Sjálfhverfa.
Jæja dýrin mín,
Ég er mætt, frekar fljótt ef mælt er við aðrar færslur.
Er í svolitlum hugleiðingum þessa dagana. Nú þegar allir draumar mínir virðast vera innan seilingar. Tja, eða svo gott sem.
Hef verið í sjálfsvorkunnarkasti þessa seinustu viku vegna framtaksleysis sjálrar mín og annarra. Vaknaði hins vegar í morgun og ein setning hefur verið að leika um huga minn í allann dag.
Það eina sem stendur milli mín og drauma minna er mitt eigið framtaksleysi.
Þetta er svolítið stórt að gera sér grein fyrir finnst mér. En að sama skapi jákvætt því þá get ég gert eitthvað í því. Mér virðist að oft þegar ég sé takmörk mín nálgast þá geri ég eitthvað til að hægja á mér. Þykist ekki vera tilbúin að takast á við hlutina og mikill tími fer oft í alls kyns óþarfa áhyggjur og frestanir.
Ég held að ég sé hrædd við að fá það sem ég á skilið. Og þá er ég ekki að tala um vondu hlutina, heldur þá góðu. Ég á voðalega bágt með að taka því þegar eitthvað gott og jákvætt gerist í mínu lífi. Ég efast um það og reyni oft að draga úr eða jafnvel eyðileggja fyrir sjálfri mér. Þetta er ekki gott og ég verð eitthvað að gera í þessu.
Hef verið að taka til annars staðar enn í sálinni minni þessa dagana og ýmislegt hefur komið upp á yfirborðið. Hlutir sem ég þarf að losa mig við og aðrir sem ég þarf að hafa fyrir augunum.
Eitt af því sem ég rakst á var bréf sem hann Sverri vinur minn skrifaði mér þegar hann var úti í Ástralíu 2001. Greinilegt að ýmislegt hefur gengið á milli okkar í bréfum. En það sem kannski stuðaði mig mest er að ég hef ekki heyrt almennilega í honum í alltof langann tíma. Og reyndar ekki í genginu heldur. Hefur einhvern vegin hist á þannig alltof oft að ég er eitthvað upptekin þegar ÁDÍ hittingar eru. Finnst það slæmt.
Ég þjást líka af sjálfhverfu. Þó hún sem slík sé ekki al slæm þá er hún ekki góð í stórum skömmtum. Ég er alltof oft tilbúin að sitja bara heima með sjálfri mér frekar enn að fara út og njóta þess að vera með vinum mínum. Sem er mikil synd því ég á yndislega vini sem bæta alltaf einhverju extra við daginn minn þegar ég hitti þau. Þetta er eitthvað sem ég þarf að bæta. Ég þarf að fara að hafa samband við fólk í stað þess að bíða eftir að það hafi samband við mig.
Ef þú ert einhver sem ég hef ekki heyrt eða séð í styttri eða lengri tíma, vittu þetta vinur að mér þykir vænt um þig og nýt þeirra stunda sem við eigum saman. Efastu ekki um að ég hugsa til þín við og við, og ætla að vera oftar í sambandi. Vonandi eigum við eftir að eiga margar góðar stundir framundan eins og við höfum sannarlega átt í fortíðinni.
Held ég ljúki þessu á þessum væmnu nótum.
Óska ykkur góðra daga.
Kveðja,
Ása
Ég er mætt, frekar fljótt ef mælt er við aðrar færslur.
Er í svolitlum hugleiðingum þessa dagana. Nú þegar allir draumar mínir virðast vera innan seilingar. Tja, eða svo gott sem.
Hef verið í sjálfsvorkunnarkasti þessa seinustu viku vegna framtaksleysis sjálrar mín og annarra. Vaknaði hins vegar í morgun og ein setning hefur verið að leika um huga minn í allann dag.
Það eina sem stendur milli mín og drauma minna er mitt eigið framtaksleysi.
Þetta er svolítið stórt að gera sér grein fyrir finnst mér. En að sama skapi jákvætt því þá get ég gert eitthvað í því. Mér virðist að oft þegar ég sé takmörk mín nálgast þá geri ég eitthvað til að hægja á mér. Þykist ekki vera tilbúin að takast á við hlutina og mikill tími fer oft í alls kyns óþarfa áhyggjur og frestanir.
Ég held að ég sé hrædd við að fá það sem ég á skilið. Og þá er ég ekki að tala um vondu hlutina, heldur þá góðu. Ég á voðalega bágt með að taka því þegar eitthvað gott og jákvætt gerist í mínu lífi. Ég efast um það og reyni oft að draga úr eða jafnvel eyðileggja fyrir sjálfri mér. Þetta er ekki gott og ég verð eitthvað að gera í þessu.
Hef verið að taka til annars staðar enn í sálinni minni þessa dagana og ýmislegt hefur komið upp á yfirborðið. Hlutir sem ég þarf að losa mig við og aðrir sem ég þarf að hafa fyrir augunum.
Eitt af því sem ég rakst á var bréf sem hann Sverri vinur minn skrifaði mér þegar hann var úti í Ástralíu 2001. Greinilegt að ýmislegt hefur gengið á milli okkar í bréfum. En það sem kannski stuðaði mig mest er að ég hef ekki heyrt almennilega í honum í alltof langann tíma. Og reyndar ekki í genginu heldur. Hefur einhvern vegin hist á þannig alltof oft að ég er eitthvað upptekin þegar ÁDÍ hittingar eru. Finnst það slæmt.
Ég þjást líka af sjálfhverfu. Þó hún sem slík sé ekki al slæm þá er hún ekki góð í stórum skömmtum. Ég er alltof oft tilbúin að sitja bara heima með sjálfri mér frekar enn að fara út og njóta þess að vera með vinum mínum. Sem er mikil synd því ég á yndislega vini sem bæta alltaf einhverju extra við daginn minn þegar ég hitti þau. Þetta er eitthvað sem ég þarf að bæta. Ég þarf að fara að hafa samband við fólk í stað þess að bíða eftir að það hafi samband við mig.
Ef þú ert einhver sem ég hef ekki heyrt eða séð í styttri eða lengri tíma, vittu þetta vinur að mér þykir vænt um þig og nýt þeirra stunda sem við eigum saman. Efastu ekki um að ég hugsa til þín við og við, og ætla að vera oftar í sambandi. Vonandi eigum við eftir að eiga margar góðar stundir framundan eins og við höfum sannarlega átt í fortíðinni.
Held ég ljúki þessu á þessum væmnu nótum.
Óska ykkur góðra daga.
Kveðja,
Ása