sunnudagur, apríl 25, 2004

Linkar

Rakst á þessa linka í USA today datt í huga að deila þeim

A family in Baghdad

Iraq the Model

Dear_Raed

BOBB

jæja þá er enn ein helgi á enda að renna. Fór í BOBB til Sollu í gær. Var mjög gaman. Horfðum á vídeó sem var tekið í víðfrægri ferð Háskólakórsins til Bologna 2000. Var ekkert smá gaman að rifja þetta upp.
Var líka mjög í umræðunni að við myndum skella okkur saman til osló í febrúar á næsta ári, þegar hún Lulla okkar útskrifast sem doktor í lyfjafræði. Þá getur ÁDÍ loks státað sig að hafa doktor í okkar röðum. Verður örugglega mjög skemmtilegt og þá alveg spurning hvort ég myndi ekki framlengja minni ferð og kíkja á systur mína í Kongsberg, þar sem ég sé ekki sérstaklega fram á að komast til hennar þetta árið. En þau skötuhjúin ætla vonandi að kíkja heim í sumar.

Framundan er mjög busy vika þar sem ég ætla að gera mitt besta til að snúa búðinni minni við og aðeins hressa upp á hana. Aðalmarkmiðið með þeim æfingum er að spara okkur sporin með því að setja tengdar vörur nær hver annarri svo að við og viðskiptavinirnir verðum fljótari að finna til þær vörur sem óskað er eftir. Verður spennandi að sjá hvernig þetta gengur allt saman. Er búin að ráða tvær góðar vinkonur mínar í að hjálpa mér með þetta verkefni og bind miklar vonir við að við finnum bestu lausnirnar á þessu máli öllu saman.

Ætla í mat á morgun til hennar Díu minnar og Sverris hennar og svo ætla ég í mat til Sverris míns á fimmtudaginn. Tilefnið er fundur markaðs og almannatengslanefndar ÁDÍ sem við skipum einmitt 2 og er fyrsta verkefni á dagskrá að setja upp bládí sem myndi útleggjast sem Bloggsíða ÁDÍ. Og er það fyrsta skrefið einmitt í áttina að því að skipuleggja og styrkja hlutverk ÁDÍ sem félagasamtaka. thí hí... eða eitthvað. Verður allavega gaman að sjá þetta verða að veruleika... enda upphaflega mín hugmynd að sameina ÁDÍ í blogginu. Verður gaman að sjá þegar síðan verður komin upp hvort ÁDÍ-ingar verða duglegir að blogga.

Meira um það seinna.

ása

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Gleðilegt sumar

Er búin að vera léleg að blogga og hef reyndar ekki bloggað í næstum mánuð. Er búin að vera í einhverri niðursveiflu held ég hreinlega, samt ekkert alvarlegt. Hefur þó líst sér í því að ég nenni ekki að kíkja á tölvuna né að blogga.

Vinnan gengur ágætlega. Hlutirnir eru að jafna sig og ég trúi því að þetta hafi verið til góðs og eigi eftir að skila sér á allann þann hátt sem ég gat fyrirséð.

Páskarnir voru frekar fullir... eða var það ég sem var full um páskana? Það er svo erfitt að muna þetta rétt. lol
Fór í innflutningspartý til Díu á miðvikudeginum og endaði á að gista hjá þeim. Minnir að ekkert hafi verið í gangi á fimmtudagskvöldið en fór síðan í innflutningspartý til hans Edda, varð frekar vel í því eins og viðstaddir geta borið vitini um. Man ekki eftir að því að hafa verið svona full lengi. Átti síðan mjög timbraðann laugardag. Var á leiðinni í bústað og ætlaði að í alvöru að vera ógeðslega dugleg og vakna kl. hálf tíu...en nei.... komst ekki á fætur fyrr en kl. hálf þrjú. Hitti síðan frænku mína í mosó... rétt komst í ríkið áður en það lokaði.. sem betur fer sáu afgreiðslukonurnar í gegnum fingur sér og afgreiddu mig um 2 bjórkippur og 1 og 1/2 líter af blushi. Ég var mjög þakklát... eða þið skiljið... var ekkert gasalega æst í að drekka meira en samt ég meina ef maður ætlar í bústað þýðir ekki annað en að hafa bjór í pottinn... þ.e. til að drekka ekki til að baða sig.
Alla vega helgin var mjög góð drukknir 4 bjórir og nokkur vínglös og mikið spilað af dóminu og reyndar náðum við að meirað segja að drekka bjór og spila dóminó í pottinum og geri aðrir betur! lol

Síðan hefur nú mest lítið verið á döfunni.

Fór í dag.. svona í tilefni sumarsins... að labba með pabba í Heiðmörk. Var alveg yndislegt veður og við löbbuðum í góðann klukkutíma í veðurblíðunni. Ætla að reyna að vera dugleg að labba í sumar.. er bara svo hressandi.

Næst á dagskrá hjá mér er að það er BOBB hjá Sollu (ÁDÍ) á laugardag. Verður örugglega æðislega skemmtilegt.

Held að ég sé búin að skrifta í bili.

lofa meiru fljótlega
ása