þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Langur tími, enginn sjór

Langt síðan síðast. Helgi 12 komin og farin, með tilheyrandi drykkjarlátum.

Menningarnótt var áhugaverð, enda tók ég þátt í Skáldati. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá hef ég aðeins fiktað við að semja ljóð. Og tók á honum stóra mínum og sendi inn ljóð og komst að. Vann reyndar ekki en þetta var hevý gaman. Í dómnefnd voru Svanhildur Óskarsdóttir bókmenntafræðingur, Sverrir Stormsker rugludallur og Erpur Eyvindar a.k.a. Blaz Rocka eða eitthvað svoleiðis.
Ég var ekkert smá stolt af mér að láta slag standa og aldrei að vita nema að maður kíkji kannski á eitt eða tvö ljóðakvöld og lesi eitthvað meira seinna.
Alla vega eftir Skáldatið, lá leiðin niður á höfn að horfa á flugeldana sem voru að vanda stórglæsilegir. Svo í partý til Kristínar í ÁDÍ, drakk bara lítið en varð alveg rugluð í hausnum og hætti að geta talað og fékk frænku til að skila mér heim eftir að við tjúttuðum aðeins. Svaf síðan fram eftir á sunnudaginn og svo fórum við nokkur úr ÁDÍ á Við fjöruborðið og fengum okkur humar. Slef, slef. Þeir sem ekki hafa enn farið, ekki hika, farið á morgun.

Ég er líka orðin svona skámóðursystir svona cirka 7° af Celsius, sjá Óskírður Lilju og Baldursson.

Búið að vera brjálað í vinnunni enda einn annasamasti tími ársins. Er samt að hægjast. Ætla að eiga rólega 13. helgi og jafnvel bara ekkert að fara út.... NB. ætla samt ekki að lofa neinu með það, hlutirnir virðast hafa lag á að poppa upp svona uforvarende hjá mér.

Held ég segji ekki meir í bili,

kíki aftur með meira seinna,
ása

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Home alone 2

Jæja,

Ein í eyðibýlinu aftur í dag. Fjölskyldan ákvað að framlengja dvöl sinni í sveitasælunni um eina nótt. Að þessu sinni samt í bústaðnum hennar ömmu uppi á Mýrum, held ég, fattaði allt í einu að ég er ekki viss. Allavega eru þau ekki heima, sem er gott og vel.

Lá við hitaslagi í vinnunni í dag enda sjálfsagt um 30°c hiti í búðinni og engin loftræsting. Við eigum hins vegar tvær 9" viftur sem gera alls ekkert gagn. Við gætum allt eins staðið og blásið hvor á aðra.

Fór að sækja "litla" fðænda út á völl í dag. Mjólkaði þetta náttulega eins og ég gat og fór úr vinnunni kl. 11. Fór og tók bensín á bílinn. Keypti mér sjeik og lagði síðan af stað í Kef. Dólaði mér á 90-100 hlustaði á Dido, drakk sjeikinn minn og söng. Frekar ljúft. Svo var ég frekar snemma í því og þurfti að bíða fyrir utan flugstöðina í þessari dýrindisblíðu.

Bauð síðan fðænda á stælinn og fór svo aftur í vinnuna, þar sem ég hélt áfram að vinna í húðumhirðu minni með því að svitna eins og svín. Hver þarf gufubað, komið bara í heimsókn til mín í vinnuna á heitum sumardegi!

Búin í vinnunni rétt um sexleytið. Byrjaði að labba út í strætó en fattaði síðan að ég meikaði ekki tilhugsunina um að sitja í strætó í 5 mínútur. Sem var í raun svolítið slæmt því það varð til þess að ég fór ekki til hans Sverris míns í ÁDÍ mini-BOB.
En allavega þarna var ég tilbúin að fara heim, vildi ekki í strætó og datt í hug að það væri sniðug hugmynd að nýta þetta góða veður til gönguferðar. Hmmm. Við skulum bara segja að það vildi til að ég hitti ekki neinn sem ég þekki á göngu minni því þegar heim var komið þá lyktaði ég eins og ég hef aldrei lyktað áður. Ákvað þá einmitt að ég gæti ekki farið í mini-BOBið og ekki heldur á NÝMS kaffihúsafundinn með Lonni. Var bara heima. Fór í það sem átti að vera köld sturta en það eru biluð blöndunartækin þannig að hún var bara heit eins og vanalega, en lyktin allavega fór.

Kveikti á grillinu og steikti hamborgara. Alger grillmeister eða þannig. Svo hringdi Lonni og kom síðan í heimsókn. Hún var einmitt að fara rétt áðan.

Þannig var nú dagurinn minn. Fyrir þá sem biðu eftir að vita þá fór ég að sofa um 1 leytið í gær. Var nokk gott og er bara hress. Aldrei að vita nema ég endurtaki leikinn í kvöld. Spennandi.

Fyrir þá sem þekkja mig nógu vel til að vita hvar vinnan mín býr þá er grillveisla á laugardaginn. Húllum hæ og gaman. Fríar pylsur ef einhvern langar í pylsu eða er bara of blankur til að kaupa sér hádegismat! Allir velkomnir.

Held að þetta sé allt og sumt í bili. Ætla að slæpast aðeins á netinu og fara síðan, held ég, að sofa.

Góðar stundir,
ása

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Home alone

jæja, loksins ein heima og hvað... ekki neitt. Það mest spennandi sem mér datt í hug að gera var að fara í hálftíma sturtu og borða kínverskan. Fyrir þá sem vita meira en aðrir er best að taka fram að þetta var kínverskur matur. ;)

Ótrúlega lame eitthvað, hefði kannski frekar átt að fá mér kínverskan.

En svona er það bara.

Hef eitthvað lítið að segja en er að reyna að vera duglegri að blogga.

Er að fara að sækja fðænda á morgun út á völl af því að ég er á bílnum hans. Restin af fjölskyldunni farin á snæfellsnes og minns home alone. Er meirað segja að spá í að fara snemma að sofa. Sem þýðir þá einhvern tíman fyrir kl. 2 í nótt.

Aldrei að vita nema að mér takist það.

I'll keep you posted.

ása

Halvor rúlar

Litla systir var að búa til nýtt útlit á síðuna mína, ekkert smá kúl þykir mér. Á aðeins eftir að laga eitt og annað en ég fyrir mitt leyti er að digga þetta. Hún setti líka upp annað comment kerfi og svo spjall.

Ég á orðið eina flottustu bloggsíðu sem ég hef séð!

Látið endilega í ykkur heyra hvernig ykkur líst á þetta nýja look.

ása

laugardagur, ágúst 07, 2004

Mhmmm

entrancing
You have an entrancing kiss~ the kind that leaves
your partner bedazzled and maybe even feeling
he/she is dreaming. Quite effective; the kiss
that never lessens and always blows your
partner away like the first time.


What kind of kiss are you?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Aarrrrg

Arrrg. Er alveg að drepast úr pirring. Það eru 148 dagar eftir af árinu en mér finnst ég ekki eiga einn einasta dag eftir af geðheilsu. Er alveg í neðsta þrepi, er sjálfri mér ónóg eitthvað. Þið kannist kannski við þessa tilfiningu þegar mann langar bara að hoppa upp og niður því þá alla vega væri maður að gera eitthvað. Æ, ég veit ekki.

Ég stakk upp á smá vinnubreytingu hjá mér í gær... þ.e stakk upp á því við yfirmann minn, sjáum til hvernig það fer, Best að segja sem minnstu um þetta í bili því þetta er frekar fjarlægur möguleiki.

Elsku besta stóra systir mín kom til landsins í gær. Ég og pabbi fórum út á flugvöll að sækja hana og Styrmi. Pabbi kenndi mér vistakstur á leiðinni.

Seinasta helgi var góð. Ég hélt uppi merkjum ÁDÍ 9. helgina í röð og er orðin stolt af þessu meti mínu. Og nú um helgina er Gay Pride og ég er búin að lofa Force frænku að við gerum eitthvað skemmtilegt saman. Helgi númer 10 here I come!

Gerðist reyndar fleira um helgina því ég kyssti strák. Það var frekar fínt, veit ekki alveg hvað ég geri næst því ég er greinilega búin að henda mér út í djúpa enda laugarinnar. En hann er með númerið mitt, og hefur hringt og kannski kyssi ég hann aftur um næstu helgi....

Yfirmaður minn kom í heimsókn (s.s. í vinnuna til mín) á þriðjudaginn.

Heimsókn best líst svona:

GSM sími 30.000

Laun þín sem starfsmanns: þriggja stafa tala þó hún sé ekki eins há og hún ætti að vera (finnst þér)

Svipurinnn á yfirmanni þínum eftir að hann kemst að því að hann gleymdi gemsanum út í bíl og þú djókar með að hann hafi s.s. bara komið nakinn til þín... og hann misskilur þig -

ÓBORGANLEGUR

Reyni að vera duglegri að blogga, segji ykkur kannski af ævintýrum komandi helgar...

kannski ekki. ;)

Kveðja, ace