laugardagur, maí 07, 2005

Sveitasælan

Komið sæl elsku vinir,

Ég er hérna í sveitasælunni með sveppinum. Komst ódýrt til Dalvíkur og nýtti mér það. Kom hérna á miðvikudagskvöldið og fer heim á mánudagskvöld.
Veitir ekki af fríinu enda er ýmislegt framundan.

Það helsta sem á daga mína hefur drifið undanfarið er að ég er búin að segja upp vinnunni minni. Jeiii. Er s.s. búin að taka skrefið sem ekki verður aftur tekið. Mun hætta 1. ágúst. Ætla síðan að taka mér svona ca. mánuði í eitthvað dútl áður en ég fer út og ætla að vera úti í 2-3 mánuði. Fer eftir aðstæðum.

Ég er ekki búin að vera dugleg í ræktinni og hef reyndar ekki farið núna sjálfsagt í mánuð. En ég ætla að fara að taka mér tak og dúndra mér af stað. Enda finnst mér þetta orðið bara gaman.

Íbúðin er ekki enn komin á sölu en það vonandi gerist á næstu dögum. Hefur dregist allt of lengi en það er allt að fara að gerast.

Hef ekki mikið annað að segja í bili. Ekki í neinu svona bloggstuði þannig að þetta verður að duga.

Kveðja,
Ása Björg