mánudagur, október 31, 2005

Hrekkjuvaka

Jæja, þá er hann kominn dagurinn sem ég hef beðið eftir allt þetta ár! Hrekkjuvaka!!!NOT!
Það er s.s. búningar og læti hjá ameríkönunum hérna og allt að verða vitlaust. Ég sit hérna inni í tölvustofu og hlusta á amerískt gæðarokk sem berst hér eftir öllum göngum. Var meirað segja svona Hrekkjuvökumatseðill í matsalnum í kvöld. Það var hrásalat (kál, laukur, epli og valhnetur), bollur (gat ómögulega áttað mig á því hvað var í þeim en ég held það hafi verið fiskur, je ne sais pas!), karrýkjúklingur, kartöflur og viðbrenndir maiskólfar. MMMMMMMM! Eða þannig og svo í desert brownies... s.s. með möndlum og látum, yahoo! Ég dauðöfundaði vini mína sem höfðu vit á að panta sér pizzur. En svona gengur þetta fyrir sig hér, ein hörmungarmáltíðin á eftir annarri. Það versta er samt þegar ég gríp mig í eftirmatsumræðum sem eru yfirleitt eitthvað á þessa leið.. 'fórstu í mat? Já! Ahh. Hvað var í matinn? Ég er ekki alveg viss, en það var hringlótt og svo voru kartöfulur. Já!? Og hvernig var? Ekki slæmt!' Og um leið og maður segir 'Ekki slæmt' áttar maður sig á því hvað standardinn hefur lækkað frá því sem hann var áður en maður byrjaði að borða í mötuneytinu.

En nú er verið að loka Cyberdrominu og á morgun er frídagur og allt lok, lok og læs. Veit ekki hvað ég geri á morgun, enda held ég ekki margt að gera því allt er lokað. Samt opnir veitingastaðir og slíkt þannig að ég geri ráð fyrir að maður fari kannski út að borða og svona. Sé til.

Bið að heilsa öllum heima, sem þið haldið að vilji kannast við mig!
lol
Ása

30.10

30.10

Var að koma heim af tónleikum með Jimmy Cliffe. Fyrir þá sem ekki vita, og ég vissi ekki áður en ég mætti, er að Jimmy spilar reggie. Þetta voru bráðfínir tónleikar. Stórhljómsveit á bak við hann og Jimmy í fínu formi. Jimmy Cliffe er gamall reggie hundur og er víst sá sem 'uppgötvaði' Bob Marley og kom honum á framfæri. Sel ekki dýrara en ég keypti. Hann syngur líka lagið I think I can make it now the rain has gone (veit ekki titilinn) sem er úr einhverri kvikmynd sem mér er algerlega ómögulegt að muna en Cool Runnings kemur upp í hugann, þó ég haldi að það sé ekki rétt munað hjá mér.
Lífið hérna í Cannes er gott. Í dag vaknaði ég kl. 13, missti af brunchinum! Fór á fætur og skellti mér á ströndina þar sem ég dundaði mér til kl. 15:15 en þá fékk ég með göngutúr niður í bæ í hraðbankann og svo aftur til baka. Síðan lá ég á ströndinni í einn og hálfann tíma í viðbót. Það er með ólíkindum hvað ég þarf að þola til að ná smá lit. Jafnvel eftir útilegu mína í dag sést ekki litamunur á kroppinum á mér, þó að það hafi reyndar aðeins bæst í freknusafnið.
Ég man ekki hvenær ég skrifaði seinast svo ég segi kannski það sama og síðast en á miðvkudaginn fór ég til Nice. Ása hugrakka skellti sér ein í lestina og rambaði milli búða í leit að flíkum. Og loksins, loksins komst hún í H&M. Fann þar nokkrar ágætisflíkur sem ég tók myndir af og ætla að reyna að setja inn á netið. Því miður fann ég ekki neinar buxur. Það er ótrúlegt hvað stærðirnar hérna í Frakklandi eru litlar. Heima gat ég orðið keypt mér flíkur í 'venjulegu' deildinni. En hérna kemst ég ekki í neitt sem er í búðunum. Þarf eiginlega að finna út hvað stórar stelpur versla hérna í Cannes því ég hef enn ekki séð neinar búðir fyrir okkur sem erum breiðari en tannstönglar. En þetta hlýtur að koma. En s.s. ferðin mín til Nice gekk vel. Ég komst heilu og höldnu fram og til baka alveg ein. Skal samt viðurkenna að ég var svolítið óstyrk svona í fyrstu tilraun. En þetta er ekkert mál og ég gæti alveg hugsað mér að fara aftur þó að það sé nú reyndar alltaf skemmtilegra að fara með einhverju.
Við fórum ekki til Mónakó á föstudag. Eftir versluarferðina mína til Nice varð ég veik á fimmtudag. Held að það hafi verið allt þetta ráp inn og út úr loftkældum búðunum. Ég alla vega fór úr tíma á fimmtudag, ógeðslega óglatt og með hita og var ekki í neinu sérstöku formi í gær þannig að við ákváðum að fresta ferðinni. Það var allt í lagi. Við fórum hins vegar út á borða á Palm Square sem er hinum megin við götuna frá Palais de Festival þar sem kvikmyndahátíðin í Cannes er haldin. Var virkilega þægilegt andrúmsloft og góður matur. Ég var samt komin heim rétt fyrir miðnætti.
Salvör og pabbi hringdu í mig á fimmtudaginn. Var gott að heyra í þeim. Ég hef verið að hugsa til ykkar allra heima og langar að hringja en þar er dýrt. Með 15€ símakorti fæ ég 35 mínútur til íslands þannig að það er ekki beinlínis praktíst fyrir mig að hringja. Ef fólk hins vegar hefur áhuga á að hafa samband við mig má alltaf senda email á asabval@gmail.com. Eða jafnvel senda mér bréfpóst en þá er heimilisfangið:

International Collége de Cannes,
c/o Ása Björg Valgeirsdóttir,
1, Rue du Dr. Pascual,
06400 Cannes
France

Síminn hérna er +33 493 473 929, það má ná í mig utan tíma, s.s. milli kl. 15:30 og 23:00 á mínum tíma, en klukkan í Frakkland er +1 klst. Það er samt betra að senda mér sms áður svo það sé öruggt að ég sé á heimavistinni.

þriðjudagur, október 25, 2005

25.10

Í dag var erfiður dagur. Ekkert sérstakt í gangi en bara eitthvað döpur og þreytt. Hef ekki sofið vel undanfarnar nætur, vakna í sífellu og hef haft martraðir. Held ég verði að fara að finna mér eitthvað að gera sem krefst einhverrar orku. Ég ætla að reyna að fara til Nice á morgun og kaupa mér æfingarbuxur og byrja að labba á morgnanna. Hef svo sem ekki margt annað að gera. Við, ég, Paula og Elisabeth erum að spá í að kíkja til Mónakó á föstudag eftir hádegi. Verður örugglega gaman ef af verður. Fórum í gær til St. Tropé aftur, á bílnum hennar Paulu. Það var mjög gaman. Þær slepptu sér í skóbúðunum en ég var voða stillt! Ætla samt að reyna að kaupa mér fínni skó á morgun ef ég finn einhverja. Það er yndislegt veður í dag. Sól og hlýtt. Ég var að koma af ströndinni þar sem ég stóð í flæðamálinu og lét öldurnar leika um fætur mér. Yndislegt að finna aðdráttaraflið að verki.

23.10

1 vika liðin frá því ég kom hingað. Þetta er búin að vera löng vika. En að sama skapi skemmtileg. Ég er búin að kynnast mörgu ágætisfólki.
Fór í gær til St. Tropé. Átti að vera skipulögð ferð, en leiðsögumennirnir okkar ákváðu að hætta við vegna rigningar. Við hins vegar ákváðum að fara á eigin spýtur. Við vorum 6, ég, Raphael, Nadia, Alex, Anita og Claire. Við skemmtum okkur vel og veðrið spillti ekki. Að komast til St. Tropé héðan tekur um 1 klukkustund og 40 mínútur og veðrið þegar við komum þangað var mjög gott. Það er verið að loka búðunum í St. Tropé fyrir veturinn og því voru útsölulok. Það er samt frekar dýrt að versla þarna. En það er gaman að labba þarna um, en væri sjálfsagt skemmtilegra ef einhver væri til að benda manni á það sem áhugavert er, við löbbuðum bara verslunargöturnar fram og tilbaka og fórum síðan heim. Claire náði að kaupa sér fingravettlinga, en þar með voru innkaup hópsins upptalin. Lol.
Í gærkveldi fórum síðan ég, Nadia, Claire og Raphael út að borða á The Italian Café sem er hérna við strandgötuna u.þ.b. 10 mín frá skólanum. Var mjög gaman en mig svimaði svo rosalega, held að það hafi verið svona seintekin sjóriða, að ég fór bara heim eftir mat. Nadaia og Claire fóru hins vegar á bæjarrölt. Samkvæmt slúðrinu við brunchborðið þá var MJÖG skemmtilegt hjá Nadiu, á eftir að heyra í henni á morgun. lol Líður eins og ég sé 14 einu sinni enn. Tíhí, hver kyssti hvern!?

Nýjast hernaðaráætlunin til að komast í H&M er að fara eftir tíma á miðvikudag, þá er ég bara í morguntíma og er því búin kl. 12. Það er opið í búðunum í Nice til 19:30 þannig að ég ætti að komast til að versla aðeins. Eins og flestir vita þá er ég ekki sú mesta fatafrík sem fyrirfinnst, en... Ég er bara búin að vera hérna í viku og ég er að íhuga að fara í aðra ferð mína í þvottahúsið í dag og ég fór á miðvikudag!! Það gefur auga leið að ég verð að gera eitthvað, það er alveg max að þvo þvott 1 sinni í viku fyrir 1 manneskju. Vandamálið hérna er að það er svo rakt að ég svitna og svitna. Ég fer því ekki í sömu fötin 2 daga í röð sem ég hefði hiklaust gert heima. Þess vegna er alveg það minnsta að eiga föt fyrir fleiri en 4 daga!

Það er ágætis veður hérna í dag, er sól og léttskýjað þannig að það dregur fyrir sólina af og til, en það gæti vel verið veður fyrir ströndina. Held það bara. Andy, Jin, og Hung (kóreskar) buðu mér að koma með sér á ströndina á eftir, fer kannski með bókina mína og sit aðeins á ströndinni. Sé til hvort ég get ekki allavega orðið útitekin. Það er nú alveg það minnsta finnst mér. Ég á líka eftir smá heimavinnu, þannig að ég reyni kannski að klára hana svo ég þurfi ekki að gera hana í kvöld! lol 7 ár frá því ég hætti í skóla og enn að klára heimavinnuna á sunnudegi! Ótrúlegt hvað sumt breytist aldrei.

Ég skil loksins núna afhverju allir töluðu um brunch um helgar með slíkri lotningu. Fór í mitt fyrsta brunch í hádeginu. Mætti hóflega bjartsýn, enda hefur framboðið hingað til ekki staðið neitt sérstaklega undir mínum væntingum. En alla vega ég mæti. Það er þetta vanalega morgunkorn og brauð, en nú eru líka croissont og bain du chocolat sem eru úr sama deigi og croissantin en með súkkulaðistöngum í. MMM, góður morgunmatur eða svoleiðis. Þarf vart að taka fram að ég ákvað að sleppa þessum dýrindisveigum. En alla vega þá voru líka skinkusneiðar þarna þannig að ég fékk mér minn vanalega morgunmat sem eru bran flakes og vatnsglas og bætti við einni skinkusneið svona til hátíðarbrigða. Ég er hálfnuð með skálina mína þegar ég fatta allt í einu að 1 eldhússtúlkan er að labba í sífellu framhjá mér með diska með einhverju á. Hmm! Svo allt í einu fatta ég þegar hún kemur að borðinu mínu með pöntunarblokk að það er hægt að panta hjá henni og þess vegna var mappa á borðinu. Þannig að ég pantaði ommelettu með sveppum og osti. Nammi, ég hefði getað kysst hana þegar hún kom með diskinn minn. Eftir 6 daga af bran flakes og vatni fékk ég loksins eitthvað almennilegt. Hér eftir ætla ég ekki að missa af einum einasta brunch. Og hér eftir slepp ég við morgunkornið um helgar. Yahoo. Ótrúlegt hvað þarf lítið til að gleðja manns litla hjarta!

fimmtudagur, október 20, 2005

Myndir

Myndir




www.flickr.com


This is a Flickr badge showing public photos from Ása Björg. Make your own badge here.




Kæra dagbók!

ATH! Er í öfugri röð!! fyrsti dagur neðst etc..

20.10
Það er alveg magnað hvernig tíminn líður. Í raun er hann að sjálfsögðu einungis til sem hugmynd hjá mannfólkinu. Tíminn. Sekúndur, mínútur og klukkustundir. Mér finnst ég hafa verið hérna lengi en í raun eru einungis 6 dagar frá því ég fór frá Íslandi. 5 dagar frá því ég kom til Cannes. Ég er hægt og rólega að laga mig að lífuni hérna á heimavistinni. Ég hleyp eins og djöfullinn sé á hælunum á mér milli herbergisins míns og sturtunnar í þeirri von að enginn sé á göngunum þegar ég fer þar á milli. Hingað til hefur þetta gengið án óhappa. Ég hef hins vegar þann leiða ávana að skilja alltaf sjampóið mitt eftir í sturtunni og þarf síðan að sækja það þegar ég loksins man eftir því. Til allrar hamingju hefur engum dottið í hug að leggja hald á það.
Ég átti ágætann dag í gær. Einungis morguntími og svo frí í eftirmidaginn. Það bættist í hópinn í gær þegar Paula frá Dallas, Texas kom. Hún býr hérna í Cannes er nýgift manni frá Dubai. Mér skilst að hann sé konungborinn. Hún talar ágæta frönsku en vantar alla málfræði og þess vegna er hún með okkur í 1 hóp. Við fórum eftir tímann, ég og Paula, og fengum okkur hádegismat á einum veitingarstaðnum niðri við ströndina. Það væri ekki orðum ofaukið að segja að við náðum vel saman. Sjaldan og jafnvel aldrei hef ég hitt manneskju sem hefur komist inn að kjarna mínum á jafn stuttum tíma. Það var gott að tala við einhvern sem skilur hvað maður er að tala um og hefur þroska til að ræða málin. Hún hefur sín viðfangsefni líka þannig að þetta var nú ekki alveg einhliða. lol Ég vona að við eigum eftir að eiga fleiri slíka fundi. Hún var að tala um að hún vissi um líkamsræktarstöð hérna nálægt og kannski kíkjum við á það í næstu viku. Hún er reyndar í svolítið öðrum klassa en yðar einlæg, fyrrverandi yfirmanneskja hjá ekki ómerkari fyrirtækjum en Nokia og Pepsi. En býr nú bara með mill(jarða?)jónamæringum manni sínum. Ekki að ég finni fyrir einhverri minnimáttarkennd en það væri nú ekki amalegt að kynnast svona manneskju sem hefur alla þessa reynslu og sambönd ;) lol Eftir hádegisverðinn sem endaði um 3 leytið kom ég heim á herbergi og lagði mig! lol Hef gert nokkuð af því, kom í ljós að þetta var góð áætlun því stúlkan í næsta herbergi sat á spjallinu til kl. 1:30 í nótt og ég var því frekar úldin og illa sofin í morgun, enda svaf ég 'yfir' mig og vaknaði ekki fyrr en kl. 8. Rétt með nægan tíma til að henda mér í föt og í morgunmatinn. Engin sturta. Ekki góð byrjun á degi. Í gær rigndi líka eins og hellt væri úr fötu. Og í morgun og í dag hefur verið léttur úði. Eftir seinni tímann minn fórum við Elisbeth hin norska fótgangandi í bæinn. Ég kíkti í nokkrar verslanir. Fann nú ekki mikið nema handklæði sem mig vantaði og ritföng. Nú skal skrifa bréf... og glósur! :) Ójá, og þá hræðilegustu regnhlíf sem ég hef nokkurn tíma átt! Ætla að reyna að setja inn mynd af henni á eftir. Hún er algert brill og kostaði einungis 4€ sem var það ódýrasta sem fékkst.
Ætla að reyna að komast í Le Cyberdrome á eftir og setja inn þessar færslur og kannski að reyna að koma myndunum eitthvert þar sem þið getið skoðað þær. Sjáum til hvernig það gengur. Í kvöld er líka eitthvert svissneskt kvöld og því verða Crépe í boði á 'le Bar' á eftir. Ætla að kíkja á það á eftir kannski. En nú að fara að hyggja að ferðinni í le CB. A bien tôt!




18.10
Erfitt að trúa að 2 dagar séu búnir af skólanum. Fyrsti dagurinn fór í að raða okkur í hópa eftir getur. Óþarfi að nefna að ég bað um að fá að byrja á byrjun. Hefði kannski getað farið í hóp 2 en held að það sé best að byggja alveg frá grunni, enda nokkur ár frá því ég var seinast að vasast í frönsku. Ég er með 2 kennara,fyrir hádegi og eftir hádegi. Ég fór í fyrsta tímann eftir hádegi í gær, en ég verð alla mán, þri og fim frá 13:30 til 15:30 hjá Christine. Hún kennir okkur málfræði og slíkt. Síðan er alla morgna frá 9 til 12 taltímar hjá Nadine. Hún er lítil hnellin kelling. Talar mjög skýrt og hægt svo að maður skilur hana mjög vel. Það eru ekki allir í tímum eftir hádegi og þess vegna eru þetta 2 hópar sem ég er í. Fyrir hádegi erum við 8. 2 íslendingar, englendingur, finni, norðmaður, japani, úkraníumaður og filipseyjingur. E.h. eru ég, englendingur, rússi og norðmaður. Var líka ein frá filipseyjum en hún færðist upp um bekk í dag.
Ég hélt að ég yrði eini íslendingurinn hérna en þegar var verið að lesa saman bekkina í morgun heyrði ég þá kalla upp einhverja -dóttir aðra en mig, kemur þá í ljós að þetta er 16 ára stúlka sem heitir Jóna og er frá Neskaupsstað. Hún er hérna að æfa með blakliði í Cannes og var að byrja að læra frönsku. Ég skal alveg viðurkenna að þó að ég var búin að segja að ég vonaði að það yrðu engir íslendingar hér þá kom svona smá léttir í mitt hjarta að geta tjáð mig á mínu ástkæra ylhýra máli. Hún býr heldur ekki hérna í skólanum heldur í húsnæði með öðrum stúlkum úr blakliðinu. Þannig að þetta er ánægjulegt. Fattaði ekki hvað ég myndi sakna þess að tala íslensku, enda reyni ég að tauta nokkur frönsku orð á dag og tala ensku þess á milli. Hef þó getað skotið inn nokkrum sænskum orðum, enda er hérna einn eldri sænskur maður, 1 sem er hálf sænsk, hálf svisslendingur og ein au pair stúlkan sem ég hitti á sunnudag er líka svíi. Hver veit nema að ég komi tilbaka altalandi á sænsku og ensku... bíð með að dæma um frönskuna.
Á morgun er ég bara í morguntíma og ég og Elisabeth (norska) ætlum til Nice í H&M. Er mikið farið að langa í sokka og nýjan brjóstahaldara. Svo ekki sé minnst á handklæði enda skildi ég öll slík eftir á íslandi og hef verið að fara mína daglegu sturtu með slå-om-sig slæðunni minni og hún er aðeins farin að láta á sjá! lol
Ég veit, ég veit. Maður pakkar niður handklæði en ég hélt í alvöru að það yrði ekki stórmál að komast yfir eins og eitt handklæði hér á sólarströndinni. Ekki svo gott. En það kemur allt á morgun.
Ég er búin að kynnast mörgum hérna, hér kemur svolítil uptalning fyrir sjálfa mig svo vinsamlegast skrunið yfir ef þið viljið,

Raphael, Alex, Nadia, Giovanne (Sviss), Anne, Jin (Kórea), Jeannette, Katy, Tanya (Þýskaland), David (Liverpool!), Alex, Caroline (Filipino), Ékatarina (Rússland), Elisabeth, Mia (Norge), Inga (finnland), Larry, JOhn, Jessie, Jean, Claire, Lindsay (usa), Carl, Marie (Svíþjóð)... svo ekki sé minnst á alla sem ég er að gleyma!

En það er kominn matartími hérna, svo ég ætla að sjá hvaða cousine þeir eru að bjóða upp á í kvöld! Alveg brilliant þessi matseðill,á hádegi í gær var hakk og spaghetti, sem er allt í lagi og í desert var einhvers konar brauðkaka með smjörkremi á milli (þarf ekki að taka fram að ég át það ekki). Í gærkveldi var croissant með skinku og osti og kalt kartöflusalat og vínber í desert. Í hádeginu í dag var kjúklingaleggir og kartöflur. Bíð spennt eftir samsetningu dagsins.

kl. 22:05

Jæja, kvöldmatur búinn. Stóðst væntingar mínar, að því leyti að hann var stórskrítinn. Var einhvers konar kjöthakk í klöttum, kartöflumús sem var búið að sprauta úr rjómasprautu og setja í ofn, leit út eins og svona litlar kranskakökur eins og eru alltaf til hliðar með stóru kökunni. Í desert var síðan einhvers konar jógúrt/búðingur sem heitir fjord. Smakkaðist örlítið eins blanda af hreinu jógúrti og óhrærðu skyri, en út í þetta er settur sykur og/eða hunang. Ég smakkaði mitt óblandað! Var ágætt en myndi ekki vilja borða heila dollu. Franski gæðamaturinn er alla vega ekki borinn fram í þessum skóla!! lol
Fór líka aðeins á netið. Er samt soldið óþægilegt þar sem það eru bara tvær tengingar fyrir lappa og báðar uppteknar. Ég varð þess vegna að fara í 'almenninginn' sem er s.s. allt í lagi ef ekki væri fyrir franska lyklaborðið. Margir stafir á vitlausum stöðum og svona! A er t.d. þar sem q ætti að vera, þú þarft að setja á CAPS ef þú ætlar að gera tölustafi og fl. ofl. En alla vega ég skrifa þessa dagbókapunkta bara á notepadinn í lappanum og svo ætla ég að setja þá inn næst þegar ég get tengt lappann minn. Þá reyni ég kannski að klambra inn þessum 10 myndum eða svo sem ég er búin að taka! lol Ok, ég veit ég þarf að vera duglegri að taka myndir. Er bara enn að venjast því að vera með myndavél sem ég þarf ekki að spara myndirnar í vegna framköllunarkostnaðar. Þetta kemur allt saman. Ég er nú þegar t.d. búin að taka fleiri myndir á 4 dögum en síðustu 4 árum eða svo þannig að þetta eru þvílíkar og stórstíga framfarir ;) Held ég ætli að láta þetta duga að sinni. Meira seinna.


16.10

Cannes, Frakkland.


Er núna búin að vera hérna í 2 daga. Er enn dálítið týnd, en er allt að koma til. Eyddi gærdeginum í að labba um miðbæ Cannes. Miðbærinn virðist miðast við Hotel de Ville og smábátahöfnina. Það er nóg af veitingstöðum og eitthvað af búðum. Ég er ekki búin að kynna mér það nægilega. Ætla mér að kíkja til Nice sem fyrst í H&M. Enda þarf ég að verða mér út um handklæði tout suite. Vill nefnilega svo til að ég skildi handklæðin eftir heima. Sem er reyndar hvergi eins og er. Hélt að það yrði nú ekki mikið mál að finna eins og eina búð með handklæði en enn sem komið er hef ég ekki rekist á neina. En það er búð við strandgötuna sem selur alls konar flip flops og slíkt þannig að kannski selja þeir handklæði líka. Kíki á það á morgun eftir skóla.
Er reyndar að fá svolítið shokk yfir þessum skóla því það virðast allir vera að læra hérna og það er sunnudagskvöld. Ég hélt nú ekki að ég væri að fara í svo alvarlegt nám að það krefðist heimavinnu og var reyndar búin að ákveða að það væri ekki málið... Við sjáum hvað setur.

Kynntist í dag 5 au pair stúlkum. 4 þýskar og 1 sænsk. Hef á tilfinningunni að þýskan mín eigi eftir að batna :) Er líka kósý stemming í matsalnum, sem ég komst loksins til að borða í eftir að hafa sofið af mér kvöldmatinn í gær. Maður bara sest á næsta lausa borð og kynnir sig.. eða það gerði ég alla vega. Það er serverað á borðin þannig að það þýðir enga feimni heldur er málið að setjast á næsta lausa borð. Auðvitað eru einhverjar klíkur í gangi en mér sýnist þetta allt vera prýðisfólk.
Hlakka til á morgun þá byrjar ballið. Þetta byrjar á kynningu í fyrramálið kl. 9 síðan þarf maður að taka stöðupróf. Hlakka reyndar ekki til þess enda geri ráð fyrir að mér skipað í hóp með þeim sem hafa enga frönsku lært. Er samt að æfa mig með nýju bókinni sem ég keypti áður en ég fór að heiman. Hún heitir 'Made in Iceland' og er svona samtalsbók, með frösum og almennum setningum eins og 'Pourrez-vous parler plus lentenment' sem þýðir 'Gætirðu talað hægar' sem ég hef tilfinningu fyrir að ég þurfi að hafa á takteinunum næstu daga og jafnvel vikur.

Hvað sjálfa mig varðar þá er ég í einhverju limbói. Veit ekki alveg hvernig mér líður. Er svona einhvern vegin ekki alveg að kaupa að þetta sé alvara. Að ég sé loksins komin hingað. Hingað þá verandi þessi byrjunarreitur sem ég hef þráð í dágóðann tíma. Mér finnst ég vera alveg á byrjunarreit. Veit ekki alveg hvernig ég vil vera og svona. Er í annað fallið hrædd um að týna mér í einhverjum pælingum og missa af þessari reynslu. Verð að passa mig að falla í hópinn, ekki bara sitja ein og segja nei takk. Ég gerði það næstum því í dag með au pair stelpurnar en sagði síðan bara já.. það var ekkert vont! Við sátum á ströndinni og töluðum aðeins saman. Ég er samt sjálfsagt ekki besti félagsskapurinn þar sem ég dett út af og til. Er í einhverjum einkaheimi þar sem enginn er nema ég.

Á morgun verður okkur s.s. skipt upp í bekki eftir getu og þá hef ég betra tækifæri til að kynnast fólki. Flestir sem ég hef séð eru yngri en ég, en einhverjir á svipuðum aldri. Ég sat hjá einni stúlku, Elodie (veit ekki hvernig skrifað en sagt svona), við kvöldmat og hún hefur verið hérna í 1 ár áður og kom síðan aftur í september og verður fram í júní þannig að það virðist vera eitthvað af fólki hérna sem er búið að vera hérna í einhvern tíma.

Ætla að reyna að setja inn einhverjar myndir á eftir.. ef ekki búin að taka þær margar, en nokkrar. Veit síðan ekki hvor mér tekst að koma þeim á netið en við sjáum til. Best að hella sér í það bara.

ása

sunnudagur, október 16, 2005

Cannes here I come... ehh eða ég er þar sko!

Góðir hálsar,

Hvern hefði grunað að fyrst verk mitt við komu til Cannes hefði verið að leita uppi sólarvörn!? Tja allavega ekki mér. En hérna í Cannes er sumar og sól. Einhvers staðar rétt yfir 20°gráðunum... lífið er ljúft.

Ég er aðeins búin að labba um bæinn og svona. Er samt eitthvað hálf týnd. Sem ég býst við að sé besti staðurinn til að byrja á ef maður er að reyna að finna sig!

Kann ágætlega við herbergið sem ég fékk. Er samt áhugavert að sjá það sem þeir sýna ekki á myndunum á síðunni t.d. lestarteinana sem liggja hérna milli skólans og strandarinnar! lol Og glugginn minn snýr einmitt þangað. En ströndin er falleg og ég hugsa að það verði gott að vera hérna!

Skrifa meira síðar,
Ása Björg

föstudagur, október 14, 2005

London Stansted

Jæja,

Er komin svona langt. lol London Stansted. Seinni hluti ferðarinnar hefst í fyrramálið en þá held ég áfram til Nice og svo þaðan til Cannes. Er nokkuð ánægð með framvinduna hingað til tíhí. Skrifa meira þegar ég verð búin að koma mér fyrir í Cannes.

Ása