fimmtudagur, janúar 19, 2006

Já.is

Jæja,

Aldrei er maður ánægður. Fór eins og ég átti von á að mér var boðið starf hjá ja.is. Vandinn!? Jú, ég er líka að bíða eftir svari um annað starf sem er hérna á Dalvík og ég vildi helst af öllu vinna hérna. Bæði eru það leiðindi að þurfa að keyra klst. á dag á milli en einnig líka kostnaður. Og ég er ekki að komast inn í bæjarlífið. Mér finnst það nefnilega soldið mál, verandi utanaðkomandi að komst í tengsl við einhverja bæjarbúa, eignast vini og verða ' gegn meðlimur í samfélaginu'.

Ég hafnaði vinnunni.
Ég veit ekki hvort ég á eftir að sjá eftir þessari ákvörðun en hún hefur verið tekin til góðs eða ills. Ég á von á að heyra af hinni vinnunni fyrir helgi og vona að ég fái hana. En ef ekki... þá verð ég bara að verða agressívari, prenta út ferilsskrá og ganga í fyrirtæki bæjarins. Er samt að vona að ég fái þessa vinnu... plís, plís, plís, ráðiði mig.

Við sjáum til á morgun, þá er nefnilega nýr dagur!

Ása Björg

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Það er eitthvað að...

.. þegar ég er orðin einn af afkastamestu bloggurum sem ég þekki. Er ekki alveg sátt við liðið hvað það er slappt í fréttaflutningunum. Ég meina veit fólk ekki að ég bý úti á landi og mig vantar að fá smá tengingu við borgina.

Annars er það af mér að frétta að ég var í atvinnuviðtali í morgun og líka í svona pre-símaviðtali við ráðningarskrifstofu vegna annars starfs. Á von á að heyra frá báðum eftir helgi, vonandi fyrr. Veit að ég ætti að fá bæði störfin en nú er vandinn að ákveða hvort ég vil frekar. Auk þess sem ég var líka búin að tala við fyrrverandi kollega minn og hann er að ath með vinnu fyrir mig líka þannig að vonandi fer nú loksins eitthvað að gerast. Get ekki beðið eftir að komast í vinnu. Er ekki gerð til að gera ekki neitt.

En bið að heilsa í bili,
Ása

föstudagur, janúar 13, 2006

jazz


jazz, originally uploaded by Ása Björg.

Jæja hérna er gripurinn, ég er mjög ánægð með hann. Enda hæfir hann mínu vaxtarlagi! lol

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Er komið nóg?

Ég er ekki vön að senda áskoranir eða slíkt á fólk en datt í hug að setja þennan tengil hérna ef einhver hefur áhuga.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Það jafnast ekkert á við Jazz!

... og er ég þá að tala um Hondu Jazz en ég keypti mér einmitt einn slíkann í dag. Stúlkan er því komin á 4 rúllandi og getur farið hvert á land sem er.

Langaði bara að deila!


Ása Björg

mánudagur, janúar 09, 2006

Pistill

Jæja, fannst kominn tími á smá pistil frá norðurlandinu.

Lítið að frétta svo sem. Er með 2 umsóknir í gangi og er sífellt að leita eftir fleiru. Er alveg að fara að sætta mig við að hugsanlega þarf ég að sækja vinnu á Akureyri. Önnur umsóknin er einmitt þar. En við sjáum til hvað setur.

Er vonandi að fara að festa kaup á bíl á morgun, ef allt gengur upp. Er á leiðinni í bæinn 27. janúar og verð einhverja daga, verð að sjá til hvort ég verð komin með vinnu. En ég mun alla vega verða á suðurlandinu yfir helgina. Hlakka til að sjá ykkur :)

kveðja,
ása björg

föstudagur, janúar 06, 2006

Dalvík 6. janúar


IMG_0274, originally uploaded by Ása Björg.

Ahhh, yndislegt

Dalvík 6. janúar


IMG_0273, originally uploaded by Ása Björg.

Yndislegt ljósið um kl. 11 í morgun,
Svona er útsýnið af svölunum hjá mér!

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt ár lesendur mínir nær og fjær,

Lífið út á landi gengur sinn vana hægagang. Sitjum hérna í rólegheitum skötuhjúin, hann að glamra á gítarinn og ég að hamra á tölvuna. Áttum ágæt áramót. Borðuðum hjá tengdó, ása datt aðeins í það eins og henni er einni lagið. Fór síðan og sótti sveppinn á ballið sem hann var að spila á. Hann fylgdi mér síðan heim, enda veitti varla af. Var ansi glær á nýársdag. Ætla helst ekki að endurtaka þennann leik á árinu. Er soddan hænuhaus.

Fékk hringingu í morgun út af starfi forstöðumanns héraðs- og bókasafns Dalvíkurbyggðar og ég fæ þá vinnu ekki. En var að sækja um annað starf í gær og veit af því að það eru einhver fleiri í boði hérna svo ég er ekki farin að örvænta enn. Við ætluðum að fara í kaupstaðarferð í dag, en hættum við vegna roks. Förum bara á morgun.

Svona er lífið á landsbyggðinni í dag,
ása björg