miðvikudagur, ágúst 24, 2005

hmmm

jæja,
veit ekki hvort nokkur nennir lengur að kíkja á bloggið mitt, enda langt á milli færslna.

En það er svo sem ýmislegt búið að vera í gangi. Ég er formlega atvinnulaus frá og með deginum í dag. Get engum um kennt nema sjálfri mér enda sagði ég upp. Ég á ennþá íbúð sem ég vildi gjarnan losna við en það hefur ekki gengið upp heldur, get svo sem engum um kennt nema sjálfri mér enda var ég ekki nógu agressív við að ýta á pabba og við settum alltof seint á sölu.

Ætla samt að reyna að líta á þetta með jákvæðum augum. Ég er alla vega ekki háð neinu um leið og ég sel íbúðina. Ég hef núna ótakmarkaðann tíma til að fara í ræktina!

lol ok kannski svolítill pollýönnu leikur en maður gerir það sem maður getur.

Ætla að vera dugleg á morgun og þrífa íbúðina og kalla inn annann fasteignasala. Einhvern sem vill vinna fyrir laununum sínum, kannski!?

Bið ykkur vel að lifa,
ása