fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Aukavinnu, við viljum allir meiri aukavinnu!


IMG_0398, originally uploaded by Ása Björg.

Tja, eða bara einhverja vinnu!
Fór í viðtal á mánudag, fæ ekki svar úr því fyrr en í næstu viku. Er að bíða eftir að vera kölluð í viðtal út af umsókn sem ég er með í gangi. Eitt starf í gangi sem er ekki búið að auglýsa. Fékk eina neitun í dag. Sótti um 2 störf, eitt í gær og annað í dag. Er s.s. með 1 viðtal og 4 umsóknir. Veit að ég verð boðuð í viðtal út af einni en viðkomandi er í útlöndum eins og er.

Núna hlýtur þetta að fara að gerast. Það bara hlýtur að vera. En þetta er svona þegar maður er með einhverjar kröfur. Það tekur alltaf dálítinn tíma að finna það sem hentar. Auðvitað gæti ég verið komin með einhverja vinnu í bakaríi eða sjoppu en þið sem þekkið mig vitið að það er ekki alveg það sem kellingin vill.

Og þá verður maður að hafa þolinmæði. En auðvitað reynir þetta á geðið og egóið. En ég er búin að standa mig nokkuð vel í þeim deildum held ég bara.

Er samt búin að vera að þjást of ljótunni undanfarna daga. Þið kvenkyns skiljið hvað ég á við, þetta tilfelli af ljótunni fylgir reyndar núna þessu mánaðalega og fylgir henni því alls kyns æxlamyndanir í andliti auk uppþembu og vatnssöfnunar. Mergjað.

Salvör systir ætlar að kíkja til mín um helgina, er í vetrarfríi þessi elska og ætlar að koma og kíkja á nýjasta fjölskyldumeðliminn. Hlakka til að taka á móti henni.

Dísa mín spurði í commentinu hvenær næsta sunnanferð væri fyrirhuguð. Eins og sakir standa þá er það ekki fyrr en 25. mars en þá er búið að bjóða mér í brúðkaup hjá Jönu og Skúla. Veit ekki til þess að ég komi fyrr en það er aldrei að vita.

Það var fjárfest í Buzz! hérna á Karlsrauðatorgi og við höfum setið sveitt við. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta PS2 spurningaleikur um tónlist. Sem hentar okkur báðum. Hann stendur sig betur í Oldies hlutanum en ég er betri í þessu nýja. Hef grínast með að ef hægt væri að steypa okkur í eitt þá værum við snilldarspilari.

Jæja, ætla að láta þetta duga í bili,
bæjó,
Ása

E.S. eina leiðin til að blogga í dag virðist vera í gegnum flickr þar sem blogger.com er ekki að standa sig í stykkinu. Þannig að þið þurfið bara að þola myndir með þessu öllu!

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Frænkuboð og fleira


IMG_0209, originally uploaded by Ása Björg.

Er búin að vera að reyna að posta þessu í allann dag, kannski gengur þetta svonar!


Jæja,

Þá er maður kominn heim í heiðardalinn aftur. Frúin skellti sér sem sagt í bæinn yfir helgina. Ég fór í bíl á föstudag með Himma, Gumma frænda og Kristjáni. Fínir ferðafélagar og allir bara sáttir, ég tók við keyrslunni í Staðarskála og keyrði í fjörðinn þar sem við skiluðum bílnum sem átti að fara í viðgerð. Ég lallaði mér síðan yfir til Aspar frænku og rak aðeins nefnið inn í nýju íbúðina hennar. Fór síðan í mat og dól til Lonni. Fékk náttulega aðeins að máta hana Þórunni Emilíu. Hún bara svona smellpassar alveg eins og síðast! ;)

Frábær kvöldstund en maður er nú alvarlega farin að efast um geðheilsu þeirra sem eru að kjósa í dólinu. Það er allt í lagi að eiga sína uppáhalds en þetta snýst um að finna söngvara sem getur sungið og gefið út plötu. Viðkomandi þarf líka að hafa ákveðinn sviðssjarma. Því miður er einn drengur sem heitir Eiríkur sem er algerlega að rústa þessari keppni. Hann er ekki slæmur söngvari sem slíkur en það er bara svo augljóst þegar allur hópurinn hefur sungið að hann er bara einum (ef ekki tveimur) klössum fyrir neðan hina í hópnum. En hann hefur sveitafélagið sitt á bak við sig og svo eru örugglega einhverjir aumingjagóðir sem kjósa hann líka. Þetta er leitt því meðan hann hangir inni þá detta út virkilegir talentar sem gaman væri að sjá meira af.

Fór eftir skandalinn til hennar Dísu minnar og fékk að gista. Reif mig á fætur kl. 9:30 og puntaði mig upp fyrir daginn og hringdi í Salvöru systur og við hittumst á Kaffi París og fengum okkur morgunmat. Fórum síðan í Seymu og keyptum í pils sem Salvör er að fara að sauma í skólanum. Síðan komu móðursystur okkar og sóttu okkur og tóku okkur með í frænkuboðið sem var nú einu sinni ástæða sunnanferðarinnar. Þetta var hreint út sagt æðislegt. Yndislegt að hitta þessar skemmtilegur frænkur, það eina sem hægt er að segja slæmt um þetta er að það var slæmt að ekki fleiri frænkur mættu. Vantaði nokkrar aðalega mína kynslóð. En svona er það bara. Vonandi bara að þær sjái sér fært að mæta næst! Takk elsku frænkur mínar fyrir frábærann dag og Ásdís sérstaklega fyrir góðar veitingar, rjómakakan var algert dúndur.

Þegar frænkuboðinu lauk ákvað ég að kíkja aftur til Aspar frænku og við fórum á stylinn og fengum okkur borgara. Horfðum síðan á Eurovision í lélegum gæðum. Ég skal nú viðurkenna að ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þessi úrslit. Auðvitað vissi maður að Sylvía myndi taka þetta en maður var engu að síður að vona að fólk myndi sjá að sér. Ég er ansi hrædd um að það eigi margir eftir að fá alvarlega timburmenn þegar þeir gera sér grein fyrir hvað þeir hafa gert með því að senda þennann íslenska einkahúmor í Eurovision. Auðvitað hafa allir íslendingar skoðun á Sylvíu. Hvort sem þeir elska hana eða hata. En það er nefnilega málið, fyrir utan ísland er Sylvía Nótt bara enn eitt nobody-ið sem er dónaleg og truntuleg og ég er ekki svo viss um að hún verði neinn hittari þarna úti í Aþenu. En vonandi hef ég rangt fyrir mér.
En allavega eftir Euro fór ég heim til Dísu minnar og við horfðum á eina mynd og spjölluðum aðeins. Fór síðan að sofa um hálf fjögur. Vaknaði síðan tuttugu mínútur yfir átta og náði flugi norður kl. 9:30. Var ekkert gasalega hress þegar ég vaknaði og er frekar glöð að ekki var staðið við þá áætlun að kíkja út á lífið í gær. Sverrir minn kom svo og sótti mig á völlinn og við lögðum okkur aðeins þegar heim var komið.
Prins virðist ekkert hafa saknað mín, alla vega hefur hann ekkert leitað neitt sérstaklega til mín eftir að ég kom til baka. Maður kannski soldið sár en hann náttulega ekki búinn að þekkja mig nógu lengi til að sakna mín þó ég fari í 2 daga. En þeir höfðu það víst ágætt án mín feðgarnir.

Það er gott að vera komin heim. Ég er líka að fara í atvinnuviðtal á morgun og vonast eftir að fara í fleiri í vikunni. Vona að það gangi allt saman eftir.

Ása frænka

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Prinsinn af Karlsrauðatorgi


IMG_0394, originally uploaded by Ása Björg.

Jæja,
Við höfum komist að niðurstöðu um nafn á drenginn okkar.

Trommusóló takk... drumm, drumm, drumm!

Prins Dandandái skal hann heita og þakka ég henni Mörtu minni kærlega fyrir uppástunguna að nafninu Prins en Dandandái kemur úr bullmáli sem hún Nína systir Sverris bjó til. Enn sem komið er kærir hann sig kollóttann um hvað hann heitir og eins og konungsbornum köttum sæmir gefur hann nafnaköllum okkar engan gaum!

Hann er þó strax farinn að ríkja hérna á Karlsrauðatorginu og hefur lífið undanfarna daga soldið snúist um dýrið. Aldrei datt mér til dæmis í hug að það myndi gleðja svona mitt litla hjarta að köttur myndi skíta inni í þvottahúsi hjá mér, jafnvel þó það væri í kattarkassann! (Bara svo það sé á hreinu þá var gleðin tengd því að hann er greinilega að fullu kassavanur!)

Það verður þó að fylgja sögunni að þó hann sé karakter og gaman að honum þá er hann ekki alveg skarpasti hnífurinn í skúffunni!

Kveðja,
Lafðin af Karlsrauðatorgi

föstudagur, febrúar 10, 2006

Fjölgun í fjölskyldunni!


IMG_0363, originally uploaded by Ása Björg.

Jæja, það kom að því að það stækkaði fjölskyldan á Karlsrauðatorgi. Við fengum í dag þennann stórfallega 7 mánaða bengal fress. Ekki hefur verið ákveðið nafn á dengsa eins og er, en nokkur eru í valinu. Endilega ef þið hafið einhverjar hugmyndir um þetta látið í ykkur heyra! Þið finnið líka fleiri myndir af dýrinu á myndasíðunni minni!

4 Atriði sem þið vissuð eða ekki um mig!

4 störf sem ég hef unnið við um ævina
Verslunarstjóri
Kassadama
Barþjónn
Glasabarn
4 kvikmyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
The Cutting Edge
High Fidelity
Clueless
The Matrix
4 staðir sem ég hef búið á
Hafnarfjörður
Reykjavík
Cannes, Frakklandi
Dalvík
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar
Stårgate
CSI: Allar seríur
Charmed
Lost
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi
Vestfirðir
Frakkland
Ítalía
Svíþjóð
4 síður á netinu sem ég heimsæki daglega
nb.is
sverrir.tk
leikjanet.is
mbl.is
4 matarkyns sem ég held uppá
Enchilades með kjúklingi
Grænmetislasagne a la Ása Björg
Kjötbollur a la Sverrir
Gúllassúpa
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna
Í vinnunni (það er bara af því ég á ekki neina slíka)
Í litlu sjávarþorpi á Ítalíu
Í Amazon skóginum
Eyjunni Hvar í Króatíu (Bryndís tók svo geðveikar myndir þaðan, mig langar líka!)
4 aðilar sem ég klukka
Gunna mamma
Lonni Björg
Lilja Bryndís
Jana

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Harður húsbóndi

Jæja, þá hefur húsbóndinnn á heimilinu heimtað að ég bloggi. Ekki að ég viti hvað hann er að rífa sig, það er ekki eins og hann sé mjög tíður í sínu bloggi!

En nóg um það. Héðan úr Dallas er lítið að frétta. Lífið gengur sinn vanagang. Er að plana aðra bæjarferð annað hvort 16. eða 17. feb og er það vegna frænkuboðs sem fer fram þann 18. Mikið hlakka ég til að hitta frænkur mínar, þetta eru s.s. dætur og dótturdætur (móður)ömmu minnar og hennar systkyna, en þau voru 9 ef ég man rétt. Hér í eina tíð áður en Friðbjörg langamma dó þá voru haldnar stórar fjölskylduveislur og öllum boðið. Sá siður hefur því miður dottið upp yfir í seinni tíð, en þetta frænkuboð hóf göngu sína fyrir nokkrum árum og er það mjög gott að hitta þessar yndislegu frænkur alla vega 1 sinni á ári. Það er líka gaman að nýjar frænkur bætast inn í hópinn þegar þær ná 18 ára aldri.

Ég tók allt eldhúsdótið mitt frá Friðbjörgu frænku í seinustu ferð og vonandi næ ég að taka eitthvað fleira með núna, en óvíst er hvort við verðum með aukafarþega eður ei, svo það verður að koma í ljós. Ég get alla vega tekið eitthvað, vonandi. Það er samt þvílíkur léttir að hafa eldhúsdótið 'mitt' hérna, þó að Sverrir eigi flest þá er það ekki mitt og það er gott að geta sett minn svip á íbúðina og að 'eiga' eitthvað hérna, ekki vera bara eins og gestur.

Átti mjög langt samtal við Bryndísi systur núna í kvöld, ótrúlegt hvað hægt er að blaðra, en samt alltaf gott þó maður sé ekki að segja neitt merkilegt þannig. Ekki frekar en ég geri hérna, svona yfirleitt!

Ása Björg

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Borg óttans

Jæja, þá er maður kominn heim í sveitasæluna. Aldrei hef ég skilið hvað fólk hefur verið að tala um borg óttans en skil þetta núna, það var greinilega verið að tala um umferðina! Ég var bara hrædd. Ég man ekki eftir að hafa verið svona stressuð í umferðinni áður, en það hlýtur að vera að maður hafi bara verið svona samdauna. Ég er alla vega voða fegin að vera komin aftur til Dalvíkur þar sem ekki eru umferðaljós og ekkert hringtorgið heldur.

Átti samt góða daga í borginni. Fór í skírn hjá Lonniardóttur sem ber orðið í dag nafnið Þórunn Emilía Baldursdóttir. Fallegt nafn á fallegri stúlku.

Náði samt ekki að hitta alla sem ég ætlaði og bið ég ykkur afsökunar, ég reyni að ná á ykkur næst.

En mig langar líka að benda á að kílómetrafjöldinn er sá sami hvort sem ekið er suður eða norður!

Kveðja,
Ása Björg

E.s. fyrir þá sem ekki vissu þá fékk ég ekki starfið sem ég var að sækjast eftir, en það bíður bara eitthvað betra eftir mér.