Langur tími, enginn sjór
Langt síðan síðast. Helgi 12 komin og farin, með tilheyrandi drykkjarlátum.
Menningarnótt var áhugaverð, enda tók ég þátt í Skáldati. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá hef ég aðeins fiktað við að semja ljóð. Og tók á honum stóra mínum og sendi inn ljóð og komst að. Vann reyndar ekki en þetta var hevý gaman. Í dómnefnd voru Svanhildur Óskarsdóttir bókmenntafræðingur, Sverrir Stormsker rugludallur og Erpur Eyvindar a.k.a. Blaz Rocka eða eitthvað svoleiðis.
Ég var ekkert smá stolt af mér að láta slag standa og aldrei að vita nema að maður kíkji kannski á eitt eða tvö ljóðakvöld og lesi eitthvað meira seinna.
Alla vega eftir Skáldatið, lá leiðin niður á höfn að horfa á flugeldana sem voru að vanda stórglæsilegir. Svo í partý til Kristínar í ÁDÍ, drakk bara lítið en varð alveg rugluð í hausnum og hætti að geta talað og fékk frænku til að skila mér heim eftir að við tjúttuðum aðeins. Svaf síðan fram eftir á sunnudaginn og svo fórum við nokkur úr ÁDÍ á Við fjöruborðið og fengum okkur humar. Slef, slef. Þeir sem ekki hafa enn farið, ekki hika, farið á morgun.
Ég er líka orðin svona skámóðursystir svona cirka 7° af Celsius, sjá Óskírður Lilju og Baldursson.
Búið að vera brjálað í vinnunni enda einn annasamasti tími ársins. Er samt að hægjast. Ætla að eiga rólega 13. helgi og jafnvel bara ekkert að fara út.... NB. ætla samt ekki að lofa neinu með það, hlutirnir virðast hafa lag á að poppa upp svona uforvarende hjá mér.
Held ég segji ekki meir í bili,
kíki aftur með meira seinna,
ása
Menningarnótt var áhugaverð, enda tók ég þátt í Skáldati. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá hef ég aðeins fiktað við að semja ljóð. Og tók á honum stóra mínum og sendi inn ljóð og komst að. Vann reyndar ekki en þetta var hevý gaman. Í dómnefnd voru Svanhildur Óskarsdóttir bókmenntafræðingur, Sverrir Stormsker rugludallur og Erpur Eyvindar a.k.a. Blaz Rocka eða eitthvað svoleiðis.
Ég var ekkert smá stolt af mér að láta slag standa og aldrei að vita nema að maður kíkji kannski á eitt eða tvö ljóðakvöld og lesi eitthvað meira seinna.
Alla vega eftir Skáldatið, lá leiðin niður á höfn að horfa á flugeldana sem voru að vanda stórglæsilegir. Svo í partý til Kristínar í ÁDÍ, drakk bara lítið en varð alveg rugluð í hausnum og hætti að geta talað og fékk frænku til að skila mér heim eftir að við tjúttuðum aðeins. Svaf síðan fram eftir á sunnudaginn og svo fórum við nokkur úr ÁDÍ á Við fjöruborðið og fengum okkur humar. Slef, slef. Þeir sem ekki hafa enn farið, ekki hika, farið á morgun.
Ég er líka orðin svona skámóðursystir svona cirka 7° af Celsius, sjá Óskírður Lilju og Baldursson.
Búið að vera brjálað í vinnunni enda einn annasamasti tími ársins. Er samt að hægjast. Ætla að eiga rólega 13. helgi og jafnvel bara ekkert að fara út.... NB. ætla samt ekki að lofa neinu með það, hlutirnir virðast hafa lag á að poppa upp svona uforvarende hjá mér.
Held ég segji ekki meir í bili,
kíki aftur með meira seinna,
ása