föstudagur, september 30, 2005

Cannes here I come





Jæja, þá eru hlutirnir aldeilis farnir að skýrast. Ég er á leið til Cannes og skal vera mætt þangað 16. október. Er búin að fá inni í skólanum þar. Veiii.

Nú á ég bara eftir að pakka öllu mínu dóti saman, koma því í geymslu. Ó, já... og flytja pabba og salvöru í nýju íbúðina.. og þrífa þessa!!! Ef einhvern langar að hjálpa þá er öll hjálp vel þegin.

ása

laugardagur, september 24, 2005

Fínt þetta veður í Cannes!!

The WeatherPixie

Klukk

Jæja, þetta klukk er alveg að fara með fólk greinilega. Ég hef verið klukkuð tvisvar. Einu sinni af Bryndísi og einu sinni af Jönu. Mér skilst að þetta snúist um að maður setji fram 5 handahófskenndar staðreyndir um sjálfann sig svo hér kemur það:

1. Ég naga neglurnar á mér.

2. Ég er æðislega góður kokkur.

3. Sá staður sem mig langar mest að ferðast til er Amazon-
skógurinn og sjá slóðir Inkanna.

4. Uppáhalds myndin mín er The Cutting Edge.

5. Ég var að kaupa mér ógó flotta skó reyndar eru mínir svartir!!


Annað sem er að frétta er að við erum búin að skrifa undir kaupsamning, eigum að afhenda 15. október.

Ég er búin að finna mér skóla sem ég held að ég ætli að fara í. Hann er reyndar í Cannes en ekki Montpellier eins og ég ætlaði upphaflega. En mér líst bara best á þennann. Ef ég fer þá byrja námskeið þar 16. október þannig að maður má aldeilis hafa sig við að klára að flytja pabba og svona.

Held ég láti þetta duga í bili.

ása

laugardagur, september 17, 2005

Það er bara allt að verða vitlaust

Ása að blogga í annað skiptið á einni viku!

Er enn á Dalvík, en er að fara heim með flugi á eftir um 3 leytið. Ætla að kíkja til Jönu í ammæli í kvöld. Hlakka til.

Er samt soldið blue yfir að þurfa að fara frá sveppinum en svona er þetta víst að vera í svona long-distance sambandi.. endalausar kveðjustundir og langar stundir á milli funda.

Heyrði í fasteignasalanum í gær og það virðist sem allt hafi gengið í gegn hjá ÍBLS en heyrði reyndar ekki aftur í henni eftir að hún sótti plöggin.. held hún hefði samt hringt ef það hefði verið eitthvað vesen. Hlakka til að skrifa undir plöggin í næstu viku og veit að ég á sjálfsagt eftir að tapa mér í fögnuði.

Vona að þið hafið það gott um helgina,

ása pjása

þriðjudagur, september 13, 2005

Update

Jæja,

Kannski kominn tími á update. Sit hérna í góðu yfirlæti á Dalvík hjá sveppinum mínum. Búin að vera hér frá því á föstudag. En það var einmitt á fimmtudaginn sem ég og pabbi skrifuðum undir kauptilboð á íbúðinni okkar! Tadada!! Hún er s.s. seld. Ok, er samt að reyna að hemja mig þanngað til komið er samþykki frá ÍBLS. Á samt að vera auðfengið mál. Skilst að við ættum að heyra eitthvað á næstu dögum, alla vega fyrir helgi. Þvílíkur léttir. Er í einhverju limbói akkurat núna og veit ekki alveg hvað ég á að gera. Verður góð tilfinning að geta greitt upp allar skuldir og eiga smá pening til að gera eitthvað gott fyrir mig!

Er aðeins að brjótastu um í mér að það sem nú er farið að líða ansi nálægt jólum ( ok ekki þannig en samt... þið skiljið) þá veit ég ekki hvort ég ætla að fara til frakklands núna eða eftir áramót. Kannski fara í svona dekurferð núna... er með smá hugmynd sem ég þarf að þróa betur... læt ykkur vita hvernig það fer.

Afhending á íbúðinni er 15. október og ég ætla að hjálpa pabba að flytja og svoleiðis.

Ég er svo glöð!!!!! Loksins get ég farið að láta mína drauma rætast... er samt ótrúlega fyndið að ég er strax farin að plana haustið... 2006! lol Held að það sé ekki tímabært að opinbera það á þessari stundu en ég virðist ekki geta funkerað án áætlunar! Týpísk steingeit!!!

Vona að þið hafið það gott.

Ég elska alla,
Ása