föstudagur, maí 16, 2003

Margt í gangi núna,

Kisa er týnd! Hvað get ég sagt?
Löng saga gerð stutt: Er að passa kött fyrir systur mína, kisa heyrði að hún væri að fara í aðgerð (taka hana úr samband, mæli persónulega ekki með því að hafa breimandi kött heima hjá sér!!!) og steypti sér úr af svölunum á annarri hæð, hún hefur nú lifaða af fallið því hún var alla vega ekki fyrir neðan í grasinu!

Nú er bara að labba í hverfið og reyna að komast að því hvort einhver hefur séð hana.

Volvo er að komast á götuna!
Löng saga gerð stutt: Á í augnablikinu 2 bíla en hvorugur er ökufær, það er auðveldara að gera við Volvoinn en Dodgeinn og því var ákveðið að gera það. Hann kemst vonandi á götuna í kvöld!

Það er verð að bjóða mér að gefa út ljóð eftir mig í Bretlandi!
Löng saga gerð stutt: Ég hef verið að fikta inni á síðu lagði inn fyrsta ljóðið mitt árið 2000, vildi ekki betur til en þeir vildu gefa það út í einhverri svona safnbók, gott og vel, var reyndar búið að gefa mig einu sinni út þá á Norðurlöndunum (útkoma úr einhverju skólaverkefni), þeir voru svo gasalega ánægðir með ljóðið að þeir buðu mér að birta mig í annarri bók hjá sér sem heitir 'Best poems and poets of 2001' og eru þá að vísa í bestu framleiðslu sem hefur komið inn á borð til þeirra.
Nú er ég að fá bréf frá einhverju publishing house í UK sem vill endilega setja mig í einhverja bók hjá sér líka!
Vandamál?? Nei kannski ekki neitt sérstaklega nema það að ég hef ekki skrifað neitt núna í 3 ár og ég veit ekki hvort ég hef eitthvað að segja.
Lausn!? Ég ætla að sjá hvort ég er einhver manneskja til að skrifa undir álagi.

Læt ykkur vita hvernig fer með kisu, Volvo og ljóðin í lífi mínu!

Thuz I leave thee,

Spacious Aceious

sunnudagur, maí 11, 2003

Jæja, þá er maður búinn að uppfylla borgaralegar skyldur sína og skila inn sínu atkvæði.
Ekki það að það hafi skilað sér, ef fer sem horfir verður Dabbi kóngur enn eitt kjörtímabilið. Það eina sem gæti bjargað málunum í bili væri ef að Dóri tæki allt í einu upp á því að fara sínar eigin leiðir... en verum raunsæ hérna hverjar eru líkurnar á því? Ef ég ætti að veðja um það myndi ég setja líkurnar 1:500 000 000...and counting.
Frekar fúlt sérlega í ljósi þess hvað stjórnarandstaðan virtist vera að sækja á.. allavega fyrst um sinn.

En þarna einmitt kemur vandamál stjórnarandstöðu fram í hnotskurn, hún er ekki sammála stjórninni og ekki sammála hinum í stjórnarandstöðunni! It's a no win situation. Ég held að ef að stjórnarandstaðan hefði getað hundskast til að taka sig saman í andlitinu og reynt að vinna aðeins meira saman í þessari baráttu en ekki gegn hvert öðru þá hefði útkoman getað verið önnur.

En kannski er mig bara að dreyma....

X-zzzzzzzz
ace