miðvikudagur, mars 31, 2004

í dag

í dag var erfiður dagur.
í dag þurfti ég að taka á honum stóra mínu.
í dag held ég að ég hafi tapað sakleysi mínu.

ég tek huggun mína í orðunum sem ég setti efst á síðuna, skora á ykkur að lesa þau vel og velta þeim fyrir ykkur því ef farið er eftir þeim krefst það mikils af manni.


Þetta er vinnutengt og því get ég ekki sagt nánar frá þessu en ég þigg alla þá hlýju strauma sem þið eruð tilbúin að senda mér.


ég er búin í dag.

á morgun er nýr dagur.

ása

mánudagur, mars 29, 2004

Check

Sæl,

bara að stimpla mig inn. Hef í raun ekkert að segja. Var að fá minn eigin aðgang að tölvunni þannig að ég get loksins farið að skoða klámsíður af miklum móð. Yahooo.

ekkert meira í bili
ace

fimmtudagur, mars 25, 2004

Ógó dugleg

Eins og þið sjáið er ég ógeðslega dugleg í vinnunni, alla vega að blogga. Ég er annars búin að vera mjög dugleg við að taka til á skrifstofunni minni, því eins og þið örfáu sálur sem hafið verið svo heppnar að fá boð inn í þetta allra heilagasta þá er ég ekki snyrtipinni sérstakur. Get reyndar verið alger slóði með að taka til í svona pappírum og svoleiðis. Nennessu bara ekki. En ég er reyndar alltaf með ákveðið skipuleg, þið kannist við það --> skipulagt kaos, og það virkar alveg fyrir mig. En yfirstrumpurinn kom í gær í heimsókn og var eitthvað að finna að þessu við mig, (ég sem var nýlega búin að gera rosalegann skurk hérna) og ég sé þann kostinn vænstann að demba mér í þetta. Hann lofaði nefnilega að mæta eftir mánuð með tertu til að skoða árangurinn, þannig að ég ætla nú ekki að missa af því. Verra er samt að ég þyrfti alveg nauðsynlega að mála hérna líka þannig að ég veit ekki hvort ég næ því á þessum mánuði, en ég tekst alla vega á við draslið.

Greyið systir mín skammaðist sín víst rosalega fyrir föndurcommentið en ég meina, hitt var nú reyndar líka alveg satt að mig vantar eitthvað hobbý og væri alveg til í að fara að taka upp prjónana aftur. Var nefnilega að koma út ný prjónabók fyrir svona fólk eins og mig sem kann bara slétt og brugðið hún heitir Garnaflækja og ég spái henni mikilli sölu á árinu. Þetta er svona fyrir byrjendur, ungar stúlkur, sem langar að prjóna sér sjal eða húfu eða sms vettlinga!
Já, þið lásuð rétt sms vettlinga, það eru svona vettlingar sem eru með opnanlegum þumlum svo hægt sé að senda sms án þess að þurfa að taka vettlingana af sér! Ógó sniðugt!!!

En nú ætla ég að halda áfram að taka til,
bið ykkur vel að lifa að sinni

Eis

miðvikudagur, mars 24, 2004

Come on baby light my fire - Slökkvuliðsmenn eru sexý

Vaknaði of seint í morgun sem var synd því að ég átti að mæta á slökkvitækjanámskeið. Ég skreiddist inn í skólastofuna 1 og hálfum tíma of sein og brosti afsakandi til öryggisfulltrúans og slökkvuliðsmannsins sem var að halda námskeiðið. Horfði á hann nokkuð lengi (slökkuvliðsmanninn sko, ekki öryggisfulltrúann enda er hún kona og ég þekki hana alveg svona í sjón og hef talað oft við hana) því mér fannst hann kunnulegur... og viti menn... fattaði allt í einu að hann var einu sinni í slökkvuliðskórnum. Framhaldsskólakórinn minn söng með þeim nokkrum sinnum. Og ég mundi allt í einu að slökkvuliðsmenn, alla vega þeir sem geta sungið, eru helv... skemmtilegir gæjar! Og margir hverjir bara svolítið sexý.
Kannski á það rætur sínar að rekja til þess að maður veit að þeir eiga svona einkenningsbúninga og eru tilbúinir að hætta lífi sínu á hverjum degi. Það er eitthvað við menn í einkenningsbúningum, Þó ég verði reyndar að segja að ekki allir einkenningsbúningar kveikja í mér. Ég t.d. renn ekkert úr sætinu mínu af tilhugsuninni um gæjana í Securitas eða sem keyra strætó (sorry pabbi og Diddi pabbi, en þið mynduð t.d. ekki falla undir einkenningsbúningaregluna hjá konum!).

En ég er, held ég, bara týpísk kona og lögreglumenn og slökkvuliðsmenn, sérstaklega, bara gersamlega ná mér. Held ég myndi ekkert endilega henda þeim öfugum út úr rúmminu mínu.

Akkurat núna er ég t.d. að reyna að halda aftur af mér að reyna ekki að leggja til að t.d. ÁDÍ sæki um að fara í svona kynningarheimsókn á slökkvistöðina. Það væri nú reyndar ekki svo vitlaust sé horft til helstu áhugamála ÁDÍ, allavega innan félagsskapsins, að ætla að slysin myndu gerast og reyndar nú þegar ég hugsa um það þá er með ólíkindum að við höfum getað sloppið ósködduð, jæja næstum því ósködduð, frá þessu, hey þetta er ekki slæm hugmynd... Hey ég er snillingur... Never mind að ég hefði tækifæri til að skóba gæjana sem væru á vaktinni. Þetta er náttulega spurning um að setja öryggið á oddinn!!!!

Ég reyndar fékk að slökkva eld í morgun (í alvöru sko, þetta var ekki svona spurning um að slökkva eld í óeiginlegri merkingu), við fórum upp á Arnarhól og hann (slökkvimaðurinn) var með svona bakka sem hann hellti olíu í og við á námskeiðinu áttum að slökkva. Hann gerði nú dálítið grín af stílnum mínum en hann gerði nú meira grín að öðrum þannig að ég varð ekkert sár. En þar t.d. missti ég af alveg kjörnu tækifæri til að endurnýja kynnin ég hefði t.d. getað sagt eitthvað eins og "já stílinn? Ef þú mannst nú eitthvað eftir mér, og hvernig er hægt að gleyma? Þá veistu nú að ég hef stílinn í miklu magni..." nei ók þetta hefði verið ógeðslega hallærislegt en þið vitið ef ég hefði getað sagt eitthvað svona ógeðslega cool og fyndið. En ég var haldin svolitlum svona performance anxiety út af slökkvistörfunum og kom eiginleg ekki upp orði.


Geri mér núna grein fyrir því að þetta er sjálfsagt eitt lengsta blogg sem ég ef skrifað hérna og geri mér jafnframt grein fyrir að föndurgreinin mín hefur sjaldan verið sannari.
Auðvitað er þessi slökkvimaður of gamall fyrir mig, jafnvel þó hann sé sætur, fyndinn og soldið sexý (örugglega giftur líka með börn), en ef það þarf ekki meira en miðaldra mann í skítugum vinnugalla með gulann öryggishjálm til að koma mér í stuðið þá held ég að ég sé í vandræðum.

Mig langar líka til að þakka systur minni fyrir að svara föndurgreininni minni og ég væri alveg til í að föndra með þér t.d. að búa til hurðahún með bandspotta, glimmeri og klósettrúllu en það "föndur" sem ég minntist á í greininni myndi ég helst kjósa að gera með einhverjum sem er alla vega kominn í 5. til 6. lið í Íslendingabók...helst kk.

Fattaði nefnilega þegar hún svaraði að þetta "föndur" er náttulega kannski svona soldið major einkahúmor.

En ég skal viðurkenna að ég hefði lítið á móti því að föndra með slökkvuliðsmanninum..

... en hann þyrfti að sjálfsögðu að hafa gula hjálminn á hausnum at all times!

jíhhhhaaa,
ace

Lag dagsins: Light my fire - The Doors

Ace in space

Rakst á þetta og varð að deila þessu með ykkur...



aceinspace


..er semsagt einhver í Kiss sem kallar sig Ace?

mánudagur, mars 22, 2004

Heather Mills McCartney

Var að lesa það mikla menningartímarit Hello, og rakst þar á grein sem stakk mig svolítið. Þar var hún Heather, íslandsvinur, að taka við viðurkenningu frá Lions fyrir góðgerðarstörf. Ágætis grein þar sem hún lýsir því hvernig þetta hafi verið góð áminning til hennar um að hætta ekki við góðgerðarstörf þrátt fyrir þá slæmu umfjöllun sem hefur verið um hana undanfarið. Þessi málsgrein stakk mig þó sérstaklega:

" I had a deal going through with an Icelandic prosthetics manufacturer so people all over the world could have legs like mine at a cheap price but they pulled out because they felt there was too much bad press associated with me. Only two companies in the world are able to make these limbs, so it's not just me who is hurt - thousands of other people's lives are ruined."

Þetta þykir mér ekki góð auglýsing fyrir Össur, né Ísland, og er ég alvarlega að hugsa um að skrifa þeim bréf og skora á þá að endurskoða afstöðu sína ef slæmt umtal var virkilega ástæða þess að hætt var við þennann samning.

Smá umhugsunarefni í boði Hello,
ace

Föndra...einhver?

Komiði sæl,

Hvað skal segja, ég er búin að komast að því að ég sakna þess að föndra. Ég hef verið mikið að velta þessu fyrir mér og er í debat við sjálfa mig hvort maður eigi að fara að skella sér aftur í slaginn. Það snýst náttulega að miklu leyti um hvort maður finnur rétta föndurfélagann en kannski er hægt að finna einhvern sem getur föndrað með manni svona þegar mann langar til en þarf ekki endileg að vera tímafrekt eða langtíma föndur!?

Ég hef svo sem föndrað með svoleiðis félögum og það er ekkert alltaf slæmt en alveg spurning hvar maður finnur svoleiðis föndurmanneskju því hún þarf jú að vera frekar flink í höndunum.

Ég finn nefnilega að ég er ekki tilbúin að stofna einhvern föndurklúbb en samt... kannski ef rétti föndufélaginn finnst þá er alveg hægt að skoða það. Það er nefnilega lítið gaman að föndra einn og ég er vægast sagt búin að fá nóg af því.

Ef einhver getur hugsað sér að föndra með mér eða veit um einhvern sem hefði áhuga þá er ég komin á það stig að ég skoða ýmsa kosti. Endilega bara látið heyra í ykkur!

Ace in space

Málsháttur dagsins: Betri er einn föndrari í hendi en tveir í skógi.

föstudagur, mars 12, 2004

hmm

... mér fannst vera komið nóg af prófum á eina síðu þannig að ég setti fleiri próf á síðuna mína sem er linkur á hérna vinstra megin sem heitir tilvitnanir og dót.

Bwhahahahaha

Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationProstitute
Yearly income$541,692
Hours per week you work31
EducationUp to 6 years of college
Created with quill18's MemeGen 3.0!






Snilldarpróf, no need to say að ég setti s.s. inn mitt fulla nafn og fékk þessa niðurstöðu.
Fínt þó að vita að komandi nám mun skila sér í fjárhagslegum ávinningi.

Hef annars lítið að segja datt bara niður á þetta próf og varð að deila því með ykkur. Af mér er annars allt ágætt að frétta. Var alger himnasending að komast í frí í seinustu viku og í bústaðinn og ég verð bara að segja að mér líður eins og ný manneskja. Jæja ok kannski bara nokkurn vegin sama manneskjan mínus smá blues. lol Ég er líka að fara á árshátíð á morgun það verður snilld. Við verslunarstjórarnir ætlum að vera með smá svona happening, segi kannski meira frá því síðar, aldrei að vita hver veit af þessari síðu minni!
Fór í mat í kvöld til Dídí og kærastanum hennar, fengum ofboðslega góðann kjúkling með BBQ sósu og hrísgrjón. Smá hvítvín með og svo aðeins smá bjórsletta. Var frekar ágætt.
Rakst líka á þennann link unaðsreitur á einni bloggsíðu sem ég skoðaði. Maður er svo grænn eitthvað. Kom mér samt á óvart verðskráin verð ég að segja. Held einhvern vegin ef ég myndi stunda þetta að ég myndi taka eitthvað aðeins meira fyrir. En það er kannski bara ágirndin í mér.

En ætla að hætta þessu bulli held ég í bili, nema ég rekist á einhver frekari próf.

A bien tot,
ace

miðvikudagur, mars 10, 2004

jæja

... alveg ótrúlegt með þessi quiz maður getur varla hætt. En er s.s. hætt núna í bili. Hef svo sem ekkert að segja nema að veðrið er ÖMURLEGT. En ef þú ert á Íslandi vissirðu það svo sem. Lonni kemur heim á morgun, hlakka ýkt til að sjá hana.

góða nótt,

didn't you just know it...

cuddle and a kiss
cuddle and a kiss on the forehead - you like to be
close to your special someone and feel warm,
comfortable, and needed


What Sign of Affection Are You?
brought to you by Quizilla

damn, and double damn, just to freeking sweet..

light
You're Element is Light. You are friendly, happy,
social, bubbly, and can brighten up any one's
day. You are very kind and a real people person
because you have several friends (or atleast
should). You're cheery nature makes you lovable
and your stunning looks are sweet and stand
out.


What's Your Element(girls)? (PICTURES)
brought to you by Quizilla

Pure as the driven snow....

pure
Congrats! Your a Pure Angel! Angels, as far as most
of them go, are all compatabile creatures, but
Pure ones simply are symbols of God. Pure
Angels always appear when a child is born, when
a rainbow is seen, or when someone shares their
first kiss. They never grow old, an can appear
in the shape of a naked woman with white, bold
wings. Pure angels are the carriers of god, and
show their love to everyone in the world.


What Kind of ANGEL are you? (For Girls only) !
brought to you by Quizilla

sunnudagur, mars 07, 2004

ahhh...

... jæja þá getið þið loksins farið að baun á mig á síðunni minni. Setti loksins inn svona comment og reyndar teljara líka. Bara svona upp á grínið fyrst ég var í stuði.

Er búin að eiga yndislega fríviku og ekki allt búið enn.... því ég er líka í fríi á morgun. lol
En síðan tekur alvaran við á þriðjudag.

Átti góða helgi upp í bústað með dísu, hilmari, völu og bjössa. Suðum okkur í pottinum og drukkum bjór og léttvín eins og við gátum í okkur látið. Enduðum síðan helgina í djö/%$" roki og rigningu á leiðinni heim. Fórum samt í Eden og fengum okkur ís svona í sárabót. Alveg með ólíkindum að maður nenni þessu alltaf sérlega þar sem ísinn í Eden er ekki sá besti sem maður fær og þar að auki á maður á hættu að það rigni á mann þó að maður sé inni. En þetta er svona venja og hvar væri maður án vanans. ..?

Er líka á leið á árshátíð næstu helgi þannig að það er eitthvað að hlakka til svo ég minnist ekki á að hún Lonni mín er að koma heim. Hlakka til að sjá hana aftur, hún er búin að vera alltof lengi úti í Ástralíu.

En ætla að fara og kíkja aðeins á kóðann á þessari síðu þarf að skoða eitt og annað.

Bið að heilsa,
ace

mánudagur, mars 01, 2004

frí at last, frí at last, frí at last...

já þið heyrðuð það hér. Ég er komin í frí. Verð í frí fram á næsta þriðjudag. Ætla að taka mér smá timeout til að íhuga stöðu mína í lífinu og ná jafnvægi í mínu andlega sjálfi.
lol eða eitthvað. Ég hef það samt fínt svona almennt, er aðalega vinnan sem er að fara í taugarnar á mér núna, ekki málið með jóla þó að það hafi að sjálfsögðu verið svolítið að íþyngja mér líka. Ég ætla bara að hanga og sluggsast og svo ætla ég í bústað um helgina svona aðeins að komast úr vananum. Veit að það verður fínt.
Ég er í major vinnukrísu þessa stundina vegna þeirra breytinga sem eru í gangi í fyrirtækinu. Veit ekki hvort ég hef áhuga á að taka þátt í þessum skrípaleik eitthvað lengur. Veit að ég gæti fengið þessi sömu laun, fyrir minni ábyrgði, hugsanlega fleiri yfirvinnutíma en þeir yrðu allavega borgaðir sem þeir eru ekki í dag. Veit ekki, ætla bara að reyna að skoða málið frá öllum hliðum áður en ég tek upplýsta ákvörðun um veru mína hjá þessu fyrirtæki.

Af öðrum málum er allt gott, mér gengur vel að halda á mér hita um nætur, þó ekki spillti fyrir ef einhver væri til í að koma og kúra hjá mér svona 2-3 í viku, sjálfboðaliðar vinsamlegast sendið inn umsókn á asabval@hotmail.com.

Ætla núna að njóta þess að vera í fríi á mánudegi og fara að lúlla mig, því ég vakti til kl. 6 í morgun m.a. að horfa á Óskarinn, ruglaðann, og hanga á netinu.

peace out,
ace