miðvikudagur, febrúar 11, 2004

eitt að lokum...

... var að lesa gömlu bloggin mín, ógeðslega gaman að hafa svona dagbók.
Og sá þá líka hvað ég er ógeðslega skemmtilegur penni og ég held ég sé að gera heiminum mikinn grikk með því að skrifa ekki oftar á bloggið.

Einn verslunarstjórinn sagði einmitt um mig (þegar ég hafði sent út póst þar sem ég bauð fólki að koma og hjálpa mér að halda upp á sjötugs afmæli ömmu minnar með því taka þátt í birgðatalningu í Smáralind 2. febrúar (amma mín átti í alvöru afmæli sko)) að ég væri skrítin og gæti ekki skrifað eðlilegann póst.

Ég tók því sem hrósi.

Ég verð að fara að bæta inn commentum hingað á síðuna svo þið getið öll hrósað mér...

... eða kannski ekki setja inn comment og halda áfram að lifa í sjálfsblekkingunni...hmmm... tricky

Verð allavega að fara að sofa núna

Góða nótt,

update

Sæl aftur,

Verð að segja ykkur eitt fyndið sem hún Dídí vinkona mín sagði mér þegar ég hringdi í hana og var að segja henni frá sambansslitunum, einmitt svona klassískt dæmi um hvað maður gerir sér ekki grein fyrir öllu fólkinu sem fílar mann í heiminum.

Mamma hennar hafði einhvern tíman sagt henni að ef við jóli hættum einhvern tíman saman þá ætti hún nú einn son sem ég mætti alveg eiga.
Ef þið eruð ekki að fatta brandarann þá langar mig að benda á að nefndur sonur er einungis seytján ára. En sýnir manni samt að ef fólk er tilbúið að bjóða manni barnunga syni sína að þá hlýtur það að fíla mann allavega eitthvað smá!

Mig langar að þakka fyrir knúsið frá Bibbu, hringingunnar frá Lonniettunni í Ástralíu auk bréfsins sem ég fékk frá Donnu Hrefnu di Alto. Það ótrúlega við svona stundir er hvað þær hjálpa manni að gera sér ljóst hvað maður á góða að.

Ég er mjög glöð að eiga ykkur að,

Takk fyrir mig,
Ásinn

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Afslöppuð

sandals
Sandals- peaceful, daydreamy, and thoughtful, you
often find yourself staring into space. When
you aren't out volunteering you are often just
dreaming away. You enjoy the company of
friends sometimes but enjoy peace and quiet.
[please vote! thank you! :)]


What Kind of Shoe Are You?
brought to you by Quizilla

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Af mér...

Kannski kominn tími til að rjúfa þögnina með einhverju öðru en einhverju gríni, þó ég viti að grínið hefði kannski verið betra.

Ég og jóli hættum saman núna í vikunni, hann flutti út á föstudaginn og ég hef eytt 2 nóttum ein í rúmminu mínu. Ég ætla ekki að fara að vera með einhverja ræðu um að þetta hafi verið okkur fyrir bestu og eitthvað svoleiðis kjaftæði, er of sár enn sem komið er til að vera með slíkar yfirlýsingar.
Læt mér nægja að segja að þetta kom ekkert rosalega á óvart en var engu að síður sárt.
Ég ætla hins vegar að taka hærri veginn og líta á þetta sem mitt tækifæri til að fara að lifa á mínum eigin forsendum. Ég ætla að fara að vinna í því að láta mína draum rætast.

Eins og þeir sem mig þekkja vita er að ég er að ala upp ungling og föður. Nú þegar styttist í lok náms unglingsins finnst mér kominn tími til að við förum að huga að framtíðinni okkar allra. Eftir eitt og hálft ár endar sá tími sem ég var búin að gefa þessum kafla og þá verð ég að fara að setja mig númer eitt. Hvað gerist kemur í ljós með tíð og tíma en ég er að vera búin með allar þær afsakanir sem hafa nýst mér í gegnum tíðina til að setja mig og mína drauma á bið og þá er ekkert eftir nema að láta slag standa.

Keep your fingers crossed,

Til ykkar sem ég var ekki búin að láta vita af þessu bið ég afsökunar ef þetta kemur illa við ykkur, þið megið vita að ég er að spjara mig og mun lenda á fótunum að vanda.

Ég veit þið hugsið hlýlega til mín,
Ásinn

jebbs

Rakst á þetta á síðu systu minnar og fannst þetta fyndið.
create your own visited country map
or write about it on the open travel guide