þegið að sofa aðeins lengur...kannski svona 5 mínútur, þið skiljið. lol

Syngjandi sæl og glöð,
Ace in Space ;)

fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Jæja dýrin mín stór og smá,

Það hlaut að koma að því að hún sneri aftur stúlka. Er búin að vera alveg arfa léleg við að blogga hérna, en ætla nú að fara að taka mig á.
Finn það hvað maður er allur að lifna við nú þegar sér orðið fyrir endann á þessum vetri og vorið er byrjað að syngja í æðunum. Ok ég veit að það er ennþá dimmt og kalt og allt það en bara tilhugsunin um að nú styttist í vorið er nóg fyrir mig.
Það er búið að vera mikið að gera í vinnunni og ég er búin að vera ógeðslega dugleg. Svo dugleg meirað segja að ég gaf mér frí í dag og á morgun.

It's good to be king! ;)

Eins gengur allt vel hjá mér og jóla, erum enn skotin og finnst það fínt. Við áttum meirað segja 9 mánaða afmæli 4. febrúar. Þetta er næstum komið ár, who guessed?
Ég er að berjast við kvef akkurat núna, elska að vera stífluð og hnerra og hnerra og hnerra, ætla að reyna að framlengja þessu eins lengi og ég get...not. Það er líka alveg merkilegt hvað hárið á manni lýsir vel innri líðan. Það nefnilega bregst ekki að ef ég er eitthvað slöpp og tussuleg þá er hárið á mér það líka. Sem betur fer á ég pantaða klippingu á morgun, held ég meiki ekki marga fleiri daga með þennann lubba.
En nú ætla ég að fara að garfa í einhverjum matreiðslubókum og reyna að elda eitthvað mannsæmandi handa fjölskyldunni í kvöld. Aðeins að reyna að dekstra við þau elskurnar. Prufaði reyndar á sunnudaginn "austurlenskan fermingarpottrétt" upp úr bókinni sem við fengum í jólagjöf 'Hristist fyrir notkun' snilldarbók og mjög góður réttur, prufaði einmitt nokkur hráefni sem ég hef aldrei notað í eldamennsku áður eins og mango chutney og niðursoðnar paprikur, er ekki frá því að í mér leynist ævintýrakokkur sem virðist vera að reka nefið út undan fellingunum.

En þar til við heyrumst næst,
lifið heil

Aromat