Vaknaði of seint í morgun sem var synd því að ég átti að mæta á slökkvitækjanámskeið. Ég skreiddist inn í skólastofuna 1 og hálfum tíma of sein og brosti afsakandi til öryggisfulltrúans og slökkvuliðsmannsins sem var að halda námskeiðið. Horfði á hann nokkuð lengi (slökkuvliðsmanninn sko, ekki öryggisfulltrúann enda er hún kona og ég þekki hana alveg svona í sjón og hef talað oft við hana) því mér fannst hann kunnulegur... og viti menn... fattaði allt í einu að hann var einu sinni í slökkvuliðskórnum. Framhaldsskólakórinn minn söng með þeim nokkrum sinnum. Og ég mundi allt í einu að slökkvuliðsmenn, alla vega þeir sem geta sungið, eru helv... skemmtilegir gæjar! Og margir hverjir bara svolítið sexý.
Kannski á það rætur sínar að rekja til þess að maður veit að þeir eiga svona einkenningsbúninga og eru tilbúinir að hætta lífi sínu á hverjum degi. Það er eitthvað við menn í einkenningsbúningum, Þó ég verði reyndar að segja að ekki allir einkenningsbúningar kveikja í mér. Ég t.d. renn ekkert úr sætinu mínu af tilhugsuninni um gæjana í Securitas eða sem keyra strætó (sorry pabbi og Diddi pabbi, en þið mynduð t.d. ekki falla undir einkenningsbúningaregluna hjá konum!).
En ég er, held ég, bara týpísk kona og lögreglumenn og slökkvuliðsmenn, sérstaklega, bara gersamlega ná mér. Held ég myndi ekkert endilega henda þeim öfugum út úr rúmminu mínu.
Akkurat núna er ég t.d. að reyna að halda aftur af mér að reyna ekki að leggja til að t.d. ÁDÍ sæki um að fara í svona kynningarheimsókn á slökkvistöðina. Það væri nú reyndar ekki svo vitlaust sé horft til helstu áhugamála ÁDÍ, allavega innan félagsskapsins, að ætla að slysin myndu gerast og reyndar nú þegar ég hugsa um það þá er með ólíkindum að við höfum getað sloppið ósködduð, jæja næstum því ósködduð, frá þessu, hey þetta er ekki slæm hugmynd... Hey ég er snillingur... Never mind að ég hefði tækifæri til að skóba gæjana sem væru á vaktinni. Þetta er náttulega spurning um að setja öryggið á oddinn!!!!
Ég reyndar fékk að slökkva eld í morgun (í alvöru sko, þetta var ekki svona spurning um að slökkva eld í óeiginlegri merkingu), við fórum upp á Arnarhól og hann (slökkvimaðurinn) var með svona bakka sem hann hellti olíu í og við á námskeiðinu áttum að slökkva. Hann gerði nú dálítið grín af stílnum mínum en hann gerði nú meira grín að öðrum þannig að ég varð ekkert sár. En þar t.d. missti ég af alveg kjörnu tækifæri til að endurnýja kynnin ég hefði t.d. getað sagt eitthvað eins og "já stílinn? Ef þú mannst nú eitthvað eftir mér, og hvernig er hægt að gleyma? Þá veistu nú að ég hef stílinn í miklu magni..." nei ók þetta hefði verið ógeðslega hallærislegt en þið vitið ef ég hefði getað sagt eitthvað svona ógeðslega cool og fyndið. En ég var haldin svolitlum svona performance anxiety út af slökkvistörfunum og kom eiginleg ekki upp orði.
Geri mér núna grein fyrir því að þetta er sjálfsagt eitt lengsta blogg sem ég ef skrifað hérna og geri mér jafnframt grein fyrir að föndurgreinin mín hefur sjaldan verið sannari.
Auðvitað er þessi slökkvimaður of gamall fyrir mig, jafnvel þó hann sé sætur, fyndinn og soldið sexý (örugglega giftur líka með börn), en ef það þarf ekki meira en miðaldra mann í skítugum vinnugalla með gulann öryggishjálm til að koma mér í stuðið þá held ég að ég sé í vandræðum.
Mig langar líka til að þakka systur minni fyrir að svara föndurgreininni minni og ég væri alveg til í að föndra með þér t.d. að búa til hurðahún með bandspotta, glimmeri og klósettrúllu en það "föndur" sem ég minntist á í greininni myndi ég helst kjósa að gera með einhverjum sem er alla vega kominn í 5. til 6. lið í Íslendingabók...helst kk.
Fattaði nefnilega þegar hún svaraði að þetta "föndur" er náttulega kannski svona soldið major einkahúmor.
En ég skal viðurkenna að ég hefði lítið á móti því að föndra með slökkvuliðsmanninum..
... en hann þyrfti að sjálfsögðu að hafa gula hjálminn á hausnum at all times!
jíhhhhaaa,
ace
Lag dagsins: Light my fire - The Doors