laugardagur, júní 26, 2004

Happy election day... mister president

Jæja þá er komið að því að maður fari að neyta réttar síns. Forsetakosningar í dag og langt síðan hefur verð eins spennandi kosningarbarátta um forsetaembætti [NB. lesist með kaldhæðnislegum undirtón].

Þrír einstaklingar hafa lagt persónu sína fram til dóms kjósenda.

Ég ætla ekkert að leyna því að mitt atkvæði fer til Óla. Það er ekki eins og það sé erfitt val.
Hafði þó velt því fyrir mér að skila auðu, svona til að sýna smá lit og mótmæla... en komst að því að ég hafði engar sérstakar athugasemdir fram að færa sem væru þess valdandi að ég vildi ógilda atkvæði mitt með þeim hætti.

Ég er bara nokk sátt með kallinn. Ég meina hann kemur vel fyrir, kanna að koma fyrir sig orði og er með glæsilega konu sér við hlið. Hann hefur líka sýnt að þrátt fyrir lognmolluna sem hefur umlukið hann í þessu embættið þau ár sem hann hefur setið sé hann tilbúinn að taka afstöðu.. loksins mætti kannski segja... en ég held að nú hafi verið tíminn til þess.
Ég hef heyrt þær raddir sem segja að mörg önnur mál hefðu verið heppilegri til að láta reyna á málskotsréttinn, það má vera ég veit það ekki. Aldrei hef ég verið kosinn forseti og ætla ekki að reyna að ljúga því að ég viti um þær skyldur sem því embætti fylgja. Ég veit hins vegar sem stjórnandi að stundum þarf að taka ákvarðanir sem eru ekki vinsælar. Það fylgir starfinu. Það vita allir þeir sem einhverju hafa þurft að stjórna.. hvort sem viðkomandi er forseti, verslunarstjóri eða húsmóðir.

Ég fyrir mína parta ætla að vona að fólk nýti rétt sinn til að kjósa og skili ekki auðu. Lýðræði er í eðli sínu byggt á draumum og hugsjónum og þess vegna er svo mikilvægt að við sem heild nýtum okkur rétt okkar til að kjósa. Ekki að leyfa okkur að afvegleiðast og gera okkur ómerk í lýðræðinu með því að nýta ekki atkvæði okkar til að hafa áhrif frekar en að taka einhverja afstöðu sem í raun segir ekkert. Kemur engu til skila.
Ef fólk vill koma skilaboðum áleiðis til forsetans eru margar leiðir færar. Það má skrifa í blöðin eða jafnvel til hans sjálfs! Ég veit ekki hvort hann er með símatíma en ég þykist vita að hann sé með viðtalstíma og þá er mál að hringja á skrifstofu forseta og panta tíma. Það mun skila þér meiru en einhver óljós skilaboð sem enginn kann að ráða, því ekkert er hægt að lesa af auðu blaði.

Hvað hina frambjóðendurnar varðar þá eru þeir í stóru myndinni aðeins lítil peð.

Baldur Ásgeirsson er okkur alveg ókunnugur. Held að það þekki hann enginn, enda hefur hann verið í útlöndum í einhver ár. Ef hann hefði komið fram fyrir ári síðan hefði kannski eitthvað unnist hjá honum en hann kom bara allt of seint til að hægt væri að sjá fyrir víst fyrir hvað hann stendur fyrir.
Ég hefði þó aldrei kosið hann eftir að ég frétta að hann leggði bílnum sínum í stæði merkt fötlum við blokkina sína. Stæði sem ætlaður er, og merkt, bíl einstæðrar móður með mikið fatlað barn.. Já, Baldur Ásgeirsson forsetaframbjóðandi leggur í stæði fyrir fatlaða. Þið fyrirgefið þótt ég hafi misst allann áhuga á að kynna mér fyrir hvað Baldur stendur fyrir. Greinilega einhver skítakarakter eða bara ofboðslega tilitslaus.. hvort heldur er þá er hann ekki manneskja sem ég kæri mig um sem forseta.

Svo er það hann Ástþór Magnússon. Elsku besti Friður 2000. Það er svoooo sorglegt með þennann mann. Hann hefur allar þessar fínu hugsjónir og ég verð að segja frábærar hugmyndir en hefur eyðilagt virkilega fyrir sér með sinni framkomu og skítkasti í gegnum tíðina. Það er litið á hann sem vænusjúkann geðsjúklinga. Með fullri virðingu fyrir áhuga hans á að herma eftir aðferðum grasrótarhreyfinga með táknrænum mótmælum þá held ég að hann eigi aldrei eftir að komast yfir tómatsósuatvikið. Hann kemur fram eins og trúður. Því miður. Ég, fyrir mitt leyti, væri alveg til í að eiga einn svona friðarforseta. En því miður hefur Ástþór með framferði sínu og öfgafullri og vænusjúkri hegðun komið í veg fyrir að hann verði nokkurn tíman tekinn alvarlega á Íslandi. Það er þunn lína á milli snildar og geðveiki. Því miður hefur hann Ástþór farið yfir þá línu of oft.

Jæja, ég held að ég láti þessari predikun lokið í bili og fari og standi við stóru orðin svona áður en kjörstaðir loka.

Munið líka að lotta, potturinn er þrefaldur í kvöld.

Ég óska ykkur gleðilegs kosningardags og vona að þið látið ykkur lýðræðið varða og skilið ekki inn auðu.

x- ace

fimmtudagur, júní 24, 2004

jávser


Which British Band Are You?Þætti gaman að sjá hvað hún litla systir mín fengi á þessu prófi.

miðvikudagur, júní 16, 2004

Blood on the dancefloor

Sælir vinir,

Long time no blog... eða þannig.
Það er nú s.s. ekki búið að vera neitt hevy action í gangi undanfarið. Fór samt með henni skvísu út um helgina, fórum í tvítugsafmæli samstarfskonu hennar á Pravda.. var mjög fínt.. ef frá eru talin sætin í hliðarsalnum sem við vorum í. Voru svona 15 cm frá jörðunni þannig að maður sat með hnén í andlitinu, með tilheyrandi bakverkjum og liðaverkjum þegar maður stóð loksins upp. En það var frítt áfengi og svo var hann Svabbi að spila á gítar í partýinu og ég og skvísa sungum náttulega eins og lungun leyfðu. Síðan þegar partýinu lauk, rétt um 1 held ég, var stefnan tekin á Glaumbar. Við sátum þar og drukkum og dönsuðum og þá einmitt kemur að því sem ég vitnaði í í titlinum á þessum pistli nefnilega "Blood On the Dancefloor" jú við vorum þarna í þvílíku grúvi og getiði bara hvað jú einhver helv... klaufinn hoppaði ofan á fótinn á mér með þeim afleiðingum að það brotnaði nöglin á miðtánni á hægri fæti.. ég er enn að bíða eftir að sjá hvort hún er alveg dauð eða hvort hún hefur það af.. will keep you updated.
En þess utan var þetta mjög gott kvöld. Síðan kom Ösp frænka mín að sækja mig og við fórum heim til hennar og gláptum á endurunnin ljón snilldar mynd sem ég mæli hiklaust með. Síðan var sofið fram eftir degi og síðan ekki sögunni meir..

þ.e. lítið meira að frétta.. er búin að vera á kafi í vinnunni og er svo fegin að vera að fara úr bænum að ég get varla andað.
Jú reyndar hún Lonni Björg kíkti í heimsókn í vinnuna til mín í dag. Var allt of langt síðan við sáumst síðast. Vona bara að við náum eitthvað að sjást áður en þau fara í bústað.

Allavega nóg í bili,
segi ykkur hvernig fer með akureyrarferðina þegar ég kem til baka

góðar stundir,
ása

laugardagur, júní 12, 2004

djö... tölvu fikt

Jæja,

mig langar að biðja alla þá sem hafa nokkurn tíman commentað á síðunni hjá mér afsökunar. Ég lenti í erfiðleikum með síðunni eins og þeir sem komu hingað í þessari viku sáu þá voru tenglarnir mínir komnir neðst á síðuna hjá mér... alla vega til að gera langa sögu stutta þá krafðist þetta ýmissa æfinga af minni hálfu og niðurstaðan varð sú að gamla comment kerfið mitt datt út.. ásamt öðru... og þar með öll þau comment sem nokkur hefur komið með. Sowy :p

Hef samt ákveðið að líta þetta jákvæðum augum og ætla að halda mig við comment kerfið sem blogspot býður upp á. Vona að það detti ekki út.

Annars lítið að gerast eitthvað..

skrifa kannski eitthvað meira um helgina.. eða á eftir

friður út..

ása

E.s. ég þurfti líka að setja tenglana mína aftur upp og bætti nokkrum við.. ætla að vera duglegri við að setja inn tengla hjá fólki sem mér finnst spennandi.

fimmtudagur, júní 10, 2004

Life is not a poem to be read outload...

Life is not a poem to be read outload...
...but a verse better savourd in silence...

Þetta skrifaði ég einhvern tímann á mínum yngri árum. Soldið satt... held ég bara. Ótrúlegt hvað maður lifir að miklu leyti inni í sér. Mis mikið samt eftir tímabilum. Ég er að lifa inni í mér þessar stundirnar. Líður nokkuð vel, en samt. Æ... ég veit ekki.

Ótrúlegustu hlutir að hrærast um í mér og ég veit eiginlega ekki í hvern fótinn ég á að stíga... hlakka ógeðslega til utanferðar að ári...en það er að ári. Of langt til að maður geti í raun látið sig hlakka til án þess að gera lítið úr þeim veruleika sem maður þarf að lifa við þangað til.

Er að gefast upp á að vera í svona lélegu líkamsástandi en sé samt ekki neina leið sérstaklega til að gera eitthvað í því.
Er að drepast úr þreytu einhvern vegin... NB. ég er ekki að biðja um megrunarráð...

En maður heldur áfram þó lífið standi í stað...

Kannski skín sólin á morgun...

Kannski skín ég á morgun...

Kannski...

Varð...

I'm a generally unfuckwitted, liberal, not-too-generous, not-too-selfish, relatively well adjusted human being!
See how compatible you are with me!
Brought to you by Rum and Monkey

föstudagur, júní 04, 2004

Halló Akureyri...

...here I come.

Jæja, ætla að skella mér í sæluna á Akureyri... but didn't you know it... það er spáð rigningu. Ég held að þessi meiningin norðanbúa að alltaf sé gott veður á Akureyri sé byggt á goðsögu frekar en veruleika.

Vona að allir eigi sem ánægjulegasta helgi og skora á sp að láta mig vita hvort sp séu upphafstafir í nafni eða eitthvert uppnefni.

góða helgi,
Ása Björg

miðvikudagur, júní 02, 2004

jáhá

jáhá
Held bara að þetta eigi eftir að koma sér vel að geta sent email á bloggið mitt, það sér það nefnilega enginn að ég er að slæpast og halda allir að ég sé bara að senda enn eitt leiðinlegt vinnubréfið... fyrir utan náttulega að ég er aldrei leiðinleg!

Þetta á eftir að verða langur og leiðinlegur dagur skal ég segja ykkur. Það eina góða er að mér sýnist ádí bloggið http://blog.central.is/bladi ætla að virka, veltur reyndar á því að fólk, aðrir en ég s.s., skrifi eitthvað þar. Bíð spennt eftir að það gerist, en ætla nú að halda áfram í minni göfugu vinnu.

Eitt að lokum þó. sp hefur eitthvað verið að hæðast að mér af því að ég er ekki að fatta hver viðkomandi er. Það eina sem mér hefur dottið í hug hingað til er sverrir perri en fannst það samt svolítið kljent. Bið því sp að koma með einhverjar haldbærari vísbendingar en ' þá kom hinn ungi konungsson' því ef þið vissuð það ekki þá er ég ljóska og ekki mjög góð í svona gátum!

ace out

Bara að prufa

Ef þetta virkar þá er það snilld. Ég er s.s. að prufa að emaila bloggið
mitt. Held að ég gæti verið aðeins duglegri með því að gera þetta svona,
enda sendi ég að jafnaði 5-10 email á dag.

jepsí pepsí,
sjáum hvað setur,

Ása