sunnudagur, ágúst 24, 2003

New and improved...

ace

hér er ég annann daginn í röð að blogga, þetta gæti orðið að vana, vonandi. náði loksins að laga þetta með íslensku stafina, ótrúlega einfalt, hlaut eitthvað að vera, hélt að svona forrit væru idiot proof en ég hef komist að því að svo er ekki, þurfti að fá litlu systur til að kenna mér að setja íslenska stafi.

fór í vinnuna um hádegi, ekkert að gera. vona að betur gangi á morgun.

hey það er útborgunardagur á föstudaginn!

stóra systir í norge á líka afmæli 27. ágúst, það fer pakki af stað á morgun. Vona að hann skili sér í tíma. veit hún fyrirgefur samt ef það næst ekki.
í hvert sinn sem ég kem hérna inn lofa ég og lofa að ég ætli að vera dugleg að blogga og síðan....

tja síðan ekki neitt!

En nú lofa ég.... nei annars í þetta sinn ætla ég ekki að lofa neinu, ætla bara að koma þegar andinn kemur yfir mig.

Kíkti út á lífið með frænku í kvöld, ákváðum að kikka aðeins á lífið. þræddum staðina og komumst að því að við erum orðinar of gamlar til að þola næturlífið án áfengis. þetta er allt eitthvað svo kliskjukennt. Sama tónlistin heyrist á dansgólfunum og var þegar maður var svona in my prime og hún hefur því miður ekkert batnað... eða ég kannski orðin of næm fyrir svona has beens. Veit ekki hvort. Enn verið að spila wake me up before you go go og ég bara gat ekki að því gert að ég hugsaði með mér að ég hefði betur eytt kvöldinu heima fyrir framan ríkiskassann að horfa á l.a. confidential. en jæja maður missir alltaf af einhverju.
Svo er bara að fara að vinna á morgun um hádegi og bara takast á við vikuna sem er að koma.
það er útborgunardagur á föstudaginn...svona ef einhver var í vafa. eitthvað svo sorglegt við að bíða í 3 vikur eftir útborgun sem maður veit að endist ekki nema u.þ.b. viku, en maður er þó allavega búin að borga reikningana og er ekki í vanskilum. stendur sig alveg stórkostulega í þessu og í hverjum mánuði á bankinn aðeins minna í manni. samt svo gott sem veðsett upp í topp. skrítið að hægt sé að veðsetja sjálfan sig sem slíka, bara brosa nógu breitt framan í þjónustufulltrúann og allir þínir draumar geta ræst.


Vann ekki 16 milljónir í lottó og er svolítið sár. en jæja kannski bara næst.

allaveg búin að ákveða að fá mér vel að drekka áður en ég reyni næst að kíkja á næturlífið, held það hjálpi að vera aðeins sljóari en maður er að jafnaði til að njóta reynslunnar til fullnustu.

peace,
Ace