mánudagur, júlí 14, 2003

Jæja orðin dágóður tími síðan ég setti eitthvað inn hérna, kanski maður ætti að byrja á að snerta á þeim flötum sem ég sagði frá í síðasta bloggi.

Kötturinn komst blessunarlega til skila og er kominn úr landi og unir hag sínum vel þar eftir sem ég kemst næst.

Volvoinn komst á götuna er reyndar eitthvað aðeins bilaður núna, dodgeinn er enn ekki ökufær og ef þið vituð um einhvern sem vantar fínann jeppa á sangjörnu verði látið mig endilega vita!!

Ég ákvað að ég væri ekki manneskja til að skrifa undir álagi og ákvað því að taka ekki tilboði breska útgáfuhússins. Það koma tækifæri eftir þetta.


Nýtt? Well, ég er búin að vera í frí og hef gert allt það sem mig langaði til að gera sem var nákvæmlega ekki neitt, og ég hef notið hverrar mínútu!

Fer reyndar aftur að vinna í þessari viku en það er allt í lagi, á enn eftir nóg af dögum til að sníka mér í langa helgi hér og þar.

jæja ætla að taka aðeins til,

see ya
ace