sunnudagur, apríl 10, 2005

Sjálfhverfa.

Jæja dýrin mín,

Ég er mætt, frekar fljótt ef mælt er við aðrar færslur.

Er í svolitlum hugleiðingum þessa dagana. Nú þegar allir draumar mínir virðast vera innan seilingar. Tja, eða svo gott sem.

Hef verið í sjálfsvorkunnarkasti þessa seinustu viku vegna framtaksleysis sjálrar mín og annarra. Vaknaði hins vegar í morgun og ein setning hefur verið að leika um huga minn í allann dag.

Það eina sem stendur milli mín og drauma minna er mitt eigið framtaksleysi.

Þetta er svolítið stórt að gera sér grein fyrir finnst mér. En að sama skapi jákvætt því þá get ég gert eitthvað í því. Mér virðist að oft þegar ég sé takmörk mín nálgast þá geri ég eitthvað til að hægja á mér. Þykist ekki vera tilbúin að takast á við hlutina og mikill tími fer oft í alls kyns óþarfa áhyggjur og frestanir.

Ég held að ég sé hrædd við að fá það sem ég á skilið. Og þá er ég ekki að tala um vondu hlutina, heldur þá góðu. Ég á voðalega bágt með að taka því þegar eitthvað gott og jákvætt gerist í mínu lífi. Ég efast um það og reyni oft að draga úr eða jafnvel eyðileggja fyrir sjálfri mér. Þetta er ekki gott og ég verð eitthvað að gera í þessu.

Hef verið að taka til annars staðar enn í sálinni minni þessa dagana og ýmislegt hefur komið upp á yfirborðið. Hlutir sem ég þarf að losa mig við og aðrir sem ég þarf að hafa fyrir augunum.

Eitt af því sem ég rakst á var bréf sem hann Sverri vinur minn skrifaði mér þegar hann var úti í Ástralíu 2001. Greinilegt að ýmislegt hefur gengið á milli okkar í bréfum. En það sem kannski stuðaði mig mest er að ég hef ekki heyrt almennilega í honum í alltof langann tíma. Og reyndar ekki í genginu heldur. Hefur einhvern vegin hist á þannig alltof oft að ég er eitthvað upptekin þegar ÁDÍ hittingar eru. Finnst það slæmt.

Ég þjást líka af sjálfhverfu. Þó hún sem slík sé ekki al slæm þá er hún ekki góð í stórum skömmtum. Ég er alltof oft tilbúin að sitja bara heima með sjálfri mér frekar enn að fara út og njóta þess að vera með vinum mínum. Sem er mikil synd því ég á yndislega vini sem bæta alltaf einhverju extra við daginn minn þegar ég hitti þau. Þetta er eitthvað sem ég þarf að bæta. Ég þarf að fara að hafa samband við fólk í stað þess að bíða eftir að það hafi samband við mig.

Ef þú ert einhver sem ég hef ekki heyrt eða séð í styttri eða lengri tíma, vittu þetta vinur að mér þykir vænt um þig og nýt þeirra stunda sem við eigum saman. Efastu ekki um að ég hugsa til þín við og við, og ætla að vera oftar í sambandi. Vonandi eigum við eftir að eiga margar góðar stundir framundan eins og við höfum sannarlega átt í fortíðinni.

Held ég ljúki þessu á þessum væmnu nótum.

Óska ykkur góðra daga.

Kveðja,
Ása

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Tja hérna sei, sei!

Jæja, þá er komið að enn einu 'return of the laziest blogger in the world' svo maður sletti nú á engilsaxneskunni. Fékk vinsamleg tilmæli frá sveppnum í gær að ég ætti annað hvort að skrifa eitthvað hérna eða bara hætta með síðuna. Mér finnst það nú svolítið drastískt en af því að ég veit að hann er bara spenntur fyrir að vita hvað ég ætla að segja um hann hérna þá tók ég þessu svona semi-alvarlega.

Það hefur s.s. ýmislegt á mína daga drifið frá því að ég bloggaði hérna síðast. En það sem kannski stendur upp úr eru páskarnir og seinasta vika, en þá einmitt fór mín í frí og hvert skyldi leiðin hafa legið annað en norður yfir heiðar. ;)
Enda sveppurinn viðurkenndur dreifari og frekar stoltur af því.

Ég s.s. fór að hitta krúttið mitt og kynna mér staðarhætti. Sjá svona hvort ég ætti eitthvað að vera að púkka upp á sveppinn frekar, enda hefur hann gert það alveg ljóst að þarna muni hann búa... og þar af leiðir að ef ég vil búa með honum (við erum að tala um dálítið fjarlæga framtíð hérna sko, er ekkert ákveðið) þá verður það þarna eða alls ekki.

Ég kom sjálfri mér all rækilega á óvart og fílaði þetta í botn. Hitti tengdó og sló þar í gegn, held ég alveg örugglega. Alla vega tókum við tengdó góðan rúnt um víkina þar sem mér var bent á öll hús sem voru til sölu auk þess sem gefið var upp áætlað söluverð. lol Fannst það frekar nett.

Líkaði mjög vel við alla sem ég kynntist. Fékk að sjá sveppinn á sviði loksins og svei mér ef ég skil ekki núna af hverju stelpur eru að eltast við svona hljómsveitagaura. ;)

Var alveg geggjað veður mestann tímann og ásann náði sér í smá lit alla vega á handleggina jafnvel þó að lappirnar séu enn eins og endurskinsmerki. Var sjálfsagt alveg upp undir 20 gráður á svölunum og þar sat ég eins og blóm í eggi með bókina mína þar til maðurinn kom heim úr vinnunni.

Við fórum líka á föstudaginn til systur hans og mágs í prýðis grillveislu, og svo var spilaður Popppunktur. Var skemmtilegt spil og ótrúlegt keppnisskap í fólki. Fórum síðan í bakaríð (s.s. pöbbinn á svæðinu) og tókum þar þátt í pöbbquiz sem reyndist hin ágætis skemmtun.

Ekki fer nú frekari sögum af skemmtanalífi í þessari ferð. En ég er alla vega búin að komast að því að það er sjálfsagt margt verra en að búa úti á landi og get jafnvel séð mig fyrir mér á einhverju svona plássi úti á landi. Svo fremi sem félagsskapurinn er góður þá kannski skiptir ekki svo miklu máli hvar maður er. Og svo væri líka alveg kjörið fyrir fólk að kíkja í heimsókn til mín á veturnar og fara á skíði og svona.

Lokaniðurstaða: Lífið út á landi sökkar ekki alveg eins mikið og viðkomandi bjóst við og jafnvel væri hægt að fórna sér á altari ástarinnar og flytja um landið þvert, ef það væri í boði!? lol

Kveðja,
Ása... tilvonandi dreifari.