sunnudagur, október 27, 2002


Which Piercing are you?




Hver vissi, sú eina sem ég er búin að taka úr mér en hey, þetta var líka sú fyrsta sem ég fékk mér!!


Allavega. Er búin að vera að finna út hvernig ég ætti að setja inn íslenska stafi á þessa síðu. Eina leiðin sem ég fann út var að fara í Netscape og Composer skrifa textann þar og kópera yfir í template kóðann, en hey ef það virkar....!
Setti líka inn 3 tengla inn á bloggsíður vina og ættingja. Annars bara rólegur dagur. Vona að þið hafði átt góða helgi og séuð tilbúin að takast á við raunveruleikann þegar hann skellur á ykkur á morgun,


Þar til næst,
yðar einlæg

Space Ace
Ég er búin að komast að því, mér til mikillar ánægju, að það var ekki þörf á að kynna sér málið betur. This is it! Ég elska þessa síðu. Ég þarf bara að skrifa það sem ég hugsa og svo bara publish og voila, hugsanir mínar á netinu.

Ég hef nú ekki hugsað mér að vera neitt sérstaklega heimspekileg í umræðum mínum hérna en það er þó eitt mál sem er búið að vera mér hugleikið að undanförnu og það er einelti. Ég fékk senda grein sem Pálmi Gests var með á síðunni sinni og hef bara ekki getað hætt að hugsa um síðan. Fyrir þá sem ekki hafa lesið greinina bendi ég á eftirfarandi tengil www.palmi.is þetta er virkilega til að vekja mann til umhugsunar.
Nú ætla ég ekki að fara að væla hérna en ég get sagt ykkur að ég var þolandi eineltis, en það sem er jafnvel verra er að ég var gerandi einnig. Það er ljótt til þess að hugsa að manneskjur eins og ég sem eigum að vita betur, getum samt réttlætt fyrir okkur að fara eins með aðra manneskju. Það er erfitt að fyrirgefa sjálfum sér vitandi hvaða ör þetta skilur eftir á sálinni.

Gott er þó að vita til að það er til fólk eins og Stefán Karl Stefánsson. Hann ásamt öðru góðu fólki stendur fyrir stofnun samtaka, Regnbogabörn, til að vekja fólk til umhugsunar um einelti og hvaða afleiðingar það getur haft. Fylgist endilega með á www.regnbogaborn.is . Samtökin verða formlega stofnuð 9. nóvember.

Látið ykkur þetta mál endilega varða.

Friður sé með yður,
Ace at The Place
Jahérna, hverjum datt í hug að ég myndi hafa það af að setja upp svona síðu. En ég er loksins komin með ADSL, þannig að núna loksins nennir maður kannski að vera aðeins á netinu. Frekar en á 56K módeminu sem maður komst hvort eð er ekki inn á netið með. Ég veit nú ekki alveg hvað ég ætla mér með þessa síðu en það mun koma í ljós með tímanum. Þetta verður kannski til þess að vinir geti fylgst betur með manni, ef þeir hafa áhuga á annað borð! ;)
Jæja, ég ætla að láta þetta nægja í bili og fara aðeins að skoða þessa græju aðeins betur. Sjá svona almennilega hvað maður var að koma sér í!

Góðar stundir,

Ace in Space ( finally)