sunnudagur, september 28, 2003

eg vissi tad

að ég átti ekki að vera að lofa neinu með bloggið enda hefur það sýnt sig að ég hef greinilega ekki staðfestuna til að skrifa hérna reglulega.
Enda hefur svo sem ekki neitt mikilvægt verið í gangi, er bara á kafi í vinnunni talningin yfirvofandi um mánaðarmót og ég einhvern vegin 2 vikum á eftir áætlun og strikamerkjavélin bilaði og ég hef ekki verið nógu duglega að taka til og búa til hillumiða og ýmislegt sem ég veit að enginn sem ég þekki skilur eða er yfirleitt eitthvað annað en skítsama um! lol

Er byrjuð aftur í skólanum erum búin að fara yfir birgðahald og áætlunargerð voða gaman, en aftur verð ég að efast um að nokkur sem ég þekki hafi nokkurn áhuga á þessum efnum!

Ég er svolítið þreytt á konunum sem ég vinn með og ætla að fara að taka þær í sálfræðimeðferð. Ég veit ekki um aðra eins niðurrifsstarfsemi eins og þær fremja á sjálfum sér nánast daglega. ER samt eitthvað svo absúrd að ég rétt að verða 25 ára sé að kenna þeim 50-60 ára hvernig þær eiga að koma fram við sjálfa sig en... hvað getur maður gert? Ég get bara ekki þolað að fólk komi svona fram við sjálft sig, veit nefnilega svo vel af eigin reynslu að það bjargar engu að rakka sjálfan sig niður.

Hef oft hugsað um það afhverju ég er ekki löngu byrjuð að skrifa fyrstu sjálfshjálparbókina mína, ég virðist alltaf hafa ráð við hverju því sem er að hrjá fólk í kringum mig, ógeðslega væri gaman ef mér gengi eins vel að greina sjálfa mig!

skál,
og ég vona að ég lifi vikuna af, bara ekki búast við því að ég skrifi nokkuð hingað fyrr en í fyrsta lagi eftir næstu helgi!

þriðjudagur, september 16, 2003

jæja

... það er nú svo sem ekkert að frétta, bara eitthvað að fikta. Svaf ofboðslega yfir mig í morgun, dagurinn í raun ónýtur. Þarf að gera u.þ.b. milljón hluti fyrir mánaðarmót og talningu. Nennniki.

Vona að ég hressist um helgina, förum upp í bústað og skemmtum okkur ærlega.

Vona...

bæ í bili

sunnudagur, september 14, 2003

oooo

jæja, ég hef greinilega ekki komist inn í Mótettuna í þetta skiptið. Mér sýndist allavega á síðunni hennar soll soll að hún Emelía hafi komist inn og því er augljóst að fyrst ekki var haft samband við mig að ég komst ekki inn. Er samt svolítið spæld yfir því að fá að vita þetta með því að lesa þetta á blogginu hjá sollu. Finnst að það hefði alveg mátt hafa samband við mann þó ekki hefði verið til að segja takk en nei takk krafta þinna er ekki æskt að svo stöddu. Hann meira eða minna gaf það til kynna að haft yrði samband á hvorn veginn sem færi.

En on to bigger and better things.

Langar að benda öllum á afar áhugaverðann þátt sem verður sýndur á ríkinu á þriðjudaginn kemur um Líf með MS (Mutiple sclerosis). Þar veður hún Lonni vinkona mín í aðalhlutverki. Verður sýndur kl. 21:30 eða svo og sjáfsagt fjallað um þetta í Kastljósinu líka. Mjög góður þáttur fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta málefni frekar.


Ætla að hætta núna og fara í háttinn, er eitthvað fúl á móti og vona að fýlan verði búin að renna af mér í fyrramálið.

gúttí núttí,

miðvikudagur, september 10, 2003

og ég beið, og ég beið, og ég beið..

og beið..og beið..og beið..
og enn er ekki búið að hringja í mig frá Móttetukórnum þar sem ég sótti um að komast inn í síðustu viku. Ég verð bara að reyna að halda í vonina að Hörður sé svo desperat að fá mig að hann sé að gera hvað hann getur til að finna mér pláss...as if. Þó að ég hafi reyndar verið ógeðslega skemmtilega og fyndin í inntökuprófinu. Sagði meira að segja þegar hann var að fullvissa mig um að ég væri með mjög góða rödd og hún væri allavega ekki ástæða þess að ég kæmist ekki í kórinn ef að því kæmi þá sagði ég sko: " já ég hafði nú engar áhyggjur af því að ég væri ekki með nógu góða rödd! Hafði bara áhyggjur af því hvort þið hefðuð pláss fyrir mig!" Og svo brosti ég mínu blíðasta, vona bara að það hafi virkað.

Það var nóg að gera um seinustu helgi, fór í partý með DÝ á föstudag, svo verslunarstjórahitting og síðan í 3tugs afmæli til Viggu Rottu. Mjög gaman. Að ógleymdu 75 ára afmælinu hans afa. Það var rosalega fínt og hann svona hress líka.

Svo er bara vinnuferð á laugardaginn kemur, verður vonandi gaman, þemað er villta vestrið. Og svo helgina á eftir þá á hann jóli minn afmæli og við ætlum í bústað.
og helgina þar á eftir á DÝ afmæli þannig að það er engin lognmolla í kringum mig takk fyrir.

Að auki er nóg að gera í vinnunni, talning um næstu mánaðarmót og ég á mótþróa skeiðinu. Vona bara að ég fari að ná í skottið á sjálfri mér. Óþolandi þegar svona margt liggur fyrir og maður nennir ekki neinu af því. En ég ætla nú að taka mér tak á morgun og skella mér í slaginn við óreiðuna.

spyrjið að leikslokum því enginn veit hvernig þetta endar allt saman,


peace out

miðvikudagur, september 03, 2003

alveg...

æði hvað ég get verið bjartsýn, held alltaf að ég ætli að vera ógeðslega dugleg að blogga, gera mitt til að skrásetja þessa undarlegu nýju öld sem virðist ekki vera að færa okkur neitt af þeim tækniundrum sem allir bjuggust við "in the year two thousand" minnir mig einmitt á schetch sem ég sjá hjá Conan O'Brien helvítið fyndið man nú samt ekki alveg út á hvað hann gekk. En talandið um Conan þá er einmittt fyrrverandi sidekickið hans Andy Richter kominn með þátt á ríkinu. The world of Andy richter eða eitthvað svoleiðis þar sem hann leikur lífsþreyttan skrifstofu mann. Ótrúlega spennandi!

Er ekki búin að gera mikið af viti þessa vikuna, get kannski huggað mig við það að hún er bara hálfnuð en... ég reyni eftir fremsta megni að lifa ekki í sjálfsblekkingu (að undanskildu blogginu) og sé ekki með góðri samvisku að ég verði að gera neina stórkostlega hluti það sem eftir lifir viku frekar en það sem á undan er gengið

Verð að hætta núna, er að slæpast á miðjum degi og verð að fara að koma mér að gera það sem ég þarf að gera workwise.
Hey já ætla líka að kíkja í inntökupróf í mótettukórnum og vona að það komi sér vel að ég þekki u.þ.b. hálfann kórinn.

wish me luck