fimmtudagur, desember 11, 2003

já já og jæja

ég er búin að fá gagnrýni fyrir blótið í fyrra bloggi og ég bið þá afsökunar sem tóku þetta nærri sér, langaði bara að vera nasty svona einu sinni.

Það er svo sem ekki mikið að gera í pennalandi þennann daginn frekar en hinn, helst er það að frétta að í tilefni yfirvofandi afmælis hef ég ákveðið að hafa opið hús hjá mér laugardaginn 20. desember. Komi þeir sem vilja fagna þessum mílusteini (milestone) með mér.
Ég var að spá í að halda annað hvort partý eða kaffiboð en þar sem mér heyrist allir vera svo svaðalega uppteknir um þessar mundir, sem ég skil mjög vel, ákvað ég að ég skyldi bara auglýsa það að ég yrði heima þennann dag og þeir sem vilji koma séu velkomnir.
ég er nokkuð ánægð með þetta bara og vona að allir komi með stóra pakka! lol
Ok, þetta var reyndar djók en það væri voða gaman að hitta alla svona mitt í öllu brjálæðinu. Það verður nú reyndar ekkert geðveikt djamm á mér því ég þarf síðan að mæta til vinnu kl. 11 á sunnudeginum en svona er þetta bara, verð að fara að tala við þennann yfirmann minn með þetta vaktaplan; sjá síðast blogg!

En ég allavega vona að þið hafið það gott og komið öll til mín laugardaginn 20. des...með pakka (ók þreytt djók).

Lifið í ljósi ekki í fjósi!

Ace in the birthday mood.

miðvikudagur, desember 03, 2003

mmm mmm mmm mmm

ég ætla ekki að byrja á því að afsaka mig fyrir að koma ekki oftar hingað og blogga,

farið í rassgat!!!!! Mér er skítsama þótt ykkur þyki ég lélegur bloggari!!!

Það eru hvort eð er allir komnir með miklu flottara blogg en ég og ég kann ekki einu sinni að setja inn svona comment svo að þið getið sagt mér að fara í rassgat líka.

Er náttulega eins og alltaf á fullu í vinnunni, þarf að vinna alla sunnudag fram að jólum. Er frekar fúl... en þar sem ég samdi vinnuplanið sjálf þá get ég ekki annað en horft á sjálfa mig með vandlætingu í speglinum í hvert sinn sem ég fer á klósettið.

Er komin með jólakóratónleikaskammtinn, fór á útgáfutónleika Páls Óskars og Moniku um mánaðarmótin. Og svo í kvöld Kammerkór Hafnarfjarðar og Diddú.
Og það var sungið "Það aldin út er sprungið" þannig að jólin gætu komið á morgun mín vegna!

Er orðin svolítið þreytt og ætla að hætta núna en hey... farið í rassgat!!!

kveðja,
Ass in spassi