laugardagur, mars 05, 2005

Nýtt útlit

Sæl,

Nú er komið nýtt útlit á síðuna mína, er frekar sátt. Litla systir enn og aftur að sýna snilli sína á þessu sviði. Nú er bara að sjá hvort nýtt útlit verður til þess að ég verði duglegri að mæta til að deila dögunum mínum með ykkur.

Það sem er í gangi þessar stundir er nú ekki mikið í gangi en sveppurinn er s.s. komin í dreifbýlishimnaríkið sitt og er vel sáttur. Og þá er ég sátt. Mér skilst að ég megi koma og máta viðveru mína í himnaríki um páskana, jafnvel, og ég bíð bara spennt :)

Ég er enn í einhverjum vinnubömmer og er alveg að missa það finnst mér. Er samt að reyna að halda mér gangandi fram til páska en þá fer ég í 10 daga frí. Get ekki beðið, sérlega þar sem eitthvað af þessum 10 dögum verða með sveppinum. Mér skilst nú samt að einhver spilamennska verði í gangi um páskana þannig að kannski fæ ég að sjá hann berja bumburnar.

Fór í gær í Loftkastalann á stykki sem heitir Ég er ekki hommi. Gunnar Helgason, Friðrik Friðriksson og einhver annar. Var svo sem allt í lagi, myndi samt ekki mæla neitt sérstaklega með því. Voru frekar ódýrir hommabrandara og verið að reyna að ganga fram af manni. Veit eiginlega ekki afhverju er verið að flytja svona inn, (Er eftir einhvern útlending) held að við ættum að frekar að gera betur við innlenda höfunda sem hafa kannski eitthvað að segja!?

Svo á morgun ætla ég að sjá Open source með Íslenska dansflokknum, hlakka ekkert smá til. Skrifa kannski smá rýni um það líka.

Heyrumst síðar.

ása